Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 6
28 LÆKNABLAÐIÐ opinberu völd veröa hiö bráöasta aö taka máliö til rækilegrar athug- unar. Rikiö veröur á einhvern hátt aö hlaupa undir bagga. 1. Ríkisstjórnin veröur aö útvega góöa og trygga námsstaöi erlendis handa tannlæknaeínum, 2. rikissjóöur veröur aö styrkja þau til náms, eins og stúdentar og dýra- læknaefni eru styrktir viö aörar námsgreinir, 3. það verður sem bráöast aö gera gangskör að því, hvort ekki séu tök á því að koma á fót tannlæknakenslu í landinu. Eg geng fram hjá tveim fyrstu atriðunum aö þessu sinni. Finst þaö í rauninni svo sjálfsagt og augljóst, að stjórn og þing þarf að sjá um aö koma því í framkvæmd, á meöan ekki er komið á fót innlendri kenslu, að eigi verði um það deilt. Þriðja liöinn langar mig aftur á móti aö athuga dálitið nánar hér, því að það tel eg ,,Idealið“, sem veröur að keppa aö í framtíðinni. Þá er næsta spurningin, sem mætir manni: Hvernig er hægt aö koma tannlæknakenslu í framkvæmd hér á landi, svo þaö veröi ekki óviöráö- anlegur baggi? Best er að byrja meö því að gera sér nokkra grein fyrir út á hvaö kenslan gengur, og viröa dálítiö fyrir sér námsgreinirnar, sem kendar eru á slíkum kenslustofnunum erlendis. Tilætlunin með tannlæknakenslunni er í fáum orðum þessi: Það á að gera tannlæknana sem færasta i sinni sérgrein. Þeir eiga að geta unnið með vísindalegri nákvæmni á sínu afmarkaöa sviöi og haft næga kunnáttu til þess að notfæra sér öll tæki, sem þeim eru ætluð viö ýmsar aögeröir. Þeir þurfa að fá það mikla almenna læknislega ment- un, að j)eir geti alt af verið á veröi að gera ekki öðrum skaöa með starfi sínu (t. d. flytja smitun o. s. frv.). Þeir eiga að hafa j)á dómgreind, aö skifta sér af því einu, sem Jjeir eru bærir um. Staðgóö fræðsla tryggir það og eykur ábyrgðartilfinninguna. Það á sér stundum stað, aö tann- læknar veröa fyrstir til að taka eftir illkynjuöum meinuni í munninum. Þá eiga þeir að vera færir um aö greina j)að og senda í tíma til réttra hlutaðeigenda, — læknanna, þaö, sem ekki er á tannlækna meðfæri að glíma við. Þeir veröa að vera svo víösýnir og vel mentaðir, að þeir séu ætíö færir um að fylgjast með í hverskonar breytingum og framförum, sem veröa í tannlæknisfræðinni úti um heim. En þær eru mjög tíöar. Starfsgrein- in er tiltölulega ung sem sérgrein, og á hraðfara þróunarskeiöi. — Maður einn hefir sagt, aö tannlæknar þyrftu alt af aö vera að læra, og helst aö vera í skóla með annan fótinn. — Tannlækningar eru orönar það umfangsmiklar nú á tímum, að þær þurfa á allri athygli mannsins að halda. Kenslan er bókleg og verkleg, bæöi „mekanisk manuel“ og læknislega vísindaleg. — Þeir, sem stunda tannlækningar, eru á sína vísu jmsund jijala smiðir, — ef svo mætti að oröi komast, og þurfa á ótrúlega mikl- um fróðleik aö halda og margvislegri kunnáttu. Það er ætlast til aö tann- læknar skilji eölilegar athafnir líffæranna og kannist viö sjúkdóms- einkenni þeirra. En af þessu leiðir, aö þeiiíi er ætlað aö læra meira og fást við fleira en mönnum ef til vill fljótt á litið finst óhjákvæmilegt eða menn alment hakla að raun sé á,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.