Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 37 Aðalfundur. Eftir ab hinn vísindalegi þáttur læknaþingsins var á enda, var haldinn a ð a 1 f u n d u r, þar sem stjórnin var endurkosin og ýmis- iegt samþykt, sem alþjóöanefndin haf’Si stungiö upp á, ])ar á meSal þaS, að halda næsta læknaþing 1929 í V'arsjá, og var próf. H. H a r t- mann (hinn nafnkunni franski kírúrg) valinn tii aö stjórna þvi þingi. Þar næst voru valin þessi umræSuefni (af tólf, sem fundarmenn höföu stungiö upp á) : 1. E m b o 1 i a postoperativa, orsakir og eðli. 2. Árangur af r e s e c t i o v e n t r i c u 1 i vegna u 1 c u s v e n t- r i ,c u 1 i e t d u o d e n i. 3. Meðferöir á m o r b u s B a s e d o w i. Fleira var ekki tekið fyrir, en félagsmenn hvattir til aö íhuga þessi verkefni og ef til vill semja ritgerðir þeim aö lútandi. Skemtiíerðir og lieiðursveislur. A hverjum degi meðan við stóðum viö í Róm haföi Cook bifreiöir á takteinum handa okkur og leiösögumenn lil aö sýna okkur bórgina og hennar dýrð. Voru þessar ferðir skemtileg- ar og fróðlegar. Itölsku læknarnir gengust fyrir þessu og öörum lystisemdum. Einn dag'inn var oss öllum boöið i bifreiöunt all-langa leið inn eftir C a m p a g n a r o m a n a til V i 11 a H a d r i a 11 i og Y i 11 a d’E s t e, sem eru frægir fornmenjastaðir og höfðingjasetur með merkum rústum frá fyrri tímurn. Þar í grend átti Horazíús skáld sumarbústaö sinn. Þar hlustuöum viö á hörpuslátt og söng ítalskra söngmanna í indælli sumar- dýrð og drukkum Malvasía- og Falerno-vín. Sunnudaginn eftir fundinn sýndi franski læknirinn P i c, q u é, höfuðsmaöur hjúkrtmardeildar franska flugliðsins, æfingar með flugvélum viö flutning særðra og sjúkra. Því miöur varö eg af þeirri sýningu, en þeir sem sáu, létu rnjög vel yfir henni. En sania dag, laust eftir hádegi, var okkur og konum lækna boðið aÖ heim- sækja páfa og þiggja Itlessun hans. Kvenfólkinu var uppálagt að mæta í dökkum klæönaöi, meö ermalanga, síða kjóla. hnejrta upp í háls, og dökk- ar slæður unt drengjakollana. Kl. 1 mætti öll hersingin, um 400 manns, við hið mikla eirhlið páfa- hallar, og gengum við eftir löngum göngum og tröppuriðum upp í helgi- dóminn. En sitt til hvorrar handar stóöu varðmenn, vasklegir ungir menn, miöaldalega búnir í rauö-gul-blárendum stuttbrókúm og stutttreyjum, með stálhúfur á höfði og atgeira í höndum. Spaugileg var breytingin sent orðin var á kvenfólki voru viö sorgar- búninginn. En laglegu kvenfólki fara allar dulur vel ])ó dökkar séu. Okkur var öllunr raöaö meöfram veggjunum i þremur stórum biðsölum og biðum þar nokkra stund meö eftirvæntingu. Loksins kom blessaður og i n f a 11 i b i 1 i s Píus XL, góðlegur og gáfulegur á svipinn. Þá krupu allir á vinstra kné, nema nokkrir skozkir læknar og konur, því trú þeTrra leyfir ekki slíkt (var mér sagt), og var ekkert amast við því. Síðan gekk páfinn stanslítiö meðfram röðinni og rétti fram hendina með stein- hringnum á vísifingri til að kyssa á. Suma katólska sá eg gera það ræki- lega og meö íjálgleik miklum, en ílestir hinir held eg hafi líkt og eg haft svo aseptiskan protestantahugsunarhátt, aö slejipa þeim blíðlátum og láta sér nægja að púa gætilega á hringinn. Hermaður sá. sem næstur gekk páfa var hinn vígamannlegasti og hélt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.