Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 3
3. blað. 13- árg. Reykjavík, mars 1927. Tannlæknakensla og“ tannlæknaþörf. Erindi flntt í Læknafél. Reykjavíkur 14. febr. 1927. Eftir Brynjúlf Björnsson, tannlækni. Allir getum vér vist orðiS sammála um það, að mikil er tannveikin hér á landi, og viröist fara mjög í vöxt. Líklega ekki óalgengari en meðal annara menningarþjóSa. Eg hvgg það ekki fjarri sanni, að 95%, jafnvel 98%, af fólki þurfi tannlæknisaðgerða, einkum í kaupstöSum og sjóþorpum. Raunalegast þó. aS sjá marga af unglingunum, sem fyrir augu manns bera, þvi tanngarðarnir eru í fjölda þeirra ekki annaS en brunarústir. — En hvaS er hægt aS gera fyrir fólk í jjessum efnum? Þó.tt menn fallist ekki algerlega á skoSun j)á, sem hefir veriS haldiS lalsvert á lofti í Ameríku um tíma, aS flest, senr aflaga fer í likamanum og ekki finnast aSrar orsakir aS, stafi af eitruSum tönnum, og jjaS sé óverjandi, aS 16 ára unglingur hafi nokkra dauSa, — pulpalausa — tönn i munninum, j)á býst eg samt viS, aö flestir séu mér sammála um, aS það væri einkar þörf ráSstöfun, ef hægt væri aS veita fólki greiSari aSgang aS fullkomnum tannlæknisaSgerðum. Fólk er viSa i mestu vand- ræSum í Jæssum efnum. Nú sem stendur er þaS aðallega á Akureyri og í Vestmannaeyjum, sem hægt er að ná til tannlæknis — utan Reykjavikur. — En jrað nægir ekki, — })að eru alt of fáir, sem geta notiS ])ess. Ef þessir tannlæknar, sem hér eru nú, jntrfa á aðstoö aö halda, lengri eöa skemri tíma, verSa þeir aS leita til útlanda. ÞaS er óviöfeldiS og reyndar neyöar-úrræði, því aö jæssir útlendu tannlæknar, séu þeir ekki mestu skussar, fást ekki nema meS afar kostum, sem engan veginn eru í satnræmi viö taxta og kringumstæöur hér. — Þeir eru heldur ekki nema hálfir menn, meöan þeir eru mállausir eöa málhaltir, — einkum eru þeir j)ó illa fallnir til aS sinna bömum, sem jmrfa á sérstökum leiSl)einingum og umönnun aS halda. — ÞaS er hálf iijákátlegt, aS þurfa að hafa túlk viö þetta starf, og er auk j)ess ófull- nægjandi og ef til vill kostnaöarauki. Þegar þessir ungu menn eru farnir aö venjast dálítiö starfinu og fólkinu, eru Jæir flognir burtu eins og faríuglar, ef þeim eru einhverjir vegir færir annarsstaðar. Og þaö eru ekki líkur til, aS innlendu, fullnuma fólki i jæssari starfsgrein fjölgi mjög á næstunni, eins og viö horfir nú.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.