Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 05.10.2012, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F Fréttatíminn fagnar með þessu tölublaði tveggja ára afmæli. Óhætt er að segja að lesendur og auglýsendur hafi frá fyrsta degi tekið blaðinu fagnandi. Upp-lagið er stórt og blaðið er mikið lesið – og það sem skiptir ekki síður máli – vel lesið og vandlega. Fréttatíminn er helgarblað í orðsins fyllstu merkingu með fjölbreyttu efni, viðamiklum við- tölum, úttektum, fréttum, fréttaskýringum, menn- ingarumfjöllun, meðal annars umfjöllun um bækur, leikhús, kvik- myndir og sjónvarp – og síðast en ekki síst marg- háttuðu afþreyingarefni. Vel er séð fyrir umfjöllun um helstu þætti í heim- ilisrekstri, matargerð og heilsu. Önnur grundvallar- atriði í heimilisrekstri, til dæmis bílar, eru á sínum stað í blaðinu. Fjölbreytt sérblöð fylgja Fréttatíman- um, ýmist unnin á vegum blaðsins eða í umsjá samtaka af ýmsu tagi enda sjá þau sér hag í því að nýta sér öfluga og viðamikla dreifingu þess. Þrautreynd ritstjórn skilar af sér vönduðu en um leið aðgengilegu efni í máli og mynd- um sem lesendur kunna að meta og söludeild þjónustar auglýsendur vöru og þjónustu sem vita að hið auglýsta kemst til skila. Mælingar sýna mestan lestur á föstudegi, útkomudegi blaðsins, en einnig að lesendur taka blaðið aftur upp á laugardögum og sunnudögum þegar betra næði gefst frá amstri hvunndags- ins. Fréttatíminn er því upplýsinga-, fræðslu- og afþreyingarmiðill en um leið frábær auglýsingamiðill og mikilvægur sem slíkur þegar ná þarf til sem flestra í einu. Þessi slagkraftur er auglýsendum ljós, stórum jafnt sem smáum. Blaðinu er dreift á heimili á höfuðborgarsvæð- inu og Akureyri. Því er líka dreift með samstarfsaðilum um land allt. Um 107 þúsund manns lesa hvert tölublað Fréttatímans, 55 prósent höfuðborgar- búa lesa blaðið og 67 prósent kvenna á aldrinum 25 til 80 ára á því svæði lesa blaðið. Það eru fáir aðrir fjölmiðlar sem geta státað af slíku, að ná til nær sjö af hverum tíu konum á höfuðborgarsvæð- inu, frá ungum aldri allt til elliára. Áhugi kvenna á Fréttatímanum er ekki síst fagnaðarefni. Það er ekki að ástæðulausu enda þarf ekki annað en skoða forsíður blaðsins frá upphafi. Þar hafa konur, á öllum sviðum þjóðlífsins, verið í miklum meirihluta. Það er ekki aðeins tilbreyting frá hefð frétta- og helgarblaða heldur nauðsyn í karllægu samfélagi. Eignarhald Fréttatímans er uppi á borðinu. Blaðið er í eigu nokkurra starfsmanna en tengist hvorki hags- muna- né stjórnmálasamtökum og held- ur ekki viðskiptasamsteypum. Þetta er mikilvægt að vita í samfélagi sem gengið hefur í gegnum hremmingar og traust hefur beðið hnekki, meðal annars á fjölmiðlum. Það samfélagstraust vinnst ekki á ný nema með vönduðum vinnubrögðum og heilindum á öllum sviðum. Markmið aðstandenda Frétta- tímans er að gefa út vandað, skemmti- legt og áreiðanlegt blað sem nær til þorra landsmanna. Prentmiðillinn stendur því fyrir sínu, þrátt fyrir breytta tíma og tækni net- væðingar, vilji menn ná til sem flestra í senn. Efni Fréttatímans er enn fremur að finna á netinu, www. frettatiminn. is, fyrir þá sem vilja fylgjast með efni blaðsins, en eiga þess ekki kost að lesa pappírsútgáfuna, hvort heldur er í dreif- býli eða utan landsteina. Undanfarin tvö ár hafa verið ævintýri. Fréttatíminn hefur