Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 35

Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 35
viðtal 35 Helgin 5.-7. október 2012 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Hann fékk auðvit­ að sitt pasta fyrir leiki og allt það en hann getur alveg soðið það sjálfur. Ragna Lóa elti mann sinn, Hermann Hreiðarson, út til Englands og var svokölluð „footballers wife“ í fjórtán ár. Nú eru þau bæði komin heim og hún þjálfar Fylki og hann ÍBV. komst áfram af dugnaði og eljusemi. Hausinn er náttúrlega í toppstandi á þessum manni og það hefur alltaf vantað alla stæla í hann. Svo hefur hann æft meira en allir aðrir og slíkt skilar sér alltaf,“ segir Ragna Lóa og aðspurð um hvort heim- ilið hafi ekki snúist í kringum hann á leikdögum þá segir hún að Hemmi sé ekki þannig týpa. „Hann fékk auðvitað sitt pasta fyrir leiki og allt það en hann getur alveg soðið það sjálfur.“ Þau hjónin eru alþekktir stuð- pinnar og bæði orkumiklir töff- arar. Þannig kann Ragna Lóa margar sögur af þeim og eina af því þegar hún var að þjálfa stelpurnar í KR og Hemmi að spila með Crystal Palace. Þetta var skömmu áður en Ragna Lóa flutti út á eftir honum og það æxlaðist þannig eina helgina að allt liðið hennar ákvað að fara í ferð til að kíkja á Hermann Hreiðarsson og nýja liðið hans. Hemmi gerði sér lítið fyrir og „spurði ekki, heldur skipaði hann eiganda Crystal Palace að bjóða konunni sinni út að borða því hann þyrfti að nota húsið til að halda partí fyrir íslenskar fótboltastelpur. Eigandanum þótti þetta svo óforskammað og fyndið að hann gat ekki annað en látið þetta eftir nýja leik- manninum sínum, unga ofur- huganum frá Íslandi.“ En hvar sérðu þig eftir tíu ár? „Ég ætla rétt að vona að ég verði enn að þjálfa og kannski verða stelpurnar mínar að spila með Fylki og orðnar íslenskar fótboltastelpur. En auðvitað væri algjör draumur að við Hemmi værum bæði lands- liðsjálfarar eftir tíu ár,“ segir Ragna Lóa. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.