Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 84

Fréttatíminn - 05.10.2012, Síða 84
 Í takt við tÍmann Ásgeir Orri ÁsgeirssOn Kærastan vill að ég hætti að klæða mig eins og unglingur Ásgeir Orri Ásgeirsson er 22 ára Valsari sem fluttist ungur í Fossvoginn. Hann er hluti af upptökuteyminu StopWaitGo sem hefur vakið mikla athygli í poppheiminum síðustu ár. Ásgeir og félagar flytjast á næstu vikum til Los Angeles þar sem þeir eru komnir með atvinnuleyfi og ætla að reyna fyrir sér í deild hinna stóru. Ásgeir Orri er tónlistarmaður og upptökustjóri í StopWaitGo. Hann og félagar hans flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þeir ætla að reyna að koma sér á framfæri. Ljósmynd/Hari Staðalbúnaður Ég kaupi mikið af fötum í Topman, Ri- ver Island, Zöru og Levi’s. Ég geng í Converse-skóm, með G-Shock-úr og nota oft húfur. Kærastan mín vill samt að ég hætti að klæða mig eins og unglingur. Hún fór eitthvað að tala um það eftir að byrjuðum að horfa á Suits. Kannski maður fari að skipta yfir í Boss eða Armani. Hugbúnaður Ég fer oft í bíó og ég er alger þátta- sjúklingur. Ég get valið nýja uppá- haldsþætti í hverri viku. Ef ég á hins vegar að velja svona almennt verð ég að nefna Parks and Recreation fyrir grínið og Breaking Bad fyrir dramað. Og svo kannski Dexter og Suits. Annars er ég einmitt að leita mér að nýjum þáttum núna. Ég fer ekki mikið niður í bæ að djamma en þegar ég fer á barinn panta ég mér undantekninga- laust bjór. Ég er voða illa að mér þegar kemur að börum, ég elti bara félagana á b5, English Pub eða Laundromat. Ég fylgist mikið með enska boltanum en fer aldrei á kaffihús. Mér bara dettur ekki í hug að fara á kaffihús og hanga, það er ekki til í minni orðabók. Vélbúnaður Ég er með fimmtán tommu Macbook Pro en er að fara að uppfæra í Retina Display. Ég verð líka að uppfæra úr iP- hone 4 í iPhone 5. Ég ólst upp við PC- tölvur en hef verið Mac-maður síðustu fjögur eða fimm árin. Ég er ekki mikið í tölvuleikjum í símanum, aðeins í Temple Run, en nota Instagram, skoða tölvupóstinn, fylgist með Billboard og í sumar notaði ég hjólaforritið Strava sem var gott til að fylgjast með árangr- inum. Ég er á Twitter og nota það til að tékka á áhugaverðu fólki. Svo er ég auðvitað á Facebook, á 1.444 vini sem er auðvitað allt of mikið. Ég keypti mér Playstation-tölvu í fyrravetur og hef ekki farið úr henni síðan. Ég spila eiginlega bara FIFA. Aukabúnaður Mér finnst mjög gaman að setjast niður og borða á Vegamótum. Ég er reyndar svo vanafastur að mér finnst ég hafa farið þangað síðustu fimmtíu skiptin sem ég hef borðað úti. Maður finnur sér bara góðan rétt og heldur sig við hann. Mér finnst líka fínt að borða á Eldsmiðjunni niður í bæ. Í sumar fór ég á Þjóðhátíð og í nokkrar útilegur. Eftirminnilegast var þegar ég tjaldaði uppi á einhverju fjalli með kærustunni, það var mikið ævintýri. Félagsþroski stórs hluta mannkyns hefur tekið slíkum stökkbreyting- um á liðnum árum að nú þykir ekki lengur hallærislegt að vera nörd. Eiginlega þykir það bara vera svo- lítið smart enda nördar upp til hópa ljúft og gott fólk, gáfað og mjög ein- beitt og trúfast öllum krúttlegu dell- unum sínum. Myndasöguráðstefnan Comic- Con, sem haldin er árlega í San Diego í Bandaríkjunum, er fyrir- heitna landið í hugum flestra nörda. Þar koma saman þekktir leikarar, myndasöguhöfundar, leikstjórar og aðdáendur þeirra tugþúsundum saman og njóta þess að nördast í öruggu umhverfi. Comic-Con er eins og risastór AA-fundur þar sem allt þetta fólk mætist á jafningjagrund- velli og samhæfir reynslu sína, styrk og vonir fordómalaust. Þarna eru allir vinir og meira að segja Trekk- arar og Star Wars-lúðar geta gengið um draumaveröldina hönd í hönd. Nördar eru friðsamlegt fólk sem ætti auðvitað að stjórna heiminum. Á Comic-Con er höndlað með myndasögur, kvikmyndafyrirtæki kynna væntanlegar nörda-myndir, kaupir og selur leikföng sem það mun aldrei taka úr umbúðunum. Fólk mætir í grímubúningum og reynir að koma sér á framfæri og fá tækifæri til þess að fá störf hjá af- þreyingarrisum sem í raun stjórna lífi þess. Morgan Spurlock gefur okkur bráðskemmtilega innsýn inn í nörda- heimana og þessa mögnuðu sam- komu í heimildarmyndinni Comic- Con Episode IV: A Fan's Hope. Þarna tjá nördarnir sig auk allra helstu kempnanna í myndasögu- og kvik- myndabransanum og einhvern veg- inn er það fullorðnum manni eins og mér huggun og réttlæting að menn á borð við Eli Roth og Guillermo del Toro eigi enn nördaleikföng æsku sinnar, skammist sín ekkert fyrir það og séu enn að safna. Þegar mað- ur horfir á þessa mynd finnur maður áþreifanlega fyrir því að maður er ekki einn í heiminum Spurlock vakti fyrst verulega at- hygli með myndinni Supersize Me þar sem hann nánast át sig í hel með stórum Mc Donalds-máltíðum. Hann á það til að vera of áberandi og þreyt- andi í myndum sínum en hér stígur hann blessunarlega til hliðar og leyf- ir nördunum að eiga sviðið. Styrkur myndarinnar liggur síðan fyrst og fremst í því að hann einblín- ir ekki aðeins á Comic-Con heldur fylgir nokkrum lúðum eftir og segir sögur þeirra sem eru fyndnar, fal- legar, dálítið átakanlegar en fyrst og fremst sannar. Eins og nördar eru almennt. Þórarinn Þórarinsson  BÍó COmiC-COn episOde iv: a Fan’s HOpe  Nördar allra heima... 68 dægurmál Helgin 5.-7. október 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.