Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 12
34 LÆKN ABLAÐIÐ segja. I 5 ár og meira höf'öu þeir og- ýmsir fleiri af ræöumönnum af mörgum dæmum aö segja um konur, er sýndust alveg læknaöar, bæöi af legkrabba á frumstigi og' c a n c e n i n o p e r a b i l i s c o. 11 i v. corporis. Um eina konu vissi Robineau, sem enn var frísk, 16 ár- um eftir geislun á meinsemd, sem talin var ólæknandi. Vissulega má slá því föstu, aö radium í höndum góös læknis getur læknaÖ frumstigskrabba engu síöur róttækt en hniíurinn. En þar á ofan hefir það þann mikla kost, að með því má a. m. k. nokkuð oít takast að lækna hin verstu mein, sem lniífurinn kemst ekki aö. Hinsvegar bendir margt á, að skurðlækningaaðferðirnar verði tæplega endurbættar úr því sem nú er komiö, þar sem radíumlækningaaðferðin er enn á byrjunar- stigi og fleygir stöðugt fram. Meðferð heilameinsemda. Þessir fluttu erindi: Martell (París), Hans Brun (Lucerne), Lozano (Saragossa), Bastianelli (Róm), Percy Sargent (London), og Adson (Rochester). Þar á eftir tóku 15 til máls. Á meðal þeirra tók eg einkum eftir M a g n u s (Osló), Young (Glasgow) og de Quervain (Bern). Eg varö ekki var viö að nokkur hefði frá eins glæsilegum árangri heilaaðgerða að segja eins og Magnus, enda fer þar saman, að hann er bæði neurolog og kirurg. Svo mikið mátti af umræðunum læra, að þó aö flestum sýnist dánar- talan ægileg við tumores cerebri, þá er að gæta þess, að allir þess kon- ar sjúklingar eru dauðadæmdir, ef ekkert er aö gert; og þó er það eink- um eftirtektavert, hve þessari ungu grein handlæknisvísindanna hefir fleygt frarn á síðustu áru'ni. Ræðumönnum kom saman urn, að svæðis- deyfing eingöngu væri langtum best, og að láta sjúklinginn því nær sitja eða hvila uppréttan, meöan á óperation stæði. Ventriculus- og lum- balpunktur, til aö minka spenning, dregur oft úr hættunni, sömuleiðis að skera í tveim lotum. C u s h i n g og B a i 1 e y hafa kent hvernig megi greina sundur ýms- ar tegundir af glioma, og hafa sýnt að þau eru mjög mismunandi illkýnjuð. Þetta i sambandi við aðferð Dandey’s til að röntgenmynda heilaholið og inndæling l'itunarvökva í heilavef til aö sjá skýr takmörk meinsemdanna, hefir mjög stuðlað til aö ná betra árangri viö skemdina. Adson frá Mayokliníkinni (sem eg hafði séö daglega kljúfa haus- ana í Rochester) sagði frá rúml. 600 sjúkl. þaðan, meö trigeminus-neur- algi og lækningaárangrinum, bæði með alkohol-innspýtingum og með þvi aö skera burtu sensitivu rótina á g a n g 1 i o n G a s s e r i. Einkum þótti garnan að lifandi myndum, er hann sýndi af andlitum margra sjúk- linga á undan og eftir aðgerðum. Teknikin við beilaaðgerðir er að komast í svo gott horí, að atvinn- an sýnist vera að veröa hin ákjósanlegasta, einkum ef tveir góðir kolleg- ar slá sér saman. Árangur af meðferð Jackson’s flogaveiki. Eini læknirinn, sem flutti erindi þessu efni aðlútandi, var L e r i c h e frá Strassburg. Væntu menn sér mikils af erindi hans, ]iví að nafn lians er vel þokkað meðal Þjóð- veria jafnt sem Frakka. Hann er málsnjall og kemur snyrtilega fram, en heldur unggæðislegur í sjón. Eg held þó, aö flestir hafi orðiö fyrir nokkrum vonbrigðum af þessu erindi. þvi ekkert ábyggilegt nýtt gat

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.