Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 10
32 LÆKNABLAÐIÐ gæti líka veriö nauösynlegt hér, svo aö allir hópist ekki á sama staö, Eg hefir fariö hér fljótt yfir, — aöeins stiklaö á stærstu atriöunum í þessu vandamáli. Þaö er óþarfi aö svo komnu máli, aö fara frekar út í tilhögun kenslunnar í einstökum atriöum eöa hvaö námiö ætti aö vera langt. Aðeins vil eg minna á það, mönnum til leiðbeiningar, að nárniö er ákveðið a. m. k. 3 ár í Höfn. Ef einhver fellur viö eitthvert prófiö, getur hann tekiö þaö upp eftir eitt ár. — Þaö þótti sýnt i upp- hafi, að þessi tími er of stuttur til þess aö kenna reglulega allar náms- greinir, — einkum þóttust rnenn sjá fram á það, aö nemendur fengju alt of litla verklega æfingu á ýmsum sviðum. Þess vegna ákváðu lögin, aö þeir, sem útskrifast, veröa aö starfa í tvö ár undir umsjón annara, utanlands eöa innan, áöur en þeir geta fetigiö veniam practicandi. Vel gæti eg hugsað mér, — ef kensla kæmist á hér, — aö sú leiö yrði farin, að láta nýútskrifaöa tannlækna fara utan um tíma, áöur en þeir hefja starf á eigin ábyrgð. Vil eg nú lúka máli minu með þeirri ósk, að háttvirt L. R. veröi mér sanunála um þaö, að svo búið má ekki standa lengur, og nauðsynlegt sé aö taka málið til alvarlegrar íhugunar. Þætti mér þá betur fariö en heima setiö. Eg trúi því fastlega, aö máliö komist á réttan rekspöl, ef læknastéttin, sem venjulega veit gjörst hvar skórinn kreppir, i heil- brigöismálum, vill gefa því nauðsynlegan gaum og styöja aö heppilegri lausn þess meö ráöum og dáö. Frá handlæknamótinu í Róm 1926. Eftir Steingr. Matthíasson. ------ (Niðurlag). Þá 4 daga, sem læknaþingið stóö (7.—10. apríl) voru stööugir fyrir- lestrar og umræöur á víxl. bæöi fyrri og seinni hluta dags. Aðsóknin var góö framan af hverjum fundi, en strjálaöist þegar á leiö. Þvi þaö þarf hreint dúxa-eöli og úthald til aö halda sér vakandi og' hlustandi marga tima í rykk. Margir ræöumenn voru óþarflega langoröir og hér viö bættist Baljels-glundroði málanna, til aö fæla menn frá. Það mátti tala á 4 tungum: ensku, frönsku, itölsku og spönsku. Erönsku- mælendur höföu langflesta dygga heyrara. Þegar hin málin konui, týnd- ust margir út (sbr. græca sunt, non leguntur). Svo var til ætlast, aö enginn mætti flytja lengra erindi en í 20 mín., en taka þátt í umræðum aöeins 5—10 mín. Út af þessu var þó oft brugð- ið og eg saknaði timamælisins, sem Bandarikjamenn nota. Hann er svip- aöur taktmæli, og urgar djöfullega i honum þegar ræöumaöur á aö þagna. Hin vísindalegu umræðuefni voru þessi: 1. Radium-fækning legkral)l)a. 2. Meðferð heilameinsemda. 3. Langær árangur af meöferö Jacksons-flogaveiki. 4. Skurðlækning miltisins. 5. Lifrar-ígeröir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.