Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Page 63

Fréttatíminn - 05.10.2012, Page 63
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold 1992–2012 mánudaginn 8. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Kristján D avíðsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Árshátíð, haustferð, stórafmæli? Njótið þess að ferðast saman og vera til. Icelandair býður hópferðir til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vestan, ferðir sniðnar að þörfum fólks í góðra vina hópi sem eiga örugglega eftir að hressa upp á tilveruna. Hafið samband við hópadeild Icelandair Skipuleggið ferðina tímanlega. Við getum séð um að bóka flug, hótel, rútur, skoðunarferðir og kvöldverði. Leitið tilboða með því að fylla út fyrirspurnarformið á icelandair.is/hopar.* HÓPFERÐIR HEILL HEIMUR FYRIR ÞÁ SEM LANGAR TIL AÐ SKEMMTA SÉR SAMAN + Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða á hopar@icelandair.is * Hópur miðaðst við að 10 eða fleiri ferðist saman. ÍS LE N SK A S IA .I S I C E 6 13 80 1 0/ 12 Áfangastaðir fyrir hipsteranna Hipsterar eru stór hópur fólks sem að lætur ekkert listrænt fram hjá sér fara. Hipsterar kjósa að lifa á jaðr- inum og leita sér að áfangastöðum þar sem svokölluð hipstermenning blómstar. Iðandi listalíf, „second hand“ verslanir og jaðarbarir í bland við örlitla náttúru er allt sem hipster- arnir óska sér. Þessir þrír staðir komu oftast upp á meðal landsþekktra hipstera, við könnun blaðakonu. Flatey í Breiðafirði: Allir hipsterar á Íslandi dveljast þar langdvölum á sumrin. Norðurljósin seinnipart sumars eru næg uppspretta fyrir instagrammið út mánuðinn. Blás- kelin á hótelinu þykir guðafæða og hundasúru-mojitoið á barnum er svo framandi að hörðustu hipsterar í heimi kikna í hnjánum við inntöku. Það þykir líka algjört möst að fara um borð í bátsflakið niður við ströndina og taka hallandi mynd, með filter. Neuköln og Fredrickshain í Berlín eru hverfin þar sem hipsterarnir eru allir með annan fótinn. Hverfin iða af listamenningu, „second hand“ fata og vínylbúðum og litlum jaðar- klúbbum. Það er algjört möst að sitja í einum af almenningsgörðunum með Club-Mate í hönd og velta fyrir sér sögunni og falli Berlínarmúrsins. Williamsburg, Brooklyn í New York: Þar má finna skemmtilega samsuðu ólíkra innflytjenda og menningarheima. Hverfið er einnig að mati hipsteranna miðpunktur listalífs og indírokk senunnar. Morgunverður á Old Chickahomny gefur þér orku til að takast á við dag af vínylplötugramsi.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.