Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Page 51

Fréttatíminn - 05.10.2012, Page 51
Með nýrri jafnréttisáætlun vill SÁÁ leggja áherslu á að jafnræði ríki milli kynja en þar segir meðal annars: „Það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningar þegar umsækjendur eru jafnhæfir.“ Ofboðslegir jafnræðis- og jafnréttismenn SÁÁ hefur Sett Sér nýja jafnréttiSÁætlun. er það í Ágætu Samræmi við enn aukna ÁherSlu Samtakanna Á vanda kvenna Sem eiga við fíkniSjúkdóma að Stríða og til dæmiS nýStofnað kvenfélag innan SÁÁ er til markS um; Sem hefur að markmiði að Stuðla að jafnrétti og auknum meðferðarúrræðum fyrir konur. til þeSS ber þó að líta að jafnrétti hefur verið í Ágætu lagi innan Samtakanna. Áætlunin er svipuð og hjá öðrum stofnunum þar sem lögin kveða á um innihaldið að stórum hluta. Hjá SÁÁ hefur alltaf verið launajafnrétti milli kynja, þá meina ég sömu laun fyrir sömu vinnu. Sem dæmi að í ráðgjafahópnum, sem er fjölmennasta starfsstéttin okkar, er hlutfall kvenna um 40 prósent sem endur- speglast líka í dag- skrárstjórahópnum – 3/7 eru konur,“ segir Ásgerður Th. Björns- dóttir, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs SÁÁ, um nýja jafnrétt- isáætlun. „Þá er gaman að segja frá því að í stéttum sem hafa kerfislægt kynjahlut- fall, eins og hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar, að 13 pró- sent af starfshópnum eru karlar. Þá hefur í langan tíma verið leitað eftir því að kon- ur tækju sæti í stjórn SÁÁ og á síðasta aðal- fundi tókst sérstak- lega vel til og margar ungar konur gáfu kost á sér. Í dag er tæplega helmingur af stjórnar- mönnum SÁÁ konur,“ segir Ásgerður. Um leið og Þórar- inn Tyrfingsson, yfir- læknir á sjúkrahúsinu Vogi, fagnar nýrri jafnréttisáætlun telur hann ekki að hún sem slík þurfi að taka tillit til sérþættari atriða en gengur og gerist. „Við stöndum betur að vígi en margar aðrar stofnanir. Í umönn- unarstörfum á borð við þau sem við erum að vinna, hafa konur verið í meirihluta. Að því leyti til stöndum við vel að vígi.“ Þórarinn segir að hafa verði í huga að það var karlahópur sem fór fremst í stofn- un samtakanna. „Þau eru ekki mörg dæmi um að kallar hafi tekið sig saman og orðið baráttuhreyfing Jafnréttisáætlun Markmið áætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla hjá SÁÁ og jöfnum möguleikum kynjanna til að nýta sér allan rétt sem kveðið er á um í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögð er áhersla á að yfirmenn hafi frum­ kvæði til aðgerða sem hafa ofangreind markmið að leiðarljósi, gæti kynja­ samþættingar við alla stefnumótun og áætlanagerð og leiti eftir samvinnu og samábyrgð allra starfsmanna. Hverjum starfsmanni ber að stuðla að því að jafn­ réttisáætlunin sé haldin, m.a. með því að koma fram við samstarfsmenn, starfsum­ sækjendur og viðskiptavini af réttsýni og óhlutdrægni. 1. Framkvæmd og umfang 1.1 Um áætlunina Áætlun þessi tekur annars vegar til stjórn­ unar stofnunarinnar og starfsmanna og hins vegar til þjónustu sem stofnunin veitir viðskiptavinum sínum. 1.2 Jafnréttisnefnd. Skipa skal jafnréttisnefnd til tveggja ára í senn. Hlutverk hennar er að fylgjast með lögum og reglum stjórnvalda varðandi jafna stöðu kynjanna, fylgja eftir jafnrétt­ isáætlun stofnunarinnar, kynna hana og endurskoða eftir þörfum. 1.3 Nefndir og ráð. Við skipan í nefndir og ráð á vegum stofnunarinnar skal leitast við að hafa hlut­ fall kynja sem jafnast. 