Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 22

Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 22
V ala Garðarsdóttir er fornleifafræð­ingur og hefur haft brennandi áhuga á Íslendingasögunum síðan í æsku. Í þáttunum Ferðarlok tengir hún þessi tvö hugðarefni sín saman og sér nú loks fram á að hugmynd hennar um aðgengilegan fróð­ leik um Íslendingasögurnar og fornleifar verði að veruleika. „Ég fékk hugmyndina að þessu og fannst þurfa að gera þetta efni svolítið aðgengilegra sjónrænt,“ segir Vala sem velti þessu lengi fyrir sér. „Ég byrjaði á þessu um svipað leyti og ég byrjaði í fornleifafræðinni. Ég var alltaf að hugsa um þetta. Ég hef lesið sögurnar oft og farið um söguslóðirnar og þar fer maður að rýna í tóftirnar og hugsa þetta lengra.“ Kristján Eldjárn fyrirmynd Vala segist horfa mikið til Kristjáns Eldjárns, sem var þjóðminjavörður áður en hann varð forseti Íslands. „Ég fæ mikið af hugmyndum frá Kristjáni Eldjárn og ég myndi segja að hann væri mér mjög sterk fyrirmynd. Ég er mjög hrifin af hugmyndafræði hans að reyna ekki endilega að sanna sögurnar heldur að blása aðeins meira lífi í þær. Ég er búin að skoða þetta í svolítið langan tíma. Bæði fornleifarnar og Íslendingasögur­ nar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Íslend­ ingasögunum yfir höfuð. Alveg frá því að ég var krakki. Þær eru samt meira tómstunda­ gaman hjá mér,“ segir Vala sem er fyrst og fremst fornleifafræðingur sem stendur við þá vík sem hún segir að sé á milli fræðanna og sagnanna. „Vissulega er vík á milli fornleifafræðinn­ ar og sagnanna sjálfra en það er gaman að velta þessari tengingu fyrir sér og reyna að festa á þessu hendur.“ Sannleikskornin í sögunum „Maður er kannski á gráu svæði sem fræðimaður ef maður er eitthvað að reyna að sanna að einhverjir ákveðnir atburðir í Íslendingasögunum hafi átt sér stað í raunveruleikanum. Þetta er meira gert til að vekja meiri áhuga á sögunum en auð­ vitað er mögulegt að ákveðnir atburðir hafi átt sér stað og einhver sannleikskorn geta leynst á bak við textann. Eða að einhverjir atburðir hafi kveikt ákveðna sögu. Það er dálítið gaman að rekja þetta líka út frá forn­ leifunum, út frá aldursgreiningum og land­ námi og landnámsstöðum sem rætt er um í Landnámu sjálfri. Ég held að það sé ekkert fjarri lagi og ég held það sé enginn að rengja Landnámu sem slíka.“ Vala bendir á að þegar sögur eru annars vegar sé viðbúið að þær séu kryddaðar. „Auðvitað bætir fólk í og einhvern veginn formast, þróast og breytast sögurnar í gegnum þessi hundrað eða tvö hundruð ár sem kannski líða á milli atburða þangað til þeir eru settir niður á skinn. Sannleikskornið er örugglega til staðar þótt ýkjurnar verði einhverjar eins og alltaf gerist með sögur.“ Silfur Egils og fall Gísla Í Ferðalokum er farið yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og tengsl þeirra við fornminjar sem enn fyrirfinnast ann­ að hvort úti í náttúrunni eða á söfnum. Lagt er upp með að sögumaður gangi á söguslóðir, segi frá viðfangsefni hvers þáttar, stikli á sögunni, ræði við fræði­ menn, sagnamenn, heimamenn og fleiri. Í þáttunum er því rýnt í sögu forfeðranna frá ýmsum sjónarhornum og stuðst við fornminjar, náttúruna og munnmælasögur sem gefa innsýn í fortíðina. „Við förum í gegnum ákveðna atburði en tökum ekki fyrir heilu sögurnar. Við skoðum ekki alla Njálu, Laxdælu eða Gísla sögu. Við tökum ákveðna atburði úr sögunum sem hægt er að tengja við forn­ gripi. Við tökum til dæmis silfur Egils úr Egils sögu, bardagann við Knafahóla úr Njálu, landnám Auðar djúpúðgu úr Landnámu og forsögu Laxdælu og fall Gísla Súrssonar í Gísla sögu.“ Vala segir valið mikið til ráðast af því sem er til áþreifanlegt úr fortíðinni. „Silfur Egils varð fyrir valinu vegna þess að það fund­ ust silfurpeningar í Kýrgili í Mosfellsdal og silfur peningar slegnir í Skotlandi. Það er al­ veg hægt að leika sér með þetta. Sama er að segja um bardagann úr Njálu en dys og fleira hefur fundist á sama stað og sagan á að hafa gerst. Maður er svolítið að leika sér að því að tengja saman fornleifar og sögu og þess vegna valdi ég þessa atburði til þess að leika mér með.“ Alltaf að grafa Leikin atriði úr Íslendingasögunum setja mikinn svip á þættina og Vala segist hafa fylgst náið með upptökum á þeim atriðum. „Já, já. Ég er alltaf með frá a til ö. Þótt þetta sé samstarfsverkefni þá vill maður náttúr­ lega vera til staðar þó ekki væri nema bara upp á faglega þáttinn og að fylgja þessu úr vör. Það er líka svo gaman að sjá þetta verða að veruleika og þessa frábæru leikara sem við eigum á Íslandi sýna hvað í þeim býr. Allt fólkið sem kom að framleiðslunni var frábært og ég held að það hafi nú komið mér mest á óvart hvað fólk getur aðlagast ýmsu.“ Enskur titill þáttanna er Journey´s End en hugmyndin er að reyna að selja þá til sýninga í nágrannalöndum Íslands. „Fram­ leiðendurnir eru að reyna að selja þetta til hinna Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands og Bretlands jafnvel. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þannig að það virðist vera mikill áhugi á Íslendingasögunum í þessum löndum.“ Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða þættina undir merkjum Vesturports. Björn Hlynur Haraldsson sá um leikstjórn í upphafi en Ragnar Hansson tók við keflinu þegar Björn fékk hlut­ verk í þáttunum The Borgias.Ríkis­ sjónvarpið sýnir þættina í lok ársins og Vala segist vera orðin mjög spennt og tilhlökkunin sé mikil enda langt um liðið síðan hún lagði upp í þennan leiðangur um fortíðina. Hún heldur samt að sjálfsögðu fullri einbeitingu í forn leifagrúskinu þar sem nóg er að gera. „Ég er búin að vera að grafa síðan í maí og verð að út október. Það er nú svona það sem ég geri venjulega, hitt er meira í hjáverkum.“ Heimur Íslendingasagnanna opnast með tengingu við fornminjar Sjón­ varps­ þættir nir Ferðalok fara yfir valda atburði úr Íslend­ inga sögunum og tengja þá við fornminjar og gripi sem enn eru til. Hugmyndin að þáttunum er komin frá Völu Garðars­ dóttur fornleifafræðingi sem skrifar handrit þeirra. Hún segir vík vera á milli Íslend inga sagnanna og fornleifafræðinnar en gaman sé að leika sér að tengingum þar á milli og gæða þannig sögur nar sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum árhundruðin lífi. Til stendur að sýna í Ríkissjón­ varpinu undir lok ársins. 22 viðtal Helgin 5.­7. október 2012 Ha rð pa rke t

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.