Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
107
en hún væri á engum rökum bygS, las hann upp fyrstu grein taxtans.
Ákvæöi hennar heföi veriö eina úrræSiS til þess aS bæta gjaldskrána, sem
annars var bundin í báSa skó. Kostaöi þaö mikla fyrirhöfn, aö fá stjórn-
ina til þess aÖ fallast á þetta.
Þóröur Edilonsson kvaö tillögu sína ekki fara fram á breyt-
ingu á taxtanum. Diplomatiskt aö hreyfa ekki taxtanum.
GuS m. Hannesson kvaö lögfestingu taxtans hafa aö nokkru leyti
bætt aístööu lækna, eigi aö síöur væri brýn nauðsyn aö fá taxtann end-
urskoöaöan.
G u ö m. G u ö f i n n s s o n taldi þaö óviöunandi, aö stjórnarráðið geri
slíkar ráöstafanir sem þessar, án þess aö leita ráöa landlæknis, og væri
þaö alvarlega vítavert.
G u n n 1. E i n a r s s o n. Héraöslæknar fá að vísu flestar krónur af
embættismönnum, en ranglátt væri þaö ekki, því aö mikils væri af þeim
krafist, og þeir yröu aö kaupa þaö dýrt, aö halda þekkingu sinni við.
Þessa væri ekki gætt þegar talaö er um tekjurnar og útsvör lögð á.
Halldór Hansen. 1. gr. gjaldskrár tekur ekki til prakt. lækna, og
leiðir til þess, aö lágmarki verður fylgt.
Landlæknir kvaö illa farið, aö ekki væru fleiri héraðslæknar viö-
staddir. Þeir myndu minnast á feröataxtann, þó fólki detti ekki í hug, að
borga svo lágt. Þinginu heföi oröiö sú skyssa á, aö fella feröataxtann úr
gildi meö lögunum um laun embættismanna. Væri því enginn feröataxti
nú. KvaÖst ekki greiða atkv. um berklavarnalögin eða taxtann.
IX. V arahéraöslæknir. Landlæknir kvaö heillaráö, er
aö því kæmi aö læknar væru nægilega margir, aö fara aö dæmi Noregs
í því aö hafa varahéraöslækni, sem heilbrig"öisstjórnin gæti gripið til, er
á þyrfti að halda, bæöi til þess aö starfa fyrir heilbrigðisstjórnina og
héraðslækna, sem staögöngumenn þeirra.
G u ö m. Hannessyni þótti ilt, aö máli þessu yröi flaustrað af, og
kvaö kröfuna um einn varahéraðslækni mjög hóflega. í raun og veru
veitti ekki af 4. Þaö væri ekki ósanngjarnt, aö læknar fengju frí frá störf-
uin einn dag af hverjum 12, en þetta svaraöi til þess, aö varahéraðslækn-
ar væru ekki færri en 4. Allar aðrar stéttir gera kröfu til þess að hafa
sunnudag í hverri viku, en læknum væri ætlaö að vinna alla daga ársins.
S n o r r i Halldórsson og J ó 11 B j a r 11 a s o n mæltu meö því
aö nefnd yrði kosin til þess aö vinna að þessu máli.
Jón Kristjánsson var meömæltur nefndarkosningu og stakk upp
á G. H., en landlæknir tæki að sér að koma síöan málinu á framfæri
við stjórnina.
S v e i n n G u n n a r s s o n fór nokkrum oröum um atvinnuleysi ungu
læknanna, kvaö varahéraöslækni þurfa aö hafa föst laun ef staðan ætti
að vera viðunandi.
Þórður Edilonsson geröi þessa tillögu:
„Læknaf. samþykkir aö fara þess á leit viö Alþingi, að veita fé til
þess að mentaður læknir fari um landið og leiðbeini læknum í nýjum
rannsóknaraðferðum og álítur fundurinn aö Níels Dungal muni best fall-
inn til þessa starfs.“ — Feld meö öllum þorra atkvæða.
Magnús Pétursson bar þessa tillögu fram:
„Læknaþingið ályktar aö kjósa nefnd til þess, ásamt landlækni, aö koma