Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 50

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 50
Eftirtaldir aðilar styðja SÁÁ einhver annar vandi en sjúkdómurinn. Þetta er í raun stjörnugalið viðhorf; að þeir sem deyja úr sjúkdómum séu í raun síst haldnir þeim. En við skulum ekki vera hissa yfir því að þessi viðhorf séu útbreidd í sam- félaginu. Það er ekki svo langt síðan að geðveikir, þroskaheftir, flogaveikir og aðrir sjúklingahópar voru ekki hluti af hinu almenna heilbrigðis- eða vel- ferðarkerfi. Við alkóhólistarnir vorum í þessum hópi. Það var litið á þetta fólk sem sjúkdómseinkenni á samfélaginu; ekki að sjúkdómar héldu því niðri og öftruðu því að njóta hamingju og heilsu. Þess vegna var þetta fólk ein- angrað, fordæmt og útskúfað. Og það er ekkert svo langt síðan að við fórum að bjarga þessum sjúklingahópum í hús; aðeins fáeinir áratugir. Nú er að- eins einn hópur enn á götunum; langt leiddir alkóhólistar. Það er kominn tími til að bjarga þessum síðasta sjúklinga- hópi í hús.” Okkur ber að auka batalíkur Þá er það stóra spurningin: Og hvernig björgum við þessum hópi? „Með því að þróa úrræði sem henta hverjum hópi. Tökum dæmi. Fyrir nokkrum árum höfðu sprautufíklar sem notuðu amfetamín eða rítalín minni batalíkur en aðrir. Þessir sjúk- lingar gátu staðið sig vel í meðferð en síðan féllu þeir aftur í neyslu stuttu eft- ir að þeir útskrifuðust. Ástæðan kom í ljós þegar niðurstöður rannsókna birtust sem sýndu að heilinn í þessum sjúklingum var lengur að jafna sig eft- ir neysluna en heili þeirra sem voru í annarri neyslu. Þegar SÁÁ þróaði sam- bland af búsetuúrræði og langtíma end- urhæfingu fyrir þessa sjúklinga kom í ljós að þeir sem luku meðferðinni náðu engu síður bata en áfengis- og vímuefnasjúklingar almennt. Ef með- ferðin var byggð á nýjustu þekkingu á sérstöðu þessara hópa þá margfaldast batalíkurnar. Sjúklingarnir eru í lagi en það er meðferðin sem er gölluð. Með því að sérsníða úrræði að ný- búum með veika tengingu inn í samfé- lagið, föngum sem eru mjög félagslega skaðaðir eða fólki sem er með geðrask- anir auk áfengis- og vímuefnasýki; má stórbæta batalíkur þessa fólks. Og auð- vitað ber okkur að gera það. Það getur líka verið rangt að beita á sjúklinga viðmiðunum sem henta þeim ekki. Tökum dæmi af langt leiddum áfengissjúklingum sem hafa skaðast mjög á neyslunni; svo mjög að varan- legur bati er ef til vill ólíklegur. Sumt af því fólki sem er svona langt leitt getur náð varanlegum bata, en alls ekki allir. En það er ekki þar með sagt að við eig- um að hætta að sinna þessum sjúkling- um. Það má stórauka lífsgæði þessa fólks með því að ná því út úr sjúkdóms- ástandinu í nokkrar vikur eða mánuði. Það má vel vera, og er ef til vill líklegra en ekki, að það fari aftur út í neyslu; en í raun skiptir það ekki meginmáli. Ef fólkinu tekst að halda sér í góðu ástandi 200, 250 eða 300 daga á ári eykur það lífsgæði þess stórkostlega; hugsanlega hlutfallslega meira en gerist þegar minna veikt fólk hættir alveg neyslu. Við verðum að átta okkur á að þetta fólk er alvarlega veikt. Það þjáist af lífshættulegum sjúkdómi sem geng- ur mjög nærri því og skerðir