á þessum árum skot- ið styrkum rótum. Fyrir góðar móttökur lesenda og auglýsenda þessi fyrstu tvö ár í lífi Fréttatímans er þakkað. Tveggja ára afmæli Fréttatímans Helgarblaðið sem sló í gegn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is ... og allir eins Hafnarfjörður er versti skólabær á Íslandi. Ragnar Þór Pétursson kennari tók skóla- yfirvöld í Hafnarfirði á beinið í hvössu bloggi þar sem hann útlistaði hvernig yfirborðskenndar og „gerræðislegar miðstýringarákvarðanir“ ógna skólalífi í Firðinum. Bófahasar Fyrst ætla ég nú að taka fram að þegar Jónas Kristjánsson kallar þingflokk Sjálf- stæðisflokksins bófaflokk, þá gef ég lítið fyrir það. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, var frekar ósátt við bloggskrif hins flugbeitta Jónasar Kristjánssonar þegar hún mætti í viðtal í útvarpsþættinum Harmaged- don á X-inu. Fjölskylduhjálp neytenda Þessi hallarbylting mistókst. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hélt virkinu á ársþingi samtakanna þegar Ásgerður Jóna Flosadóttir, kennd við Fjölskyldu- hjálp Íslands, og fleiri í föruneyti hennar sóttust eftir setu í stjórn samtakanna. Össur og Golíat Rífðu þennan múr niður, herra Netanyahu. Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra sagði Ísraelsmönnum til syndanna í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og krafðist þess að mannrétt- indi Palestínufólks yrðu virt. Hahahaha. Híhíhíhí! Þótt meiningin kunni að vera góð er dómgreindar- leysið við framsetningu á henni á þann veg að hlýtur að vekja undrun ef ekki aðhlátur forystu- manna annarra ríkja. Björn Bjarnason var ekki par hrifinn af ræðu Össurar Skarphéðins- sonar hjá Sameinuðu þjóðunum og virðist helst óttast að utanríkisráðherra hafi gert sig að fífli frammi fyrir heims- byggðinni. Sá flottasti Wow!!! Gunnar Nelson stórkostlegur. Dana White, forseti UFC, fylgdist með Gunnari Nelson pakka andstæðingi sín- um saman á þremur mínútum og þrjátíu og fjórum sekúndum og reyndi ekki að leyna hrifningu sinni á Facebook. MYND:8633 Nelson Fari þeir sem fara vilja... Ég er þeirrar skoðunar að andrúms- loftið í íslenskum stjórnmálum muni breytast til batnaðar við að Jóhanna Sigurðar- dóttir snýr sér að öðru en pólitíkinni. Megi henni vegna sem best! Björn Bjarnason stóð vaktina eins og herforingi í liðinni viku og kvaddi Jóhönnu Sigurðardóttur með virktum eftir að hún tilkynnti að þetta kjörtímabil yrði hennar síðasta.  Vikan sem Var „Ég vil þakka kærlega fyrir heiðurinn, ég stækkaði allavega um fimm sentímetra við þetta,“ segir Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra og hlær. Katrín snéri í vikunni aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Katrín segir það góða tilfinningu að vera komin til starfa. „Ég er að koma úr yndislegu orlofi og hlakka mikið til að taka þátt við mótun samfélagins á ný, fram undan eru spennandi tímar. Mér þykir einnig ómetanlegt að vita til þess að fólk geti stigið til hliðar úr ábyrgðarstöð- um, farið í orlof og notið samverustunda við börnin sín, sem er nauðsynlegt. Ég er mjög stolt af Íslandi fyrir að vera komið svona langt, þetta er ekki sjálfgefið annarsstaðar. Svona er Ísland í dag nú dásamlegt,“ segir Kartín. MaðuR vikunnaR Hlakka til að taka þátt í mótun samfélagsins 14 viðhorf Helgin 5.-7. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.