Fréttatíminn - 05.10.2012, Side 86
„Ástin er sérstakt fyrirbæri og það er gott að elska,“
segir Högni Gunnarsson, eigandi kaffihússins Kaffi
Ást sem opnaði á Akranesi í byrjun júní á þessu ári.
Staðurinn stendur undir nafni og er þetta hlýlegur
staður þar sem ástin ríkir innandyra. Heimabakaðar
kökur, sem oft eru hjartalaga og fullar af ást, eru
á boðstólum, ásamt hefðbundnum mat á borð við
hamborgara, samlokur og sushi. „Andrúmsloftið
hérna er heimilislegt og við leggjum okkur fram
með að koma veitingunum frá okkur af mikilli ást.
Óhefðbundnar innréttingar eiga einnig stóran hlut
í einstakri upplifun viðskiptavinarins, en innrétting-
arnar eru sérsmíðaðar af okkur hjónum.“
Síðastliðin 25 ár hefur Högni unnið hjá Loftorku á
Akranesi og fannst honum orðið tímabært að sinna
draumum eiginkonunnar. „Í fyrstu ætluðum við
að opna gallerí með verkum konu minnar, Elenu
Kozlova, en sáum svo fram á að við myndum ekki
lifa á því einu og sér. Þannig kviknaði hugmyndin
að kaffihúsinu sem við opnuðum ásamt galleríinu.
Hugmyndin að nafninu kom svo síðar meir og þar
sem ég elska kaffi og elska að elska, þá var þetta
tilvalið nafn.“
Galleríið á Kaffi Ást samanstendur af fjölbreytt-
um verkum Elenu, bæði málverkum sem hanga á
veggjunum og skartgripum sem unnir eru úr stein-
um. „Við erum dugleg að fara upp á fjöll og tína
steina þegar við eigum frí og hjálpumst svo að við
að slípa þá og saga. Úr þeim vinnur Elena svo skart-
gripina.“
Kolbrún
Pálsdóttir
kolbrun@
frettatiminn.is
Högni og Elena reka Kaffi Ást á Akranesi. Þau sérsmíðuðu og hönnuðu
innréttingarnar á kaffihúsinu.
Kaffi ást Högni og ElEna létu drauminn rætast
Ástfangin á Kaffi Ást
V ið ætlum að taka þátt aftur. Við enduðum í öðru sæti í fyrra og ætlum að vinna
núna,“ segir Hanna Rún sem er
svo margfaldur Íslandsmeistari í
samkvæmisdönsum að vart verður
komið tölu á alla þá titla sem
hún hefur hlotið. „Við dönsuðum
sömbu í fyrra þannig að núna ætl-
um við að sýna eitthvað allt annað
svo fólk sjái nú að samban er ekki
það eina sem við kunnum.“
Hanna Rún og Sigurður hafa
dansað saman lengi og keppt á
fjölda stórmóta í útlöndum og
Hanna segir að með réttu ættu þau
að vera á lista yfir 50 bestu sam-
kvæmisdanspörin i heiminum en
kostnaðurinn við ferðalög á stór
stigamót hafi haldið þeim niðri.
Sigurður fékk síðan blóðtappa í
vor og þau óvæntu veikindi settu
keppnisáætlun parsins fyrir árið
algerlega úr skorðum.
„Siggi fékk blóðtappa í apríl
og mátti ekkert gera. Hann var á
gjörgæslu heillengi og ég gisti hjá
honum á meðan hann lá þar og við
höfum ekkert getað dansað fyrr
en núna. Við misstum af öllum
mótum. Heimsmeistaramótinu,
heimsbikarmótinu, Evrópumeist-
aramótinu, Evrópubikarmótinu og
öllum þessum stærstu mótum sem
við áttum að fara á,“ segir Hanna
Rún og bætir við að Dans, dans,
dans gefi þeim því kærkomið tæki-
færi til þess að byrja aftur.
„Þegar við fréttum að Dans,
dans, dans yrði aftur á dagskrá
fannst okkur tilvalið að skrá okkur
aftur til leiks. Læknarnir vildu
ekki leyfa Sigga að fara á mót en
gáfu grænt ljós á Dans, dans, dans
vegna þess að það er allt öðru-
vísi. Á mótum dönsum við kannski
fimmtíu dansa á einum degi en það
er allt annað að dansa atriði sem er
ein og hálf til tvær mínútur.“
Hanna Rún segir þau ekki hafa
dans, dans, dans Hanna rún og siggi snúa aftur
Stíga fyrstu sporin
eftir blóðtappa Sigga
Hanna Rún mætir örugg til leiks í Dans, dans, dans þótt hún og Sigurður hafi
ekki getað dansað saman í hálft ár. „Þetta var líka svo skemmtilegt í fyrra og
fólkið sem vinnur við þáttinn alveg frábært. Ég var farin að sakna þeirra og það
er ótrúlega gaman að sjá þau öll aftur.“ Ljósmynd/Hari
Dansparið öfluga Hanna Rún
Óladóttir og Sigurður Þór
Sigurðsson vakti mikla athygli
þegar það steig funheita
sömbu í sjónvarpsþættinum
Dans, dans, dans í fyrra.
