Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 30

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 30
Svona þannig séð. Hún menntaði sig enn frekar og tók meistaragráðu í fræðunum í Bandaríkj- unum. Innan háskólasamfélagsins hefur hún alltaf náð að halda andliti en fundist flokkunar- kerfið undarlegt. Þar gengur mest allt út á að skrifa greinar fyrir fámennan hóp („greinar sem almenningur les ekki“) og láta klappa fyrir sér á ráðstefnum sem aðeins sérfræðingar sækja. „Þetta er mjög karllægt allt saman og sér- fræðingarnir vilja halda í dulúð og leyndarmál svo þekkingin sé þeirra,“ segir Ebba og segir þetta sérstaklega slæmt innan geðbatterísins þar sem alltof mikið er látið með vísindin á bak við geðsjúkdóma en það eru ekki til neinar alvöru vísindalegar sannanir í tengslum við orsök geðsjúkdóma. Þegar Elín Ebba útskýrir hvernig hún missti trúna kemur nafn Héðins Unnsteinssonar, sér- fræðings í stefnumótun í forsætisráðuneytinu, aftur og aftur upp. Héðinn réð Elínu til starfa hjá Geðrækt en markmiðið með því átaki öllu saman var að minnka fordómana og auka geð- heilbrigði þjóðarinnar. Um svipað leyti kynntist Elín manni í Noregi sem hafði einnig háleit- ar hugmyndir sem gengu út á að notendur þjónustu geðbatterísins gerðu úttekt á sjálfri þjónustunni. „Þegar geðsjúkir ná bata upplifa þeir oft að þeim séu allar dyr lokaðar vegna fordóma. Héðinn kom fordómalaus að þessu öllu saman og í stað þess að reyna bara að gleyma þessum hluta af lífi sínu þá ákvað hann að gera eitthvað í málinu. Við þurftum að svipta hulunni af geð- sjúkdómum á Íslandi. Það er geðveiki í hverri einustu fjölskyldu. Við skýrum það kannski öðrum nöfnum þegar við sópum sögunum undir teppi og segjum að þessi eða hinn hafi lesið yfir sig eða hvað við köllum það.“ Hverjir ná bata Ofan í þetta allt þá æxlast það þannig að Elín ákveður að læra eigindlega aðferðarfræði hjá Rannveigu Traustadóttur til að geta betur kom- ið í framkvæmd hugmyndinni um að notendur geti tekið út þjónustu geðheilbrigðisstofnana. Þar fær hún það verkefni að rannsaka hverjir það eru sem náð hafa bata frá geðveiki. Venju- lega eru slíkar rannsóknir tengdar samanburði á lyfjum eða læknisaðferðum. Svo einhver stétt eða eitthvert lyf geti eignað sér heiðurinn af batanum. Elín komst hinsvegar að því að oft hafa geðlyf eða geðlækningar lítið sem ekk- ert að gera í þessu kerfi? Litla sæta Ebba, Pollýannan sem dansaði í kjallaranum á Land- spítalanum, hafði látið blekkjast. Kerfið okkar var ekki að virka. Margt sem ég trúði á hafði lítil áhrif. Batinn gekk oft út á það hvernig samfélag viðkomandi býr við. Hvort honum eða henni séu gefin tækifæri, hvort við höfum trú á viðkomandi og jafnvel bara hvernig nágranna þú átt. Allt þetta skipti máli og oft meira máli en geðlyf og geðlækningar,“ segir Elín Ebba og það er ekki laust við að maður komist við þegar hún segir frá því hvernig hún hafði sett allt geðheilbrigðisbatteríið upp á stall. „Þau sem ná árangri eru ekkert að ná árangrinum inni á þessum deildum. Þau ná honum á vinnustöðum, með fjölskyldu og vin- um. Auðvitað hjálpa lyf stundum en ekki nærri eins mikið og við höldum,“ heldur Elín áfram og finnst kannski hvað mest erfitt að segja frá því að þegar hún fór að reyna að koma þessum upplýsingum á framfæri rakst hún allstaðar á veggi. Elín viðurkennir samt að margt hafi breyst til batnaðar. Hún er þakklát fyrir það traust sem stjórnmálamenn sýna henni með því að styrkja Hlutverkasetur. Hún saknar ekki Landspítal- ans og þó, þar ólst hún upp („þarna eru mínir bestu vinir og samstarfsfólk“). Þessi stofnun og fólkið sem þar vinnur var henni sem önnur fjölskylda. „Kannski varð ég bara fullorðin og fór að heiman. Ég er mjög ánægð með það. Hér í Hlutverkasetri fæ ég að gera það sem ég hefði aldrei fangið að gera á Landspítalanum,“ segir Elín Ebba. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 12 -1 86 7 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Póstappið er stysta leiðin að margvíslegri þjónustu Póstsins. Þú getur fundið pósthús og póstkassa, keypt SMS frímerki og fylgst með sendingum. Ef þú þarft frekari þjónustu gefur Póstappið þér beint samband við þjónustuver. HAFÐU PÓSTINN Í HENDI ÞÉR! www.postur.is Fyrir Android og iPhone Einangraðist heima hjá sér Þórunn Ágústsdóttir mætir á hverjum degi klukkan 9 í Hlut- verkasetur og hefur gert í rúmt ár. Hún býr í Kópavogi og er fegin að vera loksins innan um fólk. Hún hefur átt við andleg veikindi að stríða en fyrir tveimur árum hætti hún að drekka og síðan hefur gengið betur. Heima bíða fjögur börn, sextán, þrettán, ellefu og tveggja. Þórunn er í sambúð og á sér þann draum að eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn. Magnús Ragnar Magnússon. Þórunn Ágústsdóttir. Hafði lokað sig af í þunglyndi Magnús Ragnar Magnússon kom fyrst í Hlutverkasetur fyrir þremur mánuðum. Honum líkar starfsemin mjög vel en bróðir hans dró hann á staðinn því Magnús hafði lokað sig af í þunglyndi. Draumur Magnúsar er að ná bata frá þunglynd- inu og að ná að pluma sig aftur í þjóðfélaginu. Hann hefur verið þunglyndur frá því árið 2001 og í Hlutverkasetri leitar hann að nýju hlutverki í samfélaginu. 30 viðtal Helgin 5.-7. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.