Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 27 ÞaS sjá allir, hversu aögengilegt er aö spila í slíku „lotteríi". — Tím- inn fer til einskis, og ekkert verður vitaö um þaÖ, hvort nokkru er aö treysta í þessum efnum. Allar áætlanir bygöar í lausu lofti. Þetta er fæst- um lientugt. Þaö mun, aö því er eg hygg, hafa veriö reynt aö fá því framgengt, aö 1 „kvalificeraöur“ Islendingur fengi aögang aö skólanum á ári, ef meö þyrfti og til kæmi. En þaö mun víst ganga heldur treglega, aö því er mig grunar. Mér hefir jafnvel skilist, að forstj. skólans sé ekkert sérlega hlyntur íslendingum, og hann muni ef til vill hugsa sem svo: „Við get- um ekki tekiö móti útlendingum, þar sem ekki er rúm fyrir okkar eigiö fólk. Hvaö vilja íslendingar vera að leita á okkar náöir, þar sem þeir annars fara sínar eigin leiðir og vilja fjarlægjast oss sem mest?“ — Á skólanum er enginn íslendingur nú. Utan Norðurlanda mun víst vera leiö að koma fólki á slíkar kenslu- stofnanir, en þaö veröur aö vanda valið, því þær munu vera misjafnar. Víðast er heimtað stúdentspróf eöa þvi sem næst, og námstíminn frá 3^2—5 ár. Þess veröur líka aö gæta, að nemendur veröa að vera vel færir í þvi máli, sem kenslan fer fram á, ef námiö á aö koma aö full- úm notum. Eg hefi verið aö reyna að gera mér grein fyrir því hvaö margir tann- læknar þyrftu að vera hér á landi og hvar þeir ættu að hafa aösetur, ef fólki væri gert eins greitt fyrir aö ná til tannlæknis eins og unt er hér í strjálbýlinu, og einkum ef farið væri aö dæmi Norðmanna og ýmsra annara þjóöa og sett í lög að öll bæjarfélög og kauptún skuli láta fram- kvæma reglubundið eftirlit á tönnúrn skólabarna, og veita þeim nægi- lega hjálp í þeim efnum. Niðurstaöa mín hefir verið þessi: Reykjavík 7 (þar af sumir viö skólatannlækningar, og aðstoðarmenn), Hafnarfjöröur og Suöurnes 1, Akranes og Borgarnes 1, Stykkishólmur, Dalir og Baröaströnd 1, ísafjörður og Vestfiröir 2 (annar aðstoðartannl.), Blönduós og nærsveitir 1, Sauðárkrókur 1, Siglufjöröur 1, Akureyri 1 —2, Austfirðir 1—2, Vestmannaeyjar 1, Austanfjalls 1 (vafasamt). Þá gæti meö tímanum orðiö 1 tannlæknir fyrir hverja 5000 íbúa í landinu. Ætlast eg til aö í flestum kaupstööum veröi komið á fót reglubundn- um skólatannlækningum, og aö sumir tannlæknar hafi umferða-praxis. En hvergi séu leyföir sjálfstæöir „tannteknikarar“, því að alt fúsk og kunnáttuleysi er til ógagns. Það mætti geta þess, til samanburðar, aö fjöldi tannlækna í hlutfalli við ibúatölu, er í nokkrum löndum, samkvæmt nýjum skýrslum, sem hér segir: A Englandi og írlandi 1 á móti 3700 íbúum, i Noregi 1 á móti 3575, í Bandaríkjum N.-Ameríku 1 á móti 2200, í Danmörku álika og í Englandi. A íslandi má víst segja, aÖ sé, nú sem stendur, 1 tannlæknir fyrir hver 15—16 þús. íbúa; — þaö fer eftir þvi, hvernig á þaö atriöi er litið. Ef þjóðin vill fá fleiri tannlækna, og þaö veit eg að margir óska eftir, víösvegar úti um land, þá veröur eitthvað til bragös aö taka, til þess að greiða úr málinu. Hvernig veröa nú fengnir nægilega margir tannlæknar handa þjóö- inni, þegar erfiöleikarnir eru slíkir á vegi þeirra, sem vilja nema og leggja stund á þessa grein ? Svarið verður í styttstu máli þetta: Hin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.