Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 26
Krabbameinsfélagið
Hlúum að lífinu
Örráðstefna
11. október kl. 16:30-18:00
í tilefni af alþjóðlegum degi líknar í
samstarfi Krabbameinsfélags Íslands,
Lífsins og Landspítala.
16:30-16:35 Ráðstefnan sett.
Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður
Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
16:35-16:45 Ráðgjafarþjónustan.
Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur
segir frá þjónustunni.
16:45-17:00 Getur lækning og líkn farið saman?
Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir
líknardeildar Landspítala.
17:00-17:15 Líknarmeðferð í lok langrar ævi.
Jón Eyjólfur Jónsson yfirlæknir bráða-
öldrunarlækningadeildar Landspítala.
17:15–17:30 Af eigin reynslu.
Ágústa Erna Hilmarsdóttir segir frá
reynslu sinni.
17:30-17:45 Fyrir hverja er líknarmeðferð?
Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur í
líknarteymi Landspítala.
17:45-18:00 Kaffi og spjall.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur
Fundarstjóri: Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari hjá Virk
starfsendurhæfingarsjóði
Krabbameinsfélagið, Skógarhlíð 8, Reykjavík, sími 540 1900, www.krabb.
likn theim er lifa.indd 1 10/4/2012 12:09:37 PM
Þ
að er mikið gildi í því að missa
vitið og finna það aftur,“ segir
Elín Ebba Ásmundsdóttir sem
rekur Hlutverkasetrið í Borgar-
túni 1 og hefur gert frá því „ein-
hvern tíma í hruninu,“ en áratugina þar á
undan starfaði hún innan geðbatterísins og
í hartnær þrjátíu ár var hún yfirmaður iðju-
þjálfunarinnar á geðdeild Landspítalans („á
endanum var ég sjálf orðin fársjúk“).
„Æi, þetta er orðin svo löng saga,“ byrjar
Elín, eða Ebba eins og hún er oft kölluð, að-
spurð um hvernig það hafi komið til að hún
hafi orðið iðjuþjálfari á geðdeild. „Ég fór út
til Noregs að læra þetta eftir að ég sat kynn-
ingarfund í Menntaskólanum við Hamrahlíð
um iðjuþjálfun. Ég hafði fengið styrk eða
einhverskonar lán til námsins frá Borgar-
spítalanum og þurfti að koma heim og vinna
á geðdeild spítalans til að þurfa ekki að
borga lánið til baka.“
Ebba hlær við tilhugsunina en hún flutti
mann með sér heim frá Noregi og í dag eiga
þau þrjá syni („við eignuðumst strákana
seint, eftir þrítugt, og fólk hélt að við gæt-
um ekki átt börn en við höfðum bara aldrei
reynt,“ segir hún stríðin). Maðurinn hennar
heitir Jón Kjell Seljeseth og Ebba spyr mig
hvort ég muni ekki eftir honum. „Þú ert svo
ungur. Nei, þú manst ekkert eftir Jón Kjell?
Já, hann var alltaf með klútinn. Manstu eftir
því? Ég hélt þú værir of ungur til að muna
það.“
Öryrkjum fjölgar
Í Hlutverkasetrið hennar Elínar kemur fólk
Að missa vitið
og finna það aftur
Í um þrátíu ár hefur Elín Ebba Ásmundsdóttir starfað innan geðbatterísins. Fyrir nokkrum árum,
eftir hartnær þrjá áratugi, sagði hún upp á geðdeild Landspítalans, gekk út og stofnaði Hlut-
verkasetur. Hún komst nefnilega að því að bati frá geðveiki hafði svo miklu meira að gera með
allt annað en geðlyf og geðlækna, eins yndislegir og þeir geta samt verið. Mikael Torfason kíkti í
heimsókn til Elínar Ebbu og ræddi við hana um lífið og geðveiki og margt annað.
Það er aldrei
dauð stund í
kringum Elínu
Ebbu Ás-
mundsdóttur
sem ákvað að
stökkva upp á
borð og halda
þrumuræðu
yfir mann-
skapnum eftir
að ljósmyndari
Fréttatímans
hafði verið að
vandræðast
með hvernig
mynd gæti
best lýst allri
ástríðunni sem
býr innra með
Elínu Ebbu.
Ljósmynd/Hari
sem hefur misst vinnuna eða önnur mikil-
væg hlutverk í lífinu. Þegar ég kom þarna
fyrst í síðustu viku eftir að hafa hitt Elínu
Ebbu einu sinni áður til að spyrja út í
starfsemina þá var í gangi starfsdagur. En
á hverjum föstudegi klukkan eitt er opið
hús og starfsemin kynnt. Á starfsdegi fá
gestir og gangandi líka að kynna sig og
hvaðan þau koma. Á einum slíkum fundi
sem ég sat kynntist ég fólki sem hafði
einangrast heima hjá sér vegna atvinnu-
leysis eða þunglyndis. Sumir voru þarna
frá útlöndum og Hlutverkasetur eina leið
þeirra inn í íslenskt samfélag.
„Ég var alin upp við það að það væri allt
í lagi að vera öðruvísi en sem samfélag þá
ýtum við alltof oft fólki sem sker sig úr til
hliðar,“ útskýrir Elín Ebba sem brennur
af ástríðu þegar hún talar um fólkið sem
kemur til hennar á hverjum degi. Þetta
eru um 50 manns á dag að meðaltali og
engin er neyddur í neitt. Fólk fær að taka
þátt í öllu sem boðið er upp á en það eru
allskonar námskeið en Elín og hennar
starfsfólk hjálpar fólki líka að finna sína
hillu.
En er fólki sem ekki passar inn að
fjölga?
„Jú, því er alltaf að fjölga. Við sjáum
það bara á fjölgun öryrkja á Íslandi og ég
kann engar einfaldar skýringar. Ég veit
hinsvegar að það er erfiðara og erfiðara að
vera ekki þessi meðalmanneskja sem við
miðum allt við,“ segir Elín og bendir á að
hér haldist markaðsöflin í hendur við fjöl-
Þau
sem ná
árangri
eru ekk-
ert að ná
árangr-
inum inni
á þessum
deildum
Framhald á næstu opnu
26 viðtal Helgin 5.-7. október 2012