2. Starfsmannastefna, starfsað- stæður og kjör 2.1 Auglýsingar og ráðningar Í auglýsingum um starf skal koma fram hvatning til þess kyns sem er þá í minni­ hluta í starfsgreininni eða hvatning um að konur jafnt sem karlar sæki um starfið. Þegar ráðið er í stjórnunarstöðu skal þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsingar. Við tilfærslur í störfum eða tímabundnar afleysingar skal einnig gætt sérstaklega að jöfnum rétti kynjanna. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður. Það kynið sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningar þegar umsækjendur eru jafnhæfir. 2.2 Starfsaðstæður og kjör Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Gæta skal þess að konur og karlar njóti að öllu leyti sambærilegra kjara og starfsaðstæðna og er í því sam­ bandi vísað til laga nr. 10/2008. Það telst þó ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar, barnsburðar og umönnunar ungbarna. 2.3 Launamál Við ákvörðun og launa og fríðinda skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað, sbr. 25. grein laga nr. 10/2008. Í því sam­ bandi skal leitast sérstaklega við að meta jafnt starfssvið, reynslu og menntun karla og kvenna. 2.4 Vinnutími Starfsfólk SÁÁ skal eiga kost á sveigjan­ legum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu vinnutíma, þar sem því verður við komið Þannig skal starfsfólki auðveldað að samræma fjölskylduábyrgð starfi. Konum og körlum skal einnig gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið til að sinna fjölskylduábyrgð, eins og umönnun barna og sjúkra fjölskyldumeð­ lima. 2.5 Endurmenntun Tryggt verði að bæði kynin eigi sama rétt til endurmenntunar og starfsþjálfunar svo og til að sækja námskeið til að auka hæfni í starfi. 2.6 Vinnuaðstæður Tryggt verði að vinnuaðstæður henti báðum kynjum. 2.7 Misbeiting Telji starfsmaður sé misboðið eða á sér brotið á grundvelli kynferðis skal honum tryggður vettvangur til að koma kvörtun sinni á framfæri. 3. Fræðsla og ráðgjöf 3.1 Fræðsla Fræðsla um jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna skal vera virkur þáttur í öllu starfi innan SÁÁ. 3.2 Hvatning, jákvæðni, samkennd SÁÁ skal vinna að því að jafna stöðu kynjanna og veita starfsmönnum af báðum kynjum hvatningu til að rækta sín séreinkenni, jákvæð samskipti kynjanna og samkennd. 3.3 Ráðgjöf Einstaklingum, starfsmönnum og stjórn­ endum, skal standa til boða ráðgjöf í jafnréttismálum. Þetta á bæði við um störf þeirra og starfsaðstæður, s.s. kjör og samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni, valdbeitingu og önnur þau mál sem snúa að jafnrétti og samskiptum kynjanna á vinnustað. Kvenfélagið fagnar nýrri jafnréttisáætlun Félagar hins nýstofnaða kvenfélags SÁÁ fagna nýrri jafnréttisáætlun innilega og telja hana mikil- vægan lið í að skjóta stoðum undir sitt félag en mark- mið félagsins eru að vera velunnari SÁÁ; stuðla að og styðja við starf að jafnréttis- málum innan SÁÁ, stofna til umræðu um konur, fíkn og ofbeldi og huga að sérstök- um meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi við stofnanir, samtök og aðra fagaðila sem fást við ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Þó margir vilji meina að jafnréttismál hafi verið í ágætu horfi innan samtak- anna er að mörgu að hyggja í þessum efnum, atriðum sem ekki liggja í augum uppi. Konur dæma sig harðar en karlar Guðrún Kristjánsdóttir var fundarstjóri á stofnfundinum og hún segist til dæmis hugsi yfir því að konur séu einung- is einn þriðji þeirra sem skila sér í meðferð á Vog: „Því ég er þess fullviss