lífsgæði þess mikið. Ef okkur tækist að ná alz- heimer-sjúklingum út úr sjúkdóms- ástandi sínu góðan hluta ársins mynd- um við örugglega gera það. Það bendir því til alvarlegra fordóma að ekki skuli litið með sama hætti á möguleika langt leiddra áfengissjúklinga til að bæta lífs- gæði sín. Það er kominn tími til að við látum af þessum fordómum. Þeir skaða mik- ið þá sem verða fyrir þeim; en skaða líka þá sem bera þá. Það er aumt líf að ganga um fullur fordóma; það er lítil reisn yfir því.“ Sjúklingar verið auðlind fyrir ríkissjóð SÁÁ vill þá bæta þjónustu við verst settu alkóhólistana, spyr ég frekar en að segja ekki neitt? „Já. SÁÁ eru samtök áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra. Það er hlutverk samtakanna að berjast fyrir réttindum og hags- munum þessa sjúklingahóps og þessa minnihlutahóps. Við viljum leggja fram raunhæfa lausn um hvernig bæta megi stöðu þessa hóps. Þegar áfengisbannið var af létt í kreppunni miklu, hér heima og víðar á Vesturlöndum, var ein röksemdin sú að ríkisvaldið þyrfti á skatttekjunum að halda. Þess vegna var settur á áfengis- skattur. Síðan eru liðin meira en 75 ár. Í millitíðinni höfum við lært margt um alkóhólisma og það er einfaldlega ekki réttlætanlegt lengur að skattleggja neyslu fárveiks fólks en neita því síð- an um eðlilega meðferð og umönnun þegar neyslan hefur dregið úr því allan þrótt. Við verðum að leggja af þetta öm- urlega fyrirkomulag þar sem litið er á sjúklingana sem auðlind fyrir ríkissjóð. Okkur ber að veita áfengis- og vímu- efnasjúklingum þá bestu aðstoð sem við ráðum við. Og í tilfelli þessa sjúk- lingahóps getum við ekki sagt að fjár- munina skorti; því þessi hópur leggur þá sjálfur til. Og ekki bara sjúklingarnir sjálfir. Því áfengisgjaldið er ekki aðeins tek- ið af veikasta fólkinu heldur líka fá- tækustu fjölskyldunum; fjölskyldum sem hafa verið veiktar af óhófsneyslu; stundum kynslóð fram af kynslóð. Og í þessum fjölskyldum eru börn sem þjást vegna ofneyslu og veikinda for- eldra sinna. Þessi börn búa við þungt álag sem skerðir lífsgæði þeirra; ger- ir þau útsettari fyrir að þróa með sér áfengis- og vímuefnasýki en líka aðra geðsjúkdóma, líkamlega sjúkdóma og félagslega erfiðleika. Okkur ber ekki síður að nota áfengis- gjaldið til að bæta stöðu þessara barna. Þau eiga rétt á viðurkenningu á þeim vanda sem þau eru í, þau eiga rétt á að úrræði séu þróuð til að verja heilsu þeirra og bæta lífsgæði og þau eiga rétt á að samfélagið gangist við ábyrgð sinni gagnvart þessum börnum. Eng- in börn eiga að þola mismunun vegna veikinda foreldra sinna. Það þarf því ekki aðeins að bæta við búsetuúrræðum og endurhæfingu fyrir veikasta fólkið, auka eftirfylgni við meginþorra þeirra alkóhólista sem koma úr meðferð heldur líka að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur áfengis- og vímuefnasjúklinga og ekki síst börnin í þessum fjölskyldum.