Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 39
Vaxandi vímuefnavandi heldri borgara Hópurinn Á samráðsfundi SÁÁ með ráðherra og starfsfólki velferðarráðuneytisins 12. apríl þessa árs var rædd tillaga SÁÁ um sérstakan samning ráðu- neytisins við SÁÁ um áfengismeð- ferð fyrir aldraða og/eða vegna rangrar notkunar lyfja. SÁÁ hefur yfir að ráða fjármagni sem samtökin eru reiðubúin til að nýta til bygg- ingar nýrrar deildar við Vog fyrir aldraða áfengissjúka ef hægt verður að tryggja reksturinn. Ráðherra óskaði eftir því að málið yrði skoðað nánar með SÁÁ og ýmsum sérfræð- ingum innan og utan ráðuneytis, skilgreina þurfi markhópinn og meta þörf fyrir meðferð og kostnað vegna hennar. Lára Björnsdóttur leiddi þá vinnu fyrir hönd ráðuneytisins en aðrir í hópnum voru: Gunnar Smári Egilsson frá SÁÁ, Ragnheiður Halldórsdóttir frá öldrunarlækninga- deild LSH, Berglind Magnúsdóttir frá Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, Bryndís Þorvaldsdóttir og Margrét Björk Svavarsdóttir. Ef gengið er út frá því að 10 prósent þeirra sem hafa fengið greiningu sem vímuefna-sjúkir þurfi árlega að leggjast inn á Vog til viðbótar við þá sem koma í fyrsta skipti má reikna með að um 269 manns á aldrinum 67-80 ára þurfi á þjónustu Vogs að halda árlega. Ef miðað er við núverandi aðgengi að þjónustu og fjölgun ein- staklinga í þessum aldursflokki þurfa 417 á þessari þjónustu að halda eftir tíu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði sem Lára Björns- dóttir sendi Guðbjarti Hannessyni, ráðherra í velferðarráðuneytinu, fyrir hönd samráðshóps sérfræðinga 25. ágúst. Enn er beðið viðbragða ráðherra við áætlun sem samstarfs- hópurinn hefur sett fram en sam- dóma álit þeirra sem hann skipa er að brýn þörf sé á sérstöku meðferðarúr- ræði fyrir aldraða í áfengisvanda og/ eða vanda vegna rangrar notkunar lyfja. Hópnum var falið að skoða til- lögu SÁÁ, en samtökin eru reiðubúin að leggja fram fé til byggingar nýrrar deildar við Vog, sérstaklega fyrir aldraða, ef tryggja má reksturinn. Á þriðja þúsund greindir aldraðir alkóhólistar Vandinn er erfiður viðureignar; að hluta til vegna fordóma og þekkingar- leysis. Lítill hvati er meðal fagstétta að greina vandann og skrá ef slíkt leiðir ekki til viðeigandi úrlausna við vanda sem er alvarlegur og fer vaxandi. Þetta er mat hópsins. Oft er horft framhjá áfengissýki hjá öldr- uðum og afleiðingum hennar – þær skrifaðar á almenna hrörnun eða elli- glöp. Ástæður þess að vandinn mun aukast er aukið langlífi, þær kyn- slóðir sem nú eru að eldast hafa neytt áfengis og vímuefna í mun meira mæli en fyrri kynslóðir auk þess að lyfjanotkun hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum og áratugum. Hópurinn aflaði sér margvíslegra athyglisverðra upplýsinga. Til dæmis:  Um 14 prósent karla og 6 prósent kvenna hafa lagst inn á Vog einu sinni eða oftar fyrir eftir- launaaldur  Um 1 prósent karla og 0,8 prósent kvenna leggjast inn á Vog í fyrsta sinn á aldrinum 67-69 ára  Um 0,5 prósent karla og 0,4 prósent kvenna leggj- ast inn á Vog í fyrsta sinn á aldrinum 70-79 ára Gera má ráð fyrir því að 2.420 manns á aldrinum 67-80 ára hafi fengið greiningu sem áfengis- og vímuefnasjúklingar. Þar af eru um 25 nýliðar, það eru þeir sem ekki höfðu fengið slíka greiningu fyrir 67 ára aldur. Vimulaust ævikvöld Samkvæmt minnisblaðinu er Sjúkrahúsið Vogur heppilegur staður fyrir úrræði sem henta öldruðum. Meðferð á Vogi tekur 10 daga en reynsla undan- farinna ára hefur verið sú að aldraðir dvelja lengur á Vogi en þeir sem yngri eru, annars vegar vegna þess að þeir eru lengur að ná sér líkamlega og hins vegar vegna þess að þeir þurfa lengri tíma til að meðtaka prógrammið. Því má gera ráð fyrir 7-11 plássum á Vogi fyrir þennan aldurshóp. Vegna sérstöðu hópsins þarf að þróa sérstaka