Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 47 Úr útlendum læknaritum. Sjötti fundur í „I n t e r n a t i o n a 1 Union Again^st T u b e r- culosis", sem hefir aöalstöíSvar sínar hjá League of Red Cross Socie- ties í París, var haldinn 30. sept.—2. okt. '26, og fór fram í Washington. Fulltrúar komu frá 22 löndum; alls eru 32 þjóöir í þessu alþjóöa-bandalagi. Dr. R o n z o n i, próf. viö háskólann í Milanó, hóf máls á fyrsta dag- skrármáli, sem var um berklasýking. Taldi próf. R. aö mesta áherslu bæri að leggja á berklavarnir meðal barnanna. D r. A. K. K r au s e, John Hopkins University, flutti erindi um ana- tomi berkilsins. Taldist honum til, að líkaminn vinni á berklunum hjá 90% af þeim sem smitast, og loki þá inni með bandvefsmyndun. Dr. W. H. P a r k, i heilbrigðisstjórn New lYork, flutti fyrirlestur uin gildi pasteurs-hitunar til eyðingar á berklasýklum í mjólk. Taldi hann liitastigið ekki mega fara niður úr 610 C. Næsta þing var ákveðið í Róm 1928. (Information Bulletin, League of R. Cr. 1./1. '27). G. Cl. Hans Schulten: Was leistet Urotropin in der Therapie der infektiösen Erkrankungen der ableitenden Harnwege? Múnch. med. Wochenschr. nr. 4, 1927. Frá þvx um 1895 hefir urotropin veriö notað sem meðal við bólgu í þvagfærunum og við gerlum í þvagi. Reynslan hefir sýnt, að venjulegi skamturinn, 2—4 gröm af urotropini á dag, hefir ekki nægt til þess að drepa gerlana í þvaginu á skömmum tíma, og því var farið að reyna hve mikið væri hægt að gefa mönnum af urotropini án þess að skaða sjúklingana. Tilraunir hafa sýnt, að skamtar upp í 12 gröm á dag eru tiltölulega skaðlausir. Ef meira er gefiö, þá koma oft höfuðverkir, upp- köst og beinverkir, sem hverfa fljótt þegar hætt er viö meðalið. Ein- kenni frá þvagfærunum eru óþægilegri. Eftir nokki-ar klukkustundir kemur venjulega pollakisuri, sem vinna þarf á móti til þess að blaðran geti fylst betur og þanist út, en með því móti verða áhrif meðalsins mest á slímhúðina. Sviði getur komið í urethra, og er óþægilegur, sérstak- lega á karlmönnum, og verður þá aö gefa narcotica. Eftir 3—6 daga get- ur komið hæmaturi, en blóðið kemur úr blöðrunni en ekki úr nýrunum, og því er engin ástæða til þess aö hætta við meðalið þess vegna. Ein- stöku sinnum kemur albuminuria, en hverfur fljótt, ef hætt er viö með- aliö. Best verkar urotropin í súru þvagi, og besta meðaliö til þess að sýra þvagið, er ammonium-chlorid. Höf. gefur það i oblátum, 1 gram 4 sinnum á dag. Sjúkl. voru gefin 10—12 gröm af urotropini og 4 gröm af ammonium- chlorid yfir sólarhringinn, skift niður lxæði á nótt og dag. Þvagið varð oft sterilt á 1. degi, en oftar þó á 2. og 3. Stundum varð það ekki sterilt fyr en eftir viku eða rneir, og einstaka sinnum tókst alls ekki að drepa gerlana. Höf. ræður til þess að reyna svona meðferð í 3—8 daga, og batni ekki að gefa þá blöðruskolanir, en dugi þær ekki, ]iá er ráðlagt að skola pelvis renis með 2% sol. nitratis argentici. G. Th.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.