Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 3'1 lielst nýtísku — tannlækningastofu fyrir börn. Sömulei'ðis hefir þaö flog- ið fyrir eyru mér, að Rauðakrossfélagið hafi í hyggju að koma hér á íót almennings tannlækningastofu. Því hefir mér dottið i hug, að hér væri hægt að láta kensluna njóta góðs af, og sameina tannlæknishjálp og kenslu á þessum og líkum stofnunum. Þar ætti að vera hægt aö kenna Dentologi og special kirurgi að miklu leyti. Eftir er prothese-fræði, þar í talið gullsmíðar. — Mér hefir flogiö í hug, að tannlæknarnir hér í bæ hefðu sameiginlega stóra tanngerðar- stofu og réðu til sín duglegan mann, útfarinn i allri tanngerðarlist. Þeir létu vinna þar fyrir sig að öllum Protheseverkum, í stað þess að þurfa að hafa hver sína tanngerðarstofu. Þetta gera Norðmenn. Þarna mætti svo koma fyrir kenslunni í verklegri prothese-fræði. (Eg vil taka það þegar fram, að þetta munu tannlæknar ekki leggja út í, fyrr en sett hafa verið tannlækningalög í landinu). Annars gæti ef til vill komið til mála, að tannlæknar tækju að sér að kenna þetta fyrst í stað i sínum einkatanngerðarstofum. Ef þetta gengi að óskum, og hægt væri að koma öllu fyrir á þenna hátt, sem eg hefi bent á, þá ætti ekki að þurfa aö hugsa fyrir neinu sér- stöku húsnæði frekar í bráð. Alér hefir fundist, svona fljótt á litið, að það ætti ekki að vera ógern- ingur að koma þessu á laggirnar, án þess að reka sig á alt of margar hindranir og örðugleika. En nánari rannsókn og athugun fleiri manna mundi leiða i ljós hvort hugmyndin er eintómir draumar og skýjaborgir. Það á sér viða staö, að kenslustofnanir fyrir tannlækna séu einskon- ar annexíur háskólanna, og er látiö vel af. Þar sem sjálfstæðir skólar eru, kenna oftast fleiri eða færri af prófessorum háskólanna þar lika ; svo er í Höfn. Svo þetta ætti að geta orðið hér lika, að því er virðist. Eg hefi hugsað mér, að þriggja manna nefnd hefði yfirumsjón með kenslunni, og sæi um að alt gengi eftir settum reglum. Ekki er gott að segja neitt ákveðið, á þessu stigi málsins, um kostn- aðinn, sem af þessari viðbótarkenslu leiddi, og öllu fyrirkomulaginu. Nákvæm athugun og rannsókn á málinu frá öllutn hliðum mundi sjálf- sagt leiða menn i allan sannleika uni það. Það er svo mikið undir þvi komið, hvort kennarar háskólans vildu taka þessa kenslu að sér, að hve miklu leyti og fyrir hvaða þóknun. Mér þykir sjálfsagt, að nemendur væru látnir greiða kenslugjald, eins og i öðrum löndtím, kaupa sér sjálfir ýms verkfæri og leggja sér til efni, til tanngerðar og jafnvel tannfyllinga, — einkum dýra málma (platinu og gull), að svo rniklu leyti, sem þeir vinna ekki öðrum gagn. Á eg þar við að þeir ynnu á skóla- eða Rauðakross-klinik síðasta árið, eða öðrum opinberum klinikum. Sumstaðar er fólkið, sem þiggur aðgerðir, látið borga efniskostnað, sem af verkum stafar, svo sem gull-fvllur, brýr eða tanngarða. Finst mér það gæti vel komið til mála hér. Ef rikið gerði tannlæknanemum hægra fyrir með námið, — létti undir með kostnaðinum, þá finst mér að til mála gæti komið, að fara að dæmi Norðmanna. Stjórnin þar gerir þeim að skyldu, sem fá aðgang aö tannlæknastofnuninni, að starfa eftir próf á þeim stöðum, sem hún ákveður, þar sem vöntun er á tannlæknum lengri eða skemri tíma. Það

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.