Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 10
104
LÆKNABLAÐIÐ
sem kandídatar væru fleiri eöa færri. í Danmörku strandaöi alt á Fé-
lagi ungra læk'na. Heppilegt aö leita víðar en til Danmerkur, í Þýska-
landi og Austurríki taldi hann ekki vonlaust, að koma nokkrum mönnum
fyrir, meö sæmilegum kjörum, ef reynt væri aö semja um þaö. Stakk
upp á „3 manna nefnd, til þess í samráöi við landlækni aö komast að
samningum viö erlenda spítala um pláss hauda ísl. kandídötum".
Landlæknir gerði þá breytingartillögu ,,aö læknadeild háskólans
kæmi í staö landlæknis“.
Tillaga landlæknis var samþykt meö 10:8 atkv., og tillaga N. D. með
þeirri breytingu, með öllum greiddum atkvæðum.
G u n n 1. C 1 a e s s e n sagði, að þegar farið væri að leita fyrir sér
í útlöndum, myndi verða spurt um hversu vér notuðum mögnleikana
innanlands. Þeir væru illa notaðir sem stendur. Á Akureyri, ísafirði,
Vífdsstöðum, ættu að vera kandídatspláss, svo og á Kleppi. Landsstjórn-
in ætti að beita sér fyrir framkvæmdum i þessu. — Kvað rangt hjá G.
H., að ekki mætti semja við yfirlæknana erlendis um kandídatastöður.
CG. H. kvað sina reynslu aðra). Laun mætti ekki búast við að yrðu greidd.
J ó n Kristjánsson kvað fastan aðstoðarlækni nauðsynlegan á
Vífilsstöðum, og kandídat að auki.
Þórður Edilonsson taldi málinu betur borgið í höndum Lf.
heldur en landsstjórnarinnar.
Gunnl. Claessen bar fram þessa tillögu:
„Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að veita framvegis aðstoðar- og
kandidat-læknastöður i sjúkrahúsum ríkisins, um takmarkaðan árafjölda
í senn.“
Landlæknir studdi tillögu G. Cl„ og var hún samþykt.
VIII. Berklavarnir. Landlæknir kvað enga hættu á því,
að lög þessi yrðu numin úr gildi, en hinsvegar gætu breytingar orðið á
þeim. Breytt var þeim 1923. og maximum sýslugjalds sett 2 kr. á mann.
Gerði hann grein fyrir því, hversu breyting þessi hefði aukið kostnað
ríkissjóðs af berklavörnunum. Þingi og stjórn óx kostnaðurinn i aug-
um, en lagabreytingin á síðasta þingi (1927) bætti ekki úr.
Fyrst og fremst má f æ k k a sjúklingunu m. Margir liggja á
sjúkrahúsum, sem ekki þurfa nauðsynlega að vera þar. Stjórnarráðið
grunar lækna um að halda fleirum á sjúkrahúsum en óhjákvæmilegt sé.
Taldi hann þetta rangt, og væri afar erfitt að losna við sjúkl., þegar
þeir væru eitt sinn komnir.
Annað ráð, sem stjórnin hefir tekið, er að ákveða hámark dag-
gjrlds fyrir sjúkl., sem liggja á ríkiskostnað.
Þriðja ráðið er takniörkun á bqrgun til 1 æ k h a. Erlendis
eru læknar fastlaunaðir, en hér borga einstakir sjúkl. læknishjálp. Stjórn-
in vill nú fylgja læknataxtanum 1908. bæði fyrir embættislækna og eins
fyrir starfandi lækna. Landlæknir mintist á gjaldskrána frá 190S.
Sagði, að þótt hún þætti nú ómynd, þá hefði hún verið mikil framför
á sínum tima, og hefði verið afarerfitt að fá hana samþykta. Allri taxta-
hækkun hefir þingið verið mótfallið og nú er gjaldskráin lögfest með
lögunum um laun embættismanna, frá 1919, og einnig 1. grein henn-
ar, sem áður var deilt um.
Kjartan Ólafsson fór nokkrum orðum um taxtamálið. Efaðist