“ Raunhæf lausn í nafni mannúðar Gallinn er að þessi úrræði heyra flest undir skyldur sveitarfélagana og þau eru of mörg og smá til að geta risið und- ir þeim. „Svo eru þau því miður mörg hver á hausnum. Það er því engin leið til að þessir hópar; um 900 af veikustu sjúklingunum, um 10 þúsund áfeng- is- og vímuefnasjúklingar sem ekki hafa enn náð bata og um 5000 til 7000 börn sem búa við mikið álag á heim- ilum sínum vegna óhófsneylsu; það er engin leið að sveitarfélögin geti byggt upp þjónustu fyrir þessa hópa á næstu árum eða áratugum. Þess vegna leggjum við til þessa lausn. Hún kann að virðast róttæk eða frumleg; en hún er þó fyrst og fremst einföld og skynsöm; byggð á raun- sönnu mati á ástandinu og raunhæfum lausnum sem geta fært þúsundum af fólki stórbætt lífsgæði, heilsu og betra líf. Og SÁÁ leggur ekki fram þessa til- lögu svo að SÁÁ fái aukna fjármuni. Krafan er lögð fram í nafni sjúklinga- hópsins. Við gerum ráð fyrir að þessi úrræði verði boðin út og að hver sem er geti tekið þau að sér, svo framarlega sem sá aðili uppfylli kröfur útboðsins um faglega getu. Mér þætti vænt um að það kæmi skýrt fram; þetta er ekki fjár- öflun fyrir SÁÁ. Þetta snýst um sam- félagslegt réttlæti og mannúð.” Gunnar Smári stendur upp og horfir á mig. „Er þetta þá komið?” spyr hann til málamynda. Já, það held ég. Og svo er hann rok- inn. Ég geng frá blokkinni minni og reyni að rifja upp í hvaða átt útidyrnar eru. Aðalfagmenn ehf ASK Arkitektar ehf Á Guðmundsson ehf Árbæjarapótek ehf Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf Bílklæðningar hf Bliki bílamálun / réttingar ehf Bókhaldsstofan ehf Danica sjávarafurðir ehf DGJ Málningarþjónusta ehf DMM Lausnir ehf Efling stéttarfélag Eldstó ehf Eyrir fjárfestingafélag ehf Faxaflóahafnir sf Fiskmark ehf Fiskmarkaður Bolungarv. og Suðureyrar ehf Garðabær Grís og flex ehf Guðjón Gíslason ehf Gufuhlíð ehf Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Héðinn Schindler lyftur hf Héraðsbókasafn Rangæinga Hjálpræðisherinn Kamski - Hótel Framnes Kompan ehf Miðlarinn ehf Múr og menn ehf Nýi ökuskólinn ehf Purity Herbs snyrtivörur ehf Rafsvið sf Samhentir - umbúðalausnir ehf Samherji hf Sjómannafélag Ólafsfjarðar Skógrækt ríkisins Sólskógar ehf Sportbarinn Söðulsholt ehf Söluturninn Smári TBLSHOP Ísland ehf Umbúðamiðlun ehf Vaki fiskeldiskerfi hf VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir Veitingastaðurinn Fljótið ehf Verksýn ehf Vernd - fangahjálp Verslunarmannafélag Suðurnesja Vinnslustöðin hf Víkurbraut 62 Vísir hf Batablómin hennar Maríu Málverkasýning Maríu Loftsdóttur; Batablómin ykkar, sem sagt var af í síðasta tölublaði Edrú, verður haldin um þessa helgi. Þegar María sýndi verk sín til styrktar SÁÁ fyrir tveimur árum, alls 400 myndir, seldust þær upp yfir helgi – milljón krónur söfnuðust sem runnu allar í styrktar- sjóð SÁÁ. María, sem hefur starfað sem sjúkraliði á Vogi í tuttugu ár en stundað list sína í þrjátíu ár, segir að verkin séu máluð af tilfinningu og þeim sé ætlað að gefa fólki eitthvað. „Ég er að gefa svo mikið í þessar myndir. Stundum hefur fólk gefið okkur á Vogi blóm og þetta eru mynd- ir af þeim.“ Einungis er um 35 vatnslitamyndir að ræða og sýningin verður að- eins uppi í einn dag. Því vert fyrir áhugasama að vera á tánum. María Loftsdóttir málar vatnslita- myndir sem byggja á blómum sem borist hafa á Vog. Mynd: Hari. 14 OKTÓBER 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.