Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 18
40 LÆKNABLAÐIÐ ur þá fæöing á eftir, en skeö getur aö fóstriö lifi áfram og þroskist í leginu. Misjafnir eru dómar um þessar aögeröir, og tíöara mun þaö vera, aö menn sprengi belgi á venjulegan hátt. B a r vill heldur gera ástungu (Bar, Brindeau et Chambrelent: La pratique de l’art des accouchements). Aftur á móti segir Seitz (i Döderlein: Handbuch d. Geburtsh.), aö ástungan sé einskisnýt og ekki hættulaus, og K r a h u 1 a (Monatsschr. f. Geb. u. Gyn. 1921) hafnar ástungunni, vegna þess hve horfur fósturs- ins séu hvort sem er slæmar, og vegna ])ess, aö ekki sé vert aö stuöla aö því, aö vansköpuö börn fæðist lifandi i heiminn. Mér, fyrir rnitt leyti, þvkir miklu ráölegra aö reyna fyrst ástungu. Hætt- :m viö hana getur ekki veriö mikil, lítil sem engin hætta á blæöingu úr legveggnum, sem strax dregur sig saman utan um nálfariö, og blæöing úr fylgjunni getur eingöngu skaöaö fóstriö. Sýkingarhætta er sama sem útilokuö viö ])essa aöferö, en er ávalt töluverö, ef belgir eru sprengdir á venjulegan hátt. Og síðast en ekki síst eru þó alt af einhverjar líkur til þess að ófullburöa fóstur geti lifaö eftir ástungu og þroskast áfram í leginu, og enginn veit að hverju barninu gagn veröur. Eg hefi oft séö töluvert mikiö vatn viö fæöingar, sem aö ööru leyti hafa veriö eðlilegar, en eg liefi aöeins 2 sinnum séö acut hydramnion, og' set eg hér sjúkrasögur þeirra: I. Bóndakona 36 ára. Kom til min 7. sept. 1922, ofan úr Hvalfirði. Áður frísk. Hafði eignast 3 börn, seinast fyrir 3 árum. Tíðir seinast í byrjun marsmán. Hreyf- ingar fyrir 5—6 vikum. Fór snemma að gildna, en hefir gildnað langmest seinustu 2 vikurnar og haft þá mikla verki og óhægð í kviðarholi, á erfitt um andardrátt og getur ekki legið á bakið. Hefir haft mikil uppköst og horast. Sefur illa. Er mögur. Kviður stór og spentur, ummál 106 cm. Ógreinilegir fósturhlutar finnast ofan til, en hjartahljóð heyrast ekki. Engin merki uin syfilis. Enginn bjúgur. Þvag eðlileg't. Flutt á Franska spitalann. — 8. sept. Ástunga í miðlinu neðan naílai tæmt út 7 lítrar af tæru vatni. Þá finnast greinilegir fósturhlutar og hjartahljóð heyrast. Ununál 95 cm. Konunni létti mikið, en eftir nokkurn tíma var jafnmikið vatn komið og áður, og var þá aftur gerð ástunga (M. E.) og um kvöldið íæddust 2 drengir, eineggja, rétt skapaðir, sem strax dóu. Legvatnið mjög mikið, var ekki mælt. Konunni heilsaðist vel. II. Verkamannskona 41 árs, Reykjavík. Kom á Landakotsspitala 4. júni 1926. Að- ur heilsugóð. Hefir eignast 6 hraust börn. Tíðir seinast um nýár. Seinustu vikurnar liefir kviðurinn þanist mjög út, konan verið uppþembd, slöpp og liðið illa, svo að hún hefir verið við rúmið og algerlega rúmföst seinustu vikuna. Hefir haft titring og mikinn hjartslátt, andardráttur orðið erfiður, en þó ekki mikil mæði. Hefir ekki fund- ið hreyfingar. Uterus nær upp undir proc. ensiformis. Fósturhlutar finnast ekki Fóst- urhljóð heyrast ekki. Ummál 100 cm. Engin merki um syfilis. Enginn bjúgur. Þvag cðlilegt. — 5. júni. Ástunga. Tæmt út 4)4 líter vatns. Eftir það finnast fósturhlutar og fósturhljóð heyrast. — Létti miki'ð. Lá á spítalanum vikutima, en fór svo heini og gegndi störfum sínum sem húsmóðir þangað til 27. júlí, að hún fæddi eineggja tvibura. Eg kom til hennar þegar seinna barnið var nýfætt. Vatn hafði veri'ð mjög mikið, en var ekki mælt, var meira með stærra barninu. Börnin, drengir,, voru bæði fædd í framhöfuðstöðu. Minni drengurinn var 47 cnt. langur, en 1000 grm. að þyngd. Hjartsláttur fanst, en lifgunartilraunir voru árangurslausar. Stærri drengurinn var 49 cm. Iangur, 1250 grm. að þyngd. Hann var vel lifandi og lifir enn í dag við góða heilsti. Konunni heilsaðist vel.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.