Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 33 Stjórnin haföi fengiö tilboö ýmsra til aö hefja máls i hverju spursmáli, og höföum viö meölimirnir allir fengiö sendar prentaöar ritgeröir hvers um sig. Voru þaö sumt veigamikil rit á viö doktorsdispútasíur, og var hvert þeirra ritað á rnáli höfundarins, en auk þess fylgdi hverju stuttur útdráttur á ensku, frönsku, þýsku, spönsku og ítölsku. Þetta alt var svo mikið lesmál, að þaö entist langsamlega, sem veganesti til suður- göngunnar, og var sumt af því gott til svefns á kveldin, þ. e. bæöi and- ríkissnautt og bragödauft, samanþjappaö fróöleiksmoö. Þó margt gott og skemtilegt lærist á svona læknaþingum (eins og kongressum yfirleitt), þá er ekki því að leyna, aö andlega fæðan er alt of óhóflega skömtuö til þess að henni veröi torgað svo aö segja í eitt jnál. Menn keppast um aö trana sér fram, þó lítið sé til brunns aö bera (eg á líka sjálfur sneiöina; „öll erum viö brotleg, kvaö abbadísin“). Menn vilja sýna sig og láta nafns síns getiö, og minnir það á stássmeyjarnar, sem fjölmentu i Circus maximus forðum, og O v i d i u s segir um : Spectatum v e n i u n t, v e n i u n t s p e c t e n t u r u t i p s æ. Eg hefi verið að bíöa eftir ársskýrslu félagsins, þar sem á að koma itarleg frásögn og fundargerö, en nú meö póstskipinu fékk eg bréf um það, að hún væri ekki væntanleg fyr en að nokkrum mánuöum liðn- um, og segir ritari félagsins, aö það sé aö kenna því, hve illa gangi að heimta inn afrit af ræðum ýmsra umræðenda. Skal eg nú skýra stutt frá meðferð hinna ýmsu verkefna, og styöst eg ]jar viö fundarskýrslu þá sem P r e s s e m é d i c a 1 e* (nr. 31—35) birti í sumar. Radíumlækning legkrabba. Fyrsta daginn, aö lokinni fundarsetning- unni á Capítólíó og eftir banatilræðiö viö Mússólíni, var tekiö til óspiltra mála, og stigu þeir í stólinn hver af öörum : R e g a u d (París), P e s t a- I o z z i a (Róm). F o r s d i k e (London), B e u 11 n e r (Genéve) og R e- casens (Madrid). Fluttu þeir hver sitt erindi um málið, og voru nokk- urn veginn sammála í aöalatriöum. A eftir þeim tóku 14 til máls, og voru skoðanir þeirra fremur skiftar. En í stuttu máli má segja, að þó súmir handlæknar eins og í þetta skifti J. L. F a u r e (hinn nafnkunni franski kvennakírúrg), séu efasemdafullir um aö radíum geti komiö í stað hnífsins nema viö c a n c e r alt of útbreiddan, þá mátti á öllum hinum fjölreyndu radíólógum, sem þarna töluðu, heyra mikla bjart- sýni um framtíðarnot radíums, ekki einasta til að koma í stað hnífsins við a 11 a r tegundir krabbanreins á öllum stigum, heldur líka í staö R ö n t- g e n s geisla, hvað svo sem árangur Erlangen-skólans sýnist lofa miklu. Og stefnan virðist vera heillaríkust sú, aö nota radíurn í talsvert minni skömtum og lengri lotum en hingað til hefir verið venja, en afmæla og sía sem gætilegast g a m m a - geislana og láta þá eina verka, en varna a 1 f a- og b e t a - geislum aðgöngu. Ýmsir hrósuðu mjög, að nota radíum bæöi til undirbúnings undir radí- kal óperation, meö því aö láta áhrif þess hreinsa svæöiö og takmarka meiniö, en þar næst nota radium-geislun á eftir óperation, til að tryggja fullan bata. Forsdike og Robineau (París) höföu af flestúm tilfellum aö * Snorri kollega Halldórss,on heldur það læknarit, og var svo vænn aÖ senda mér emtökin með skýrslunni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.