stuðningsþjónustu til að byggja undir bata sjúkling- anna og forða þeim frá einangrun og falli. Sam- ráðshópurinn telur réttast að SÁÁ verði leiðandi í vitundarvakningu um „vímulaust ævikvöld“ en í nánu samstarfi við stjórnvöld. Samtökin eru reiðubúin til að byggja upp stuðningsþjónustu við aldraða áfengis- sjúka að meðferð lokinni í samvinnu við sveitar- félögin. Ónefndur velunnari Eins og áður sagði er SÁÁ reiðubúið að leggja til fjár- magn takist að tryggja reksturinn. Áætlaður bygg- ingarkostnaður sex herbergja álmu við Vog fyrir 9-12 sjúklinga, sameiginlegt rými til meðferðar, funda og viðtala er um 105 milljónir króna. Auk þess er gert ráð fyrir stækkun og endurbótum á Vogi samkvæmt byggingaráætlun fyrir um 25 milljónir króna. Alls mun SÁÁ því leggja 130 milljónir króna til verksins sem að hluta til verður fjármagnað með sérstöku gjafafé frá ónefndum velunnara samtakanna, sé vísað til minnisblaðsins. Á síðasta ári kostaði hver legudagur á Vogi 22.565 krónur. Umönnunarkostnaður á hvern aldraðan sjúkling er hærri en almennra sjúklinga á Vogi en gera má ráð fyrir að á móti vegi hagræðing af því að öldrunardeildin verði viðbót við aðra starfsemi Vogs. Ef miðað er við að sama kostnað á legudag og 83,3 prósenta nýtingu (að meðaltali 10 inniliggjandi sjúklingar) er árlegur rekstrarkostnaður deildarinnar um 82.360.000 milljónir króna. Þetta hlýtur að teljast raunhæfur kostur fyrir ríkissjóð en gera má ráð fyrir miklum afleiddum sparnaði í velferðarútgjöldum fyrir hvern aldraðan einstakling sem nær tökum á áfengis- sýki sinni. Áætla má að kostnaður við almenna vitundarvakningu, uppbyggingu samstarfs við aðrar stofnanir, fræðslu og námskeið fyrir fagstéttir svo og uppbyggingu stuðningsúrræða og eftirfylgni með- ferðar sé um 6-8 milljónir króna árlega. - jbg Betra líf Starfsemi SÁÁ í 35 ár, sem eru um 12.000 dagar, hefur þannig skil- að einum heilbrigðum og virkum einstaklingi út í þjóðfélagið á hverjum einasta degi. Íslenskt samfélag hefur ekki ráðist í margar betri fjárfestingar en starfsemi SÁÁ undan- farin 35 ár. 12.000 heilbrigðir einstaklingar út í samfélagið er ekki eini mælikvarðinn. Meðferð þeirra sem ekki hafa enn náð langtímabata með núverandi úrræðum skilar líka miklum árangri. Hver einasta meðferð bætir hag sjúklingsins og fjölskyldu hans, eykur lífs- líkur og lífsgæði. Brýnasta verkefnið nú er að bæta eftirfylgni við þennan hóp og þá 900 einstaklinga sem ekki fá viðunandi heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning við núverandi aðstæður. Það eru til fjölmargar erlendar rannsóknir á arðsemi fjárfestinga í baráttu við áfengis- og vímuefni. Allar sýna þær fram á að meðferð er arðbærasta fjárfest- ingin, mun arðbærari en allar lögregluaðgerðir og forvarnarherferðir. Fyrir hverja krónu sem sett er í meðferð við þessum sjúkdómi koma rúmlega sjö krónur til baka til samfélagsins, sam- kvæmt þessum rann- sóknum. Þar af skila rúmlega tvær krónur sér til baka á fyrsta árinu. Meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga skilar alveg ótrúlegum arði, hvort sem það er mælt í peningum eða í betra lífi. -pg Á fimmta hundrað eldri Borgara þurfa Á Vog eftir tíu Ár. aldraðir eiga í Verulegum Vanda Vegna Áfengisfíknar eða Vegna rangrar notkunar lyfja. sÁ Vandi stigmagnast. Álit samstarfshóps sérfræðinga er samdóma: Brýn þörf er Á sérstöku meðferðarúrræði fyrir aldraða. raunhæf Áætlun liggur fyrir og Beðið er ViðBragða guðBjarts hannessonar VelferðarrÁðherra. Fyrirsjáanlegur er vaxandi og víðtækur vandi alkóhólista í hópi eldri borgara. Sá vandi verður illviðráðanlegur nema brugðist verði við. Þetta er samkvæmt minnisblaði sem sent hefur verið ráðherra – reikna má með að vel á 3. hundrað þurfi á þjónustu Vogs að halda árlega. 3 2012 OKTÓBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.