að þær eru helmingur þeirra sem eiga við vímuefnavanda að stríða,“ segir Guðrún. Hún segir að jafnvel þó konur hafi farið í auknum mæli að drekka fyrir framan gluggatjöldin í seinni tíð, virðist vímuefnaneysla kvenna meira falin ennþá og Guðrún Kristjánsdóttir segir nauð­ synlegt að beina sjónum að vanda kvenna innan alkasamfélagsins; þær eiga við margslungnari vanda að stríða en karlar. þær hafa meiri tilhneigingu til að fara út í lyfjaneyslu en karlar. Og þá er oft erfiðara að ná þeim til baka. „Þótt SÁÁ hafi sannarlega meðölin til að vinna á lyfjaneyslu kvenna og bjóði upp á góða kvennameðferð, er alls ekki víst að þær nái að skila sér í meðferð. Allt liggur þetta ofan á mik- illi skömm og sektarkennd sem konur burðast mun meira með en karlar.“ Guðrún segir konur sem eiga við sjúkdóminn að stríða dæma sig miklum mun harðar en karlarnir. „Það er stund- um sagt að þeir sem hafi orðið fyrir ofbeldi, annað hvort beiti aðra því eða sig sjálfa. Konur eru frekar í þeim hópi að beita sjálfa sig ofbeldi, eða koma illa fram við sjálfar sig, ofan á allt annað, sem meðal annars stafar af ofbeldi samfélagsins í þeirra garð, eða ójafnrétti. Það hefur ekki verið mikið í umræðunni.“ Með alvarlega áfalla- streituröskun Hér er ein dæmisaga úr stutt dæmisaga sem snýr að þessu: „Nýlega talaði við mig kona sem hefur farið í marg- ar meðferðir, og bæði verið edrú í stuttan tíma og yfir lengri tímabil, en drukkið mikið þess á milli. Með ár- unum hefur líf hennar orðið dapurlegra og erfiðara og hún veikari, þannig að hún endaði í Kvennaathvarfinu, í þetta sinn eftir hræðilegt ofbeldissamband. Sjálfsvirð- ing hennar var 0. Hún er að koma eins og undan stríði. Núna hefur hún verið greind með alvarlega áfalla- streituröskun. Í Kvennaat- hvarfinu var hún í fyrsta sinn spurð af fagfólki út í æsku sína en hún upplifði mikla vanrækslu og ofbeldi sem mótaði hana mjög. Auðvitað veit ég ekki hvort hún nær að vera edrú um aldur og ævi en núna er hún í fyrsta sinn að fara líka í massíva meðferð við áfallastreituröskuninni, sem gæti hugsanlega hjálpað henni að yfirstíga það að þurfa að fara ekki að drekka aftur. Það er allavega afburða góður árangur af slíkri með- ferð víða meðfram því að vinna á fíkn sinni. Okkur ber skylda til að hugsa líka um okkar veikasta fólk með öllum ráðum,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir. - jbg fyrir sjúklingahóp, velferðarþjónustu al- mennt, fremur að það hafi verið konurnar. En, SÁÁ gerði þetta; karlar voru fyrir- ferðarmiklir í upphafi og sjúklingar voru að meirihluta karlar. Kvensjúklingar áttu á brattann að sækja í upphafi en þó má ekki gleyma því að það voru mjög kraftmiklar konur sem voru með frá upphafi.“ Sérstök kvenna- meðferð var byggð upp strax upp úr 1980 og Þórarinn segir að SÁÁ hafi tileinkað sér ýmislegt sem þá var í femínisma, hann hafi komið snemma inn í meðferðarsam- félagið. „Við erum ofboðslegir jafnræðis- og jafnréttismenn,“ segir yfirlæknirinn sposkur: „Þó karlar hafi verið fyrirferðar- miklir í stofnuninni þá hefur þetta vegið upp á móti. Önnur atriði er varðar fyrir- tækið, svo sem jafn- réttislaunastefna... við höfum ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því. Höfum farið ná- lægt því sem kveður á um í kjarasamingum; hér er ekki greitt fyrir óunna yfirtíð eða önn- ur hlunnindi og þetta hefur leitt til jafn- ræðis í launum. En menn verða að vera á varðbergi í þessu sem öðru.“ 15 2012 OKTÓBER

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.