Samban skilaði þeim öðru
sætinu í þættinum. Sigurður
fékk blóðtappa í apríl og þau
hafa því ekkert getað dansað í
hálft ár en ætla engu síður að
taka aftur þátt í Dans, dans,
dans. Og nú á að dansa til
sigurs.
viljað gera mikið með blóðtappa
Sigurðar vegna þess að „við
viljum enga vorkunn og samúðar-
stig. Við viljum fá atkvæði fyrir að
vera bestu dansararnir.“
Þegar Hanna Rún og Sigurður
stigu á svið í prufunum fyrir
Dans, dans, dans á dögunum var
liðið hálft ár upp á dag frá því þau
dönsuðu síðast saman. „Við þótt-
um bara ferskari og kraftmeiri
en síðast ef eitthvað er. Kannski
vegna þess að við erum orðin svo
ótrúlega hungruð núna. Við vor-
um náttúrlega búin að vera að æfa
og keppa í svaka törn þegar við
tókum þátt í fyrra þannig að það
var komin pínu þreyta í okkur.
Við erum kannski ferskari núna
og gleðin skín meira í gegn.“
Hanna Rún segir dansfélag-
ann vera í merkilega góðu formi
miðað við það sem á undan er
gengið. „Hann er búinn að vera
ofboðslega duglegur. Hann er
líka ofvirkari en allt og á erfitt
með að vera kyrr þannig að hann
er búinn að vera að stelast í rækt-
ina og til þess að hlaupa þótt hann
hafi ekki mátt það vegna þess að
hann er á blóðþynnandi lyfjum.
Við erum í góðu formi og vorum
alveg til í þetta og getum ekki
beðið eftir að þetta fari almenni-
lega í gang.“
Fyrsti þáttur Dans, dans, dans
verður sýndur í Ríkissjónvarpinu
þann 20. október. Þá verður sýnt
frá áheyrnarprufunum en ballið
byrjar síðan fyrir alvöru í beinni
útsendingu viku síðar.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Hann er
búinn að
vera of-
boðslega
duglegur.
Hann er
líka of-
virkari en
allt og á
erfitt með
að vera
kyrr.
Létt leið úr skugga holdsins
Vinsældir „mömmuklámbókarinnar“ 50
gráir skuggar hafa vart farið fram hjá
mörgum. Bókin trónir á metsölulistum víða
um heim og selst eins og heitar lummur
á Íslandi. Þeir sem sjá í þessu merki um
hnignandi siðgæði geta huggað sig við að
bókin Létta leiðin, eftir Ásgeir Ólafsson,
hélt skuggunum í öðru sæti á sölulista Ey-
mundsson í síðustu viku. Í bókinni kynnir
Ásgeir hugmyndir sínar um hvernig má
ná af sér óþarfa kílóum á þægilegan hátt.
Bókin hefur selst vel og þriðja prentun er
væntanleg þannig að hér er ef til vill vís-
bending um að Íslendingar hafi ekki síður
áhuga á því að losna við holdið frekar en
einungis að velta sér upp úr því.
Hvað er málið?
Í kvöld fer í loftið á Rás 1 nýr unglingaþáttur þar
sem fjallað verður um kvikmyndir, bækur, tónlist,
tækni, menningu og allt það sem unglingar hafa
áhuga á. Þátturinn heitir Hvað er málið? og dag-
skrárgerðin er í höndum unglinga á aldrinum
fjórtán til fimmtán ára en kynnar og umsjónar-
menn þáttarins eru Valtýr Örn Kjartansson og
Ugla Collins. Þá verða Ágúst Elí Ágústsson og Ari
Páll Karlsson með regluleg innslög um kvikmyndir
og fleira, en þeir eru jafnframt hluti af JÁ Myndum
sem hafa gert mörg vinsæl myndbönd á YouTube,
þar á meðal Jokevision og USB vandræði.
Catalinu líst
illa á Sérstök
sakamál
Skjár einn ætlar síðar í
þessum mánuði að endur-
vekja hina vinsælu sjón-
varpsþætti Sönn íslensk
sakamál. Fyrsti þátturinn
fjallar um morðið og
leitina að Sri Rahamawati
en flest málin eru nýleg.
Einn þátturinn fer yfir
mál Catalinu Mikue Ncogo
sem vakti mikla athygli
þegar upp komst um
umfangsmikla vændis-
starfsemi hennar. Máli
hennar lauk þegar hún
fékk fangelsisdóm fyrir
hórmang og fleiri brot.
Hún hefur setið af sér
dóminn og kærir sig lítið
um að mál hennar verði
rifjað upp enda hafi hún
fengið nóg af því að vera í
kastljósi fjölmiðla og milli
tannanna á fólki.
70 dægurmál Helgin 5.-7. október 2012