Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 24
46 LÆKNABLAÐIÐ viö landlækni, Læknadeikl Háskólans og fulltrúa tannlæknanna, hvort ekki muni tímabært aö koma á tannlækningakenslu i Rvík,“ N. Dungal: Hæpiö aö koma á kenslu í Rvík. Betra aö koma tann- læknaefnum á skóla erlendis. Hætt viö, að viökoman verði of mikil. ef skóli er hér á landi. Háskólakennarar fullhlaönir störfum, þótt ekki bæti þeir á sig. Rétt aö styrkja tannlæknaefni til náms ytra. Hallur Hallsson, tannlæknir: Fyrst þarf aö athuga lífsskilyröi fyrir tannlækna. Ólíft ólaunuöum tannlæknum utan Reykjavíkur. Tilgangs- laust aö fjölga tannlæknum nema ástæöur breytist. Páll Ólafsson, tannlæknir: Ekki nein skilyröi fyrir hendi, til þess að menta tannlækna í Rvík. Guðm. Thoroddsen: Nefnd æskileg i málið, til þess aö athuga kostnaö við tannlækniskenslu hér, eöa styrk til náms ytra. Óttaöist of öra aö- sókn aö væntanlegum skóla hér. Guðm. Hannesson: Vafalaust auöið aö koma á fót i Rvik sæmilegri kenslu í tannlækningum. Nauösynlegt aö launa tannlækna úti um land af opinberu fé. Almennir læknar eiga aö læra svo mikið, aö þeir geti sint conservativ tannaögeröum. Þörf á almanna tannlækningastofu. Sæm. Bjarhjeðinsson: Studdi nefndarkosning. Gunnl. Claessen: Svaraöi ýmsum mótbárum, er fram höíöu komið. Þórður Sveinsson: Fullreynt, aö almenna læknisfræöi má kenna, svo i góöu lagi sé, hér á landi, og því engum vafa bundið, aö hér mætti líka, og engu síöur, kenna tannlækningar. Brynj. Björnsson, tannlæknir: Þakkaði þeim, sem til máls höfðu tekiö. Ekki tiltökumál, þótt nýung þessi kæmi flatt upp á ýmsa, og þeir óviö- búnir að átta sig þegar í staö á málinu. Skv. till. G. Thoroddsen voru þessir 5 menn kosnir í nefnd, til að athuga málið: Vilh. Bernhöft, Brynj. Björnsson, G. Claessen, Mattli. Einarsson og N. Dungal. Erindi Jóns Kristjánssonar um diathermilækning á gonorrhoea frest aö til næsta fundar. Fundi slitiö. Smágreinar og athugasemdir. Eberth dáinn. Carl Joseph Eberth lýsti fyrstur manna tauga- veikis-sýklinúm. Viö rannsóknir sínar rakst hann á smáverur í þörm- um og eitlum, samfara typhus-einkennum á sjúklingum (áriö 18S1). Aðrir sóttkveikju-fræðingar færöu svo, ásamt E b e r t h fullar sönnur á aö hér væri um aö ræða sjálfa orsök taugaveikinnar. E b e r t h gerði miklar rannsóknir á ámyloid degeneration og malign meinum. Hann hóf starf sitt í Wiirzburg, en lifði mikinn hluta æfi sinnar í Zúrich, próf. i pathologi viö háskólann og dýralæknaskólann þar. Starfaði siðar viö háskólann í Iialle á Þýskalandi. Fæddist 1835, en andaðist í desember s.l. í Berlín, og haföi þá nær tvo um nírætt. G. Cl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.