Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 4
26 LÆKNABLAÐIÐ Eg hefi aö eins lieyrt getiö um einn íslending viS tannlæknisnám ytra. ÞaS mætti þykja gott, ef fylt væri í skörSin, þegar þeir eldri falla frá, sem nú starfa hér, ef ekki verSa bráSlega gerSar einhverjar sérstakar ráSstafanir til þess aS greiSa götu þeirra, sem vilja leggja út á þessa braut. NámiS er alstaSar mjög kostnaSarsamt. Suma hefir þaS kostaS um 20 þúsund krónur í 3 ár i Höfn. Um einn hefi eg heyrt, aS þaS kostaSi 25 þúsund krónur. Þá var dýrtíSin mest. — AnnarsstaSar er kostnaS- urinn svipaSur. KostnaSur er aSallega: Áhalda- og efniskaup (t. d. gull og platina), kenslu og prófgjöld, ,,Manuduktion“ mikil, fyrir utan bækur, dvalar- kostnaS og klæSnaS. Kenslustofnanirnar eru of litlar, og þar af leiS- andi fáum hleypt aS. Þannig er þaS á NorSurlöndum. Á tannlæknaskól- ann í Höfn komast 35 annaS árið, en i 'mesta lagi 40 hitt áriS. En venju- lega sækja um inntöku á tannlæknaskólann 150 eSa fleiri. ASgönguskil- yrSin aS skólanum eru þessi: a) Stúdentspróf meS I. einkunn. Venjulega tekinn helming- ur af stúdentuin, af þeirri tölu, sem kemst aS. b) GagnfræSapróf meS á g æ t i s e i n k u n n, og aukapróf í latínu, frönsku og þýsku. Eg skal nefna tvö dæmi, til aS sýna hve greiSan aSgang íslending- ar eiga aS skólanum í Höfn, eftir aS ísland varS fullvalda konungsriki. Fyrir 6 eSa 7 árum sótti stúlka, sem hafSi tekiS stúdentspróf hér, um upptöku í skólann. Hún varS aS bíSa í 2 ár, og var ekkert sint, eftir því sem mér hefir veriS skýrt frá. Svo tók sendiherrann okkar aS sér máliS, og þá hafSist þaS meS herkjum, aS koma stúlkunni aS, meS því aS kvarta viS lögjafnaSarnefndina dönsku og fá formann hennar til þess aS hafa áhrif á kenslumálaráSherrann. Hitt dæmiS er þannig: VoriS 1925 tók stúlka gagnfræSapróf viS menta- skólann hérna, meS góSri I. einkunn. Hún hafSi hugsaS sér aS nema tannlækningar, þegar hún hefSi lokiS viS aS taka próf í þeim greinum, sem á vantaSi, til þess aS fullnægja lögboSnum upptökuskilyrSum á tannlæknaskólann í Höfn. — Einum af prófessorum skólans var skrifaS og hann spurSur um, hvort nokkuS væri því til fyrirstöSu, aS hún kæm- ist inn á skólann næsta ár (haustiS 1926). Svar kom aftur frá skólan- um, aS eina vonin um aS umsóknin yrSi tekin til greina, væri sú, aS fá ríkisstjórnina hér til aS senda umsóknina og mæla meS henni. Þáver- andi forsætisráSherra tók mjög vel i máliS og lofaSi aS veita því allan stuSning, sem hann gæti. — Stúlkan var svo látin sitja viS næsta vet- ur, aS læra þessi þrjú mál, sem hún átti eftir, og tók próf í þeim meS góSri fyrstu einkunn hjá rektor mentaskólans, sem gaf út vottorS um þaS. ForsætisráSherrann sendi umsóknina í tæka tíS og fól umboSs- manni stjórnarinnar í Höfn aS fylgja málinu fast fram. Svo leiS og beiS, þangaS til seint í ágúst 1926. Stúlkan hafSi búiS sig til ferSar, því skól- inn byrjar 1. sept. En rétt í þeim svifum, sem hún ætlar aS sigla, kernur úrslita-svar og alger neitun aS þessu sinni. Sem ástæSa nefnt, aS hún hefSi ekki fengiS ágætiseinkunn viS prófin. — En ef sú krafa er gerð, þá munu sania sem allir útilokaSir hér, frá skólanum, því þaS mun æSi torvelt aS fá hér ágætiseinkunn viS gagnfræSapróf.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.