Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 14
io8 LÆKNABLAÐIÐ ]jví til leiöar, aö stofnaö sé varahéraöslæknisembætti. Skal hún jafnframt gera till. um starf þessa læknis eða lækna og þó einkum þannig', að hag- kvæmt sé fyrir heilbrigðisstjórn og héraðslækna." — Samþ. með öllum þorra atkv. í nefndina voru kosnir: Guðm. Hannesson, Magnús Péturs- son og Níels Dungal. X. S t j ó r n a r k o s n i n g. Fundarstjóri vildi afgreiða þetta mál nú þegar vegna þess, að til þess hafði verið mælst. Þ. E d. mótmælti því og óttaðist að menn gengju af fundi. Borið undir fundinn og samþykt. Kosnir voru: Guðm. Hannesson ............ með 26 atkv. Gunnlaugur Claessen ......... — 22 — Níels Dungal ................ — 14 — Ólafur Finsen ............... — 10 — XI. S a m r a n n s ó k n i r. G u ð m. Hannesson fór nokkrum orö- um um þetta mál og kvað svo illa hafa tekist til, að verkefni þau, sem valin hefðu verið á seinasta fundi hefðu ekki verið send út. Mælti með þessum verkefnum: 1. Menstruationsaldur íslenskra kvenna. 2. Rannsókn á húsakynnum alþýðu. Voru þau samþ. með öllum greiddum atkvæðum. Snorri Halldórsson mælti með að vinna að útrýmingu lúsa og sagði, að starf væri hafið i Síðuliéraði í þessa átt. J ó n B j a r n a s o n mintist á, að héraðsl. hefði verið álasað fyrir tóm- læti í samrannsóknunum, en þetta væri að nokkru samrannsóknanefnd- inni að kenna. því að hún hefði ekki gefiö nægilegar leiðbeiningar. Eyðu- blöð og forsögn þurfa að vera svo skýr og ótviræð, að ekki verði um vilst. Ó 1. F i 11 s e n gat þess, aö rannsókn á húsakynnum ættu héraðslækn- ar erfitt meö aö framkvæma. Hafði hann notaö ungmennafél. lil aðstoðar. XII. E k k n a s j ó ð u r i n n. Þ ó r ð u r E d i 1 o n s s o n fór nokkr- um orðum um málið og fram þessa tillögu: „Læknafundurinn samþ. gerðir Lf. Rvíkur í þessu máli.“ G u ð m. H a 11 n e s s o n bar fram þessa till.: „Fundurinn telur réttast að fresta samþyktum í Jjessu máli þangað til stjórnin hefir gengið úr skugga um vilja og afstöðu lækna utan Rvíkur." Till. G. H. samþ. meö öllum greiddum atkv. Var þá till. Þ. Ed. talin fallin. XIII. K e nsla í heilbrigðisfræði. Davíð S c h. T h o r- s t e i n s s o n hafði framsögu. Benti hann á, hve mikil fáfræði væri hér í heilbrigðismálum, vanþrif æskulýðs tilfinnanleg og veikindi mikil. Er- lendis þætti það ráð best, að koma á fót heilbrigðisfræðiskenslu í öllum skólum. Lagði hann til, að láta kennara hafa námsskeið í þessari grein í Háskólanum og ganga þar undir próf í henni. Gæti þetta komist smám saman á, því að ekki mætti bíða eftir því, aö nægilega margir sérfróðir kennarar væru til. L í k a m s r æ k t þyrfti að vera undirstaðan og í sam- bandi við hana æfa og kenna ýmsar hollustureglur. Marga sjúkd. má forðast, ef rétt er farið að, ef vankunnátta væri ekki til baga. Þjóðirnar tapa stórfé á henni og viö líka, Þjóðverjar og Ameríkumenn, einnig Eng-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.