Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 35 liann frætt okkur um, hvorki um hin sönnu upptök veikinnar né rót- tæka lækningu. A'öalkenning hans var sú, aö þaö væri ekki hinn ytri örvefur i beini og heilahimnu, sem orsakaöi veikina meö þrýstingi inn á viö, heldur óeölilegur ofvöxtur í n e u r o g 1 i a, og að um væri aö gera, aö ná því flykki öllu burtu. En þaö er hægra sagt en gert. Ennfremur hélt hann því frant, að flogaköstin stæöu i sambandi viö ójafnvægi í vökvaþrýst- ing heila og mænu, því hann sagði, aö sér hefði tekist eftir vild, að frantkalla og stööva krampa í sjúklingum, með því ýniist að tappa af þeint 1 i q u o r cerebro-Spi n a/1 tþs f eða spýta inn í heila-'mænu- holið a cj u a d e s t i 1 1 a t a, og heföi hann með því getaö haldið nokkr- um sjúklingum viö heilsu. 9 læknar tóku til máls. Var samkomulag um, aö haldgæði batans eftir óperation væri venjulega stutt, og algengt, aö þessir sjúklingiar kæinu aftur og aftur. Alessandri sagöi dæimi þess, aö hægt væri aö vísu að eyða krömpunum stundum með nógu rót- tækum skuröi, og það heföi sér tekist í tvö skifti, en í öðru þeirra fékk sjúklingurinn fullkomna hemiparesis. Eg hjó þó einkum eftir því, sem þeir Young hinn skotski (mag- nr og grettinn, en ábyggilegur Skoti) og de Quervain (lítill, ófríö- ur en síbrosandi Gyðingur) sögðu. Þeir töldu afarerfitt aö skera úr hvað Tacksons epilepsi væri, annað en venjuleg e p i 1 e p s i. Og þeir efuð- ust um, að örinu væri um eins mikið aö kenna og af væri látið. Þvi oft eru ör, og þau slæm, og engin e p i 1 e p s i, en flogin hins vegar mikil, þó lítið sé meiösli. Quervain endaði mál sitt þannig, og glotti við tönn: N o u s n e s a v o n s r i e n d e p r é c i s s u r 1 a n a t u r e e t 1 a cause de l’epilepsie Jacksonienne. Og meö þeirri von- arsnauðu trú fór eg af þeim fundi. Skurðlækning miltisins. Um ekkert verkefni fundarins uröu menn margorðari en þetta, og um ekkert lá meira fyrir skrifað. Þessir fluttu erindi og lögöu fram þykkar ritgerðir: Maurice Pitel (Lyon), Leotta (Bari), Papayoannou (Ghezireh), Hench’en (St. Gall) og Llado (Sevilla). En á eftir þeim tóku 23 aðrir til máls. A allri þeirri mælgi og- skriffinsku var þó lítið að græöa. Enginn var öðrum klókari um það, til hvers miltið sé eiginlega i okkur skapað, og því síður um það, hvernig lækna megi veslings miltað, þegar fjandinn er hlaupinn í þaö. Það er að vísu nokkuð auðgert aö taka það burtu, og gátu margir hrósað sér af slíkum þrekvirkjum og margra punda milt- um að velli lögðum. En i raun réttri sýndist það nærri álíka vandræöa- úrræði og það, sem Hjaltalín landlæknir ræður til við höfuðsótt á kindum í dýralækningabæklingi sínum, þ. e. aö taka höfuðiö af skepnunni. Læknar Suðurlanda sjá urmul af miltismeinum, og gefa þau ungum kírúrgum svipaða æfingu í kviðristu eins og botnlangar nú, eöa sullir fyrrum, hér á íslandi. Þaö vakti athygli rnína, hve margir kollegar þarna syöra höfðu séð oft sulli í miltanu. Var það út af fyrir sig merki um hve sullveikin mun þar vera útbreidd. T. d. hafði Alessandri einn haft 6 miltissulli til meðferöar. Ræðumönnum kom saman um, aö exstirpatio lienis hefði góðan árangur viö morbus B a n t i, við i c t e r u s h æ m o-'l y t i c u s

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.