Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 121 Af ofangreindum kviöristum ársins er það aö segja, aö í þremur ti1- fellum kom fyrir ígerö í sárum. Þaö voru alt botnlangaskuröir. 1. Stúlka, 26 ára. Fékk hæmatoma í Lexerskurð; það inficeraöist, var opnað og tamponerað um leið og Michels klemmur voru teknar á 7. degi. A 12. degi brutust út mislingar á sjúkl. Þetta hvorttveggja tafði bata, svo að hún útskrifaðist fyrst eftir 2S daga. App. var laus og litið veikur með oxyuris. 2. Karlm., 25 ára. Fékk djúpa ígerð neðarlega í Christ-Cross skurð, sem var opnuð um leið og klemmur voru teknar. Fékk nokkrum dögum j>ar á eftir inflúensa pneumoni. App. var fastur aftur við bak og erfitt að losa hann. Útskrifaðist fyrst eftir 36 daga. 3. Karlm., 24 ára. Fékk allmikla ígerð í Lexerskurð, svo að sárið í gegnum subcutanvefinn opnaðist að mestu, og þurfti að sauma j)að að aflokinni bólgunni. App. var fastvaxinn og ígerð í totunni (empyema). Útskrifaðist eftir 46 daga. í fyrsta tilfellinu hygg eg að mislingunum hafi verið um að kenna. Stúlkan er ópereruð nýlega smituð. Annaðhvort varð sjálf mislingasótt- kveikjan til að valda igerðinni í hæmatominu, eða hún hefir undirbúið jarðveginn. í báðum hinum tilfellunum var að ræða um þung, undangengin botn- langaköst, með háum hita (fyrir 6—7 vikurn), og má gera ráð fyrir að lifað hafi j)ar sýklar í glóðunum. Þar að auki voru báðir })essir menn veilir á svelli. Höfðu báðir haft briósthimnubólgu áður. Yfirleitt hefir frá því fyrsta oftar kornið fyrir hjá mér, að ígerðir kæmu eftir botnlangaskurði, heldur en aðrar kviðristur. Og hefir ])að ])á verið trú mín, að sárið hafi inficerast frá focus í botnlangastúfnum eða umhverfi hans hæmatogent, en síður við beina smitun sársins við opera- tionina. Þegar eg lærði í háskólanum í Kaupmannahöfn (útskr. 1902), var enn ríkjandi meðal kennara minna mjög mikill uggur við allar kviðristur vegna peritonitis-hættu; enda sá eg marga holskurði mishepnast fyrir peritonitis á Kommunespítalanum og á Friðriksspítala. T. d. kynokaði próf. Bloch sér mjög við að fara inn í kviðinn nema á sunnudögum og hátíðum, þegar fáir voru við, en orð fór af aö gengi herfilega. Hins vegar gekk t. d. próf. Wanscher 1)etur, og yngri kirurgar eins og Rovsing, Ul- rich og Kraft urðu áræðnari, og þeim gekk prýðilega. Þegar eg byrjaði sem læknir, hafði eg mjög mikinn ugg fyrir peritonitis eftir skurði. Þessi ótti hefir reynst mér grýla ein, j)ví eg hefi lært ])að af reynslunni, að peritoneum er afar þolgott gegn sýklum og drepur ])á-sennilega furðan- lega lengi. — Þegar eg rifja upp fyrir mér holskurði þá, er eg hefi gert, man eg ekki greinilega neinn ])eritonitis ttniversalis, sem kenna mætti aðgerðinni, heldur að eins i hæsta lagi lokaliseraðan peritonitis með abscessus. Aftur hefir hitt verið tíðara, að eg hafi fengið minni háttar ígeröir í magálssár, en þó þær hafi stundum verið hvimleiðar vegna taf- ar, þá hafa þær aldrei orðið að verulegu tjóni. Annað, sem tefur stundum fyrir gróðri sára, og sem eg þekki ekki ráð til að koma i veg fyrir, eru smá-hæmatomata, sem verður að opna og troða i. Það má vera, að með nógu þéttum saumsporum í subcutanvefinn mætti sleppa við þessa meinbugi, en þó efast eg um það. Æðar eru mis-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.