Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 32
I2Ö LÆKNABLAÐIÐ Úr útlendum læknaritum. W. E. M. Mitchell (St. Bartholomew’s hospital, London): The prepara- tion of patients for operation. — The Lancet 6. ág. '27. Höf. skrifar langa grein um undirbúning sjúklinga undir operation, sér- staklega laparotomiur. Hann byrjar á aö lýsa j)ví, sem mælir á móti laxerolíu-notkuninni, sem áöur var algeng og er víöa enn ]>á, jjegar sjúkl. var gefinn vænn skamtur af laxerolíu kvöldiö á undan operation og var oft friölaus um nóttina vegna niöurgangs, og jtegar hann svo loks var nýsofnaöur undir morguninn, ])á var liann vakinn af hjúkrunarkonunni til jjess aö hægt væri að setja honum pípu í tæka tiö. Laxerolía mun vera besta meðaliö, sem til er, til þess aö tæma garn- irnar fyllilega, en fátt er ]>aö, sem græöist við slika tæmingu, sem er þarflaus nema ]jar, sem tæma á colon sem best og hindra hægöir sem lengst á eftir operationinni, eins og t. d. viö anal-operationir, sérstaklega við tum. hæmorrhoidales. Fyrsti gallinn á laxerolíunni á undan operationum er sá, aö hún ertir garnirnar um of, þær eru á eftir rauöar og bólgnar og þreyttar eftir áverkann og alls ekki i senr bestu ástandi til þess að þola operations- aögeröir, þó að tómar séu. Annar gallinn er alvarlegastur. Þaö er hreyfingarleysiö í görnunum eft- ir ertinguna og erfiði laxeringarinnar. Höf. heldur aö þetta hreyfingar- leysi (inertia) sé ein aðalorsökin til ileus postoperativus. Sjálf laparo- tomian og operation á görnunum kemur óreglu á hreyfingar garnanna. Þar viö bætist hreyfingarhindrunin, sem orsakast af magálssárinu og þar af leiöandi vöövavörn og svo kemur laxerolían og rekur á smiðshöggið, en uppþemba er ein aöalumkvörtun sjúklinga eftir kviðristur. Seinasti gallinn, sem mest kemur í ljós ef oiian er gefin kvöldinu áö- ur, er raskið á næturró sjúklingsins, en góður svefn og hvíld á undan operation er besta vörnin gegn shocki. Svelta á undan operation er líka aö hverfa úr sögunni. Áöur var ætlast til þess með laxeringunni og sveltunni aö hindra uppþembuna, en hvort- tveggja varö til þess aö auka hana, laxeringin meö hreyfingarleysinu, sem á eftir fylgdi og sveltan meö þvi, aö eðlilega ertingu vantaöi i garn- irnar, mat. En sterkasta mótbáran gegn sveltunni er hættan á acidosis eftir opera- tionina, og álítur höf. aö löng svelta geri frekar aö auka uppköst en draga úr þeim á eftir svæfingu. Þá kemur höf. aö sínum aðferöum til undirbúnings: 1. Útiloka focal infectio t. d. skemdar tennur, tonsillur o. s. frv. 2. Daglegar hægðir meö hæfilegum skamti af paraff. licjv. kvölds og morguns. 3. Styrking i hreinu lofti, líkamsæfingar og hentug fæöa. 4. Sjúkl. ætti ekki að koma seinna á spítalann en kl. 6 e. h. daginn fyrir operationina. 5. Heitt liaö og svo i rúmið. 6. Læknarnir líta til sjúkl. 7. Léttur kvöldverður, en engar kar- töflur, nýtt braitö, ostur, sterkt te eöa kaffi. Nóg aö drekka, en ekkert alkóhól nema læknir skipi sérstaklega fyrir um það. 8. Kviöur hreins- aður og rakaður. 9. Seinna um kvöldiö þegar sjúkl. fer að syfja, fær hann heitan drykk, t. d. mjólk. 10. Milt laxans, sem sjúld. býst viö að muni

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.