Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 43 unni eins og vikingur og óx hún ekki i augúm. Hann var stórbóndi í hjá- verkum og græddi vel á búskap sínum, átti ágæta reiöhesta og haföi ætiö 2 til reiöar. Þótti flestum fylgdarmönnum erfitt aö fylgja honum eftir. Lyfjabúö haföi hann ótrúlega mikla, hélt sérstakan mann til j)ess aö annast hana, skrifaði lyfseöla j)egar heim kom, og lét lyfsala sinn af- greiöa ])á, en sat sjálfur hjá fylgdarmanni og drakk kaffi meö honum. Var mikill höföingjabragur á öllu ])essu hjá karli. Læknissetriö var Hnausar í Þingi. En þrátt fyrir allan búskapinn og feröalögin, var S. mesti áhugamaö- ur í sinni grein og hneigöur fyrir vísindastörf. Hann sendi t. d. æxli og sýnishorn af meinsemdum íil Danmerkur, til þess aö fá fulla vissu um diagnosis, og var þó ekki hlaupiö að því í þá daga, lét sér auk þess ant um öll heilbrigðismál héraðsins, og var ótrauöur aö leggja á sig vinnu og fyrirhöfn í þarfir almennings, ])ó ekkert kæmi í aöra hönd, eins og sjá má af skýrslubrotinu. Eg held aö hugsUnarháttur, þrek og dugnaður S. mætti verða íslensk- um læknum til fyrirmyndar. Hvaö gætum vér ekki gert ti! margskonar þjóöþrifa, ef vér værum brennandi í andanum og samhentir llvaö gætum vér ekki rannsakaö, meö öllum þeim tækjum, sem nú eru til ? G. H. Lækningabálkur. Scabies. í liöug xo ár hefi eg notaö kláöasmyrsli H a r d y ’s og lækningaaö- ferö hans, og reynst hún mjög vel; hún er fljótlæknandi, og henni er alstaöar liægt viö að koma. Vildi eg geta hennar fáurn oröunx. 1. Sjúkl. er látinn smyrja allan líkamann, einkum ])á staöi. sem kláö- inn er frekast á (fingur, úlfliö, olnboga, holhendi o. s. frv.) mjög vendi- lega meö grænsápu (þunnu lagi). Tekur ])aö io—15 mín., ef gert er sem vera ber. 2. Sjúkl. er látinn bursta af sér sápuna með handbursta, svo að vel freyöi, i stórum þvottabala, sé liaöker ekki til, sem óvíöast er, nenxa á spítölum, og nota heitt vatn í. Tekur þetta um 20 mín. til ]/> tima. 3. Sjúkl. þerrar sig vel og vandlega um allan kroppinn með snörpu handklæöi, og smyr sig' síðan eöa lætur Snxyrja (en það verður aö gerast með mikilli nákvæmni, sérstaklega þar sem kláðinn er fyrir) meö H a r- dys smyrsli. Rp.: Sulfur. præcipitat. grm. 25, carl). kal. 10, vaselini grm. 125. Vefur sjúkl. sig i laki eða brekáni og liggur meö smyrslið í tvær klukkustundir. 4. Eftir 2ja stunda legu meö smyrslið á sér, er sjúkl. látinn þvo þaö af sér meö linu, heitu grænsápuvatni, eða þaö þvegið af honum, og þegar hann er þurr orðinn, læt eg hann venjulega rjóða sig með zinksmyrsli og strá talkunx á, og þerra nxeö þvi. Þá er lækningin á enda, og hverfur kláöafiöringur á næstu dögum. Auðvitað veröur sjúkl. að fara i hrein, soðin nærföt, og alt hreinþvegiö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.