Fréttatíminn - 20.04.2012, Side 69
Lau 21/4 Kl. 14 örfá sæti
Sun 22/4 Kl. 14 örfá sæti
Lau 28/4 Kl. 14 örfá sæti
Sun 29/4 Kl. 14 örfá sæti
Lau 5/5 Kl. 14
Sun 6/5 Kl. 14
Lau 12/5 Kl. 14
Sun 13/5 Kl. 14
Lau 28/4 Kl. 20 örfá sæti
Lau 19/5 Kl. 20 örfá sæti
„Váááá, ég er yyir mig hriyin af OZ“ - K.H.H. Fréttatími
„Vel heppnuð yjölskyldusýning... krafturinn og gleðin
sem stafaði af sviðinu gerði gæfumuninn“ - I.G. M.bl.
„Mjög vel heppnaður farsi, hraður
og ótrúlega fyndinn“ - I.Þ. M.bl.
„Feiknafyndinn. þétt og ylott sýning“
- K.H.H. Fréttatíminn
„Fimm stjörnu farsi“
- H.G. Byljunni
„Óstöðvandi hömlulaus hlátur“
- B.S. pressan.is
„Óhætt að lofa góðum hláturgusum“
- E.B. F.bl.
Miðasala | 568 - 8000 | borgarleikhus.is
Tveggja tíma
hláturskast
Síðustu sýningar Síðustu sýningar
Ævintýri í öllum
regnbogans litum
„Mikil leikhúsveisla þar sem öll brögð
leikhússins forn og ný eru nýtt“ - S.A. tmm.is
„Alveg ótrúlegt sjónarspil“ - M.k. Djöölaeyjan, RÚV
Matur Nýr MorguN- og hádegisverðarstaður í MiðbæNuM
Fullt hús matar í Templarasundi
M atreiðslumaðurinn Þórir Bergsson opnar nýjan veitingastað í Templara-
sundi í maí. Staðurinn ber nafnið
Bergsson Mathús og er þar vísað í
fullt hús matar, að sögn Þóris.
Þórir er virtur og vinsæll mat-
reiðslumaður sem hefur skapað sér
sérstöðu í matargerð sinni. Hann
stofnaði Laundraumat með Friðriki
Weishappel í Kaupmannahöfn árið
2004 en Þórir lærði þar matreiðslu.
Síðustu ár hefur hann starfað sem
matreiðslumaður á heilsuveitinga-
stöðum, svo sem á Grænum kosti
og Maður lifandi.
„Bergsson Mathús verður morg-
un- og hádegisverðarstaður þar
sem einnig verður seldur matur til
að taka með sér heim,“ segir Þórir.
Hann ætlar að bjóða upp á hollan,
fjölbreyttan og skemmtilegan há-
degisverð en einnig morgunverð
enda verður Bergsson Mathús opið
frá klukkan 7 að morgni.
„Ég legg áherslu á létta rétti á
borð við marokkóskt lamb, tandoori
kjúkling og lax teriaki. Einnig verð
ég með eigið súrdeigsbrauð og úr-
val af tilbúnum salötum en áhersla
verður á matargerð í anda miðjarð-
arhafslandanna og Norður-Afríku.“
Þórir mun jafnframt bjóða upp á
mat sem fólk hefur ef til vill ekki
tíma til að elda heima hjá sér. „Á
boðstólum verður hægeldaður
sauður eða kálfaskanki og er hug-
myndin sú að gefa fólki kost á því að
grípa með sér gourmet-mat á leið-
inni heim úr vinnunni.“ -sda
Þórir Bergsson leggur áherslu á matar-
gerð í anda miðjarðarhafslandanna og
Norður-Afríku á nýjum veitingastað
sínum. Mynd Hari
Fjallað um
Hallgrím á ritþingi
Gerðubergs
Fjallað verður um Hallgrím Helgason og
verk hans á ritþingi Gerðubergs sem haldið
verður á laugardaginn 21. apríl, klukkan
13.30 til 16. Rithöfundurinn situr fyrir
svörum tveggja spyrla; Páls Valssonar og
Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur. Stjórnandi
ritþingsins er
Þorgerður E.
Sigurðardóttir.
Í tilefni þess
opnar Hallgrímur
sama dag mynd-
listarsýningu
á neðri hæð
Gerðubergs.
Sýninguna nefnir
hann Myndveiðitímabilið 2012. Hún saman-
stendur af málverkum og teikningum frá
þessu ári. Undanfarin ár hefur Hallgrímur
einbeitt sér að skrifum skáldsagna en í til-
efni ritþings tók hann myndveiðigræjurnar
fram á ný. Ragnheiður Gröndal syngur
nokkur lög við kvæði Hallgríms. - jh
Britney í X-Factor
Allt útlit er fyrir að ofurstjarnan Britney
Spears verði dómari í næstu þáttaröð
bandaríska X-Factor sem er hugarsmíð
Simons Cowell.
Bandarískir miðlar
greina frá því að náðst
hafi samkomulag
um að Britney fái um
15 milljón dollara, tæp-
lega tvo milljarða fyrir
veturinn, en deilt er
um hvort samningur-
inn verði eitt eða tvö
ár. Hún tekur við dómarastarfinu af Paulu
Abdul og Nicole Scherzinger en hvorug
þeirra snýr aftur í næstu þáttaröð. Simon
Cowell og LA Reid verða áfram dómarar í
þættinum sem vakti mikla lukku í fyrra, á
sínum fyrsta vetri, þótt væntingar Cowells
um að njóta meira áhorfs en American Idol
hafi ekki gengið eftir.
Cowell notar svart-
an klósettpappír
Tónlistarmógullinn og milljarðamæringur-
inn Simon Cowell kann að gera vel við sig.
Cowell, sem hagnast hefur óguðlega á
raunveruleikaþáttum á borð við Britaiń s
Got Talent, American Idol og X-Factor
í Bretlandi
og Banda-
ríkjunum, fer
tvívegis á ári
í bótoxmeð-
ferð og eyðir
þrjú þúsund
pundum, um
sex hundruð
þúsund
krónum, í blóm á viku samkvæmt nýrri
ævisögu sem væntanleg er í búðir. Og
Cowell bindur ekki bagga sína sömu
hnútum og samferðarmennirnir þegar
kemur að vali á klósettpappír. Hjá honum
er hann svartur. Lausleg könnun á netinu
sýnir að slíkur pappír frá Rowena kostar
um 1300 krónur íslenskar – þrjár rúllur. Og
stóra spurningin er væntanlega: Hvernig
sér hann hvenær hann er búinn?
dægurmál 61Helgin 20.-22. apríl 2012