Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 05.10.2012, Qupperneq 76
Valgerður segir ákveðna stjúpblindu einkenna umræðuna um stjúp- tengsl 60 bækur Helgin 5.-7. október 2012  RitdómuR HeRbeRgi Fimmtíu gráir skuggar var mest selda bókin í Eymundsson í síðustu viku. Mömmuklámið hennar E L James nýtur því enn vinsælda meðal íslenskra bókaunnenda en Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson situr í öðru sæti sölulista verslunarinnar. Vinsælt mömmuklám Metsölubókin Parísarkonan (The Paris Wife) eftir Paulu McLain er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku í þýðingu Herdísar Magneu Hübner. Hér er um sögulega skáldsögu að ræða um fyrsta hjónaband Ernests Hemingway þar sem sögusviðið er París á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Hadley Richardson var hæglát tuttugu og átta ára gömul kona sem hafði nánast gefið upp alla von um ást og hamingju þar til hún kynntist Ernest Hemingway og líf hennar um- turnaðist. Eftir eldheitt en stormasamt tilhugalíf og brúðkaup, halda ungu hjónin til Parísar þar sem þau verða miðdepillinn í fjörugum en hviklyndum vinahópi – hinni sögufrægu „týndu kynslóð“, Gertrude Stein, Ezra Pound, F. Scott Fitzgerald, Zeldu Fitzgerald og margra annarra. Í París vinnur Hemingway meðal annars að skáldsögunni Og sólin rennur upp, en þar eru fyrirmyndirnar oftar en ekki hið litríka fólk sem þau hjónin umgangast. Á sama tíma berst Hadley við að halda í sjálfsmynd sína þegar hlutverk hennar sem eiginkona, skáldgyðja og vinur verður sífellt meira krefjandi. Umturnað líf með Hemingway Þrátt fyrir nokkuð blómlega útgáfu á barnabókum síðustu árin er gott til þess að vita að bókaforlög hafa ekki gleymt gömlu, góðu barnabókunum. Í fyrra endurprentaði Forlagið Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur og nú eru framhaldsbækurnar, Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna, á leið í verslanir. Bækurnar komu fyrst út 1975 og 1980 og hafa margsinnis verið endurprentaðar, síðast 2002 og 2000. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna er að koma út í sjöunda sinn og Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna í það fimmta. Þar með er ekki allt talið því ungir bókaormar geta sökkt sér í bækur Astridar Lind- gren, Ronju ræningjadóttur og Bróður minn Ljónshjarta í þýðingu Þorleifs Hauks- sonar. Bróðir minn Ljónshjarta kom fyrst út 1976 og Ronja kom fyrst út 1981, sama ár og sænska frumútgáfan. Auk þessa er von á endurútgáfu á Albert eftir Ole Lund Kirkegaard í þýðingu Þorvaldar Kristinssonar. Bókin hefur aðeins komið út einu sinni áður, hjá Iðunni 1979, og hefur því verið ófáanleg í hátt í þrjátíu ár. Sígildar barnabækur aftur fáanlegar Það er fágætt að finna skáldsögu sem hreyfir svo við manni við lesturinn að maður getur ekki hætt að hugsa um hana löngu eftir að henni er lokið. Herbergi eftir Emma Donoghue er ein þeirra. Hún segir frá hinum fimm ára Jack og móður hans sem eru lokuð inni í tíu fermetra herbergi án alls sambands við umheiminn, utan sjónvarps, þakgluggans og heimsókna frá „Nick gamla“ sem kemur í skjóli nætur. Sagan er sögð frá sjónarhóli Jack sem veit ekki að það er heimur utan herbergisins en er að komast á þann aldur að svör móður hans við ótal- mörgum spurningum hans um lífið og tilveruna eru hætt að nægja honum. Donoghue hefur sagt frá því að hugmyndin að bókinni hafi kviknað út frá máli Joseph Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár, nauðgaði ítrekað og eignaðist með henni sjö börn en læsti þrjú þeirra inni með henni. Fréttir af því þegar Felix Fritzl, fimm ára sonur Elisabeth, kom upp úr kjallaranum og leit umheiminn augum í fyrsta sinn voru innblástur að Herbergi. Þrátt fyrir hryllinginn sem sagan er sprottin af fjallar hún fyrst og fremst um ástina milli móður og barns og hæfileikann til að lifa af. -sda Hryllingssaga um móðurástina  Herbergi Emma Donoghue Ólöf Eldjárn þýddi Mál og menning, 399 síður, 2012 F jölskyldur eru margbreytilegar og ímyndin um „hefðbundna“ kjarna-fjölskyldu á sannarlega ekki alltaf við. Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til þeirra stofna eiga barn úr fyrra sambandi, verða stöðugt algengari og um leið fjölgar þáttum sem geta valdið óvissu og togstreitu. Aðlögun að lífi einhleyps foreldris, samskipti við fyrrverandi maka og óraunhæfar væntingar geta haft áhrif á hvernig til tekst. Bæði fullorðnum og börnum líður stundum eins og þau séu á jaðri fjölskyld- unnar, þau efast um hlutverk sitt í henni og hvort þau tilheyri henni í raun. Þetta kemur fram í væntanlegri bók um stjúptengsl, skilnað og foreldrasam- vinnu. Bókin er skrifuð af Valgerði Hall- dórsdóttur félagsráðgjafa en formálinn af dr. Sigrúnu Júlíusdóttir. Bókin er byggð á eigin reynslu höfunda, tiltækum rann- sóknum og klínískri vinnu með stjúpfjöl- skyldum. Þetta er jafnframt fyrsta heild- stæða verkið um stjúptengsl á íslensku. Valgerður hefur um árabil sérhæft sig í vinnu með stjúptengsl. „Umræðan hefur að mestu leyti einskorðast við skilnað og einstæða foreldra. En það er einungis tímabundin staða fyrir marga þar sem flestir eru komnir með nýjan maka innan fjögurra ára. Stjúptengsl eru nokkuð stór partur af tilveru íslenskra barna. Skiln- aðurinn er eitt, en svo er það nýja staðan, makinn og jafnvel önnur börn. Með út- gáfu bókarinnar langar mig að koma til móts við þessar fjölskyldur en ég mun einnig koma til með að halda námskeið samhliða útgáfunni,“ segir Valgerður og bendir áhugasömum á vefsíðuna stjup- tengsl.is. Í bókinni segist Valgerður reyna að bregða upp ólíkri sýn fjölskyldumeðlima á algengar uppákomur og aðstæður í stjúp- fjölskyldum. Fjölda dæma er að finna í hverjum kafla fyrir sig, til skýringar sem jafnframt má nota til umræðna. Í lok hvers kafla eru síðan punktar sem geta hjálpað fólki að finna nýjar leiðir til að takast á við fjölskyldulífið á uppbyggilegan máta. Valgerður segir ákveðna stjúpblindu einkenna umræðuna um stjúptengsl og í hugum fólks sé orðið „stjúp“ oftar en ekki neikvætt, það megi jafnvel sjá í barnaæv- intýrum. Bókin er í níu köflum og í hverj- um þeirra er ákveðið málefni eða staða tekin fyrir. Valgerður segir að bókinni sé ekki ætlað að svara öllum þeim spurn- ingum sem upp koma í stjúpfjölskyldum en gæti aukið skilnings fólks á aðstæðum sínum og sýnt fram á hvernig styrkja má stjúpfjölskylduna. Finna má kafla í bók- inni allt frá fjármálum og almennum hlut- verkum innan heimilisins til samskipta stjúpsystkina og kynferðislegrar spennu sem upp kann að koma þeirra á milli. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  stjúpFjölskylduR öR Fjölgun á Íslandi Valgerður Halldórsdóttir félagsfræðingur hefur skrifað bók um stjúptengsl sem kemur út um miðjan mánuðinn. Kortleggur líf stjúpfjöl- skyldna á Íslandi í nýrri bók „Stjúpfjölskylda er fjölskylda þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna, eiga barn eða börn með öðrum aðila/um.“ Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsfræðingur en hún gefur út bók um stjúptengsl um miðjan mánuðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem bók af þessu tagi er gefin út á Íslandi. Valgerður segir að orðið „stjúp“ hafi neikvæða merkingu í hugum margra. Því vill hún breyta þar sem stjúptengsl verða sífellt algengari hér á landi. Emma Donoghue.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.