Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 12
io6 LÆKNABLAÐIÐ L a n d 1 æ k n i r lofa'öi ósérplægni G. Ein. Skýrði frá því, aö nokk- ur breyting hefði á þetta komist meö lögum nr. 42, 1927. Þórður Edilonsson bar fram svofelda tillögu: „Læknafundurinn álítur, aö sá taxti, sem nú gildir (frá 190S) sé svo iágur, að slíks séu engin dæmi í öðrum löndum nú á dögurn, og föst laun héraðslækna, sem þeir nú hafa, séu svo lág, aö þau réttlæti ekki svo lágan taxta. Löggjafarvaldið eða stjórnarráðró getur auðvitað ekki gefið neinar fyrirskipanir um taxta praktiserandi lækna.“ Feld með 10: 3 atkv. Magnús Pétursson mælti fastlega á móti taxtabreytingunni. Læknar þætti nú best launaöir allra embættismanna, og þegar launin voru hækkuð, var það talið sjálfsagt, að taxtinn héldist óbreyttur. Bar fram þessa tillögu: „Út af umburöarbréfi Stjórnarráðsins um gjald fyrir sjúkl., er borg- að er fyrir af opinberu fé, lýsir fundurinn yfir því, að hann telur Stjórn- arráðið engan ihlutunarrétt hafa um taxta lækna þeirra, sem ekki eru héraðslæknar, og mótmælir valdboði því, er i neindu bréfi felst.“ — Samþykt. J ó n K r i s t j á n s s o n studdi mál M. P., og sagöi margjt fyndið og mergjað um bréf Stjórnarráðsins. Þótti það þröngsýnt og ósanngjarnt í garð lækna. Sneri hann sér síðan til landlæknis og þakkaði honum alt hans starf í þágu læknastéttarinnar. — Bar fram þessa tillögu: „Lf. ísl. lítur svo á, aö stjórn landsins hafi engan skipunarrétt um taxta fyrir læknishjálp, að því er snertir þá lækna, spitalalækna, sem aðra lækna, sem ekki eru með lögum bundnir við taxta héraðslækna, þótt um þurfalinga sé aö ræða. Neyöist þvi Lf. ísl. til þess að virða að vettugi umburðarbréf Stjórnarráðs frá 3i.-5.-!27, og skoðar það sem marklaust skjal, að því er snertir alla aðra lækna en héraðslækna." — Feld. J ó n B j a r n a s o n kvað heppilegast að læknar töluöu sem fæst um lierklavarnalögin og breytingar á.þeim, sem hvorki yrðu sjúkl. né lækn- um til góðs. Gjaldskrá gætu læknar tæpast heimtað breytt að svo stöddu eftir að launin voru hækkuð fyrir ekki alllöngu. Taldi stjórnarráö hafa nokkuð til síns máls, þó hart væri. Samningaleiðin væri hér liest. Ó 1. F i n s e n tók íastlega svari landlæknis viðvikjandi taxtanum frá 1908 og kvað hann hafa veriö rnikla réttarbót á sínum tíma. Réði frá því að reyna að breyta taxtanum að svo stöddu. H a 11 d ó r H a n s e n kvað rnálið horfa ööruvisi við 1927 en 1908, og væri því nauðsynlegt að endurskoða gjaldskrána. Margfalt fleiri skurðir væru nú gerðir og margir, senr ekki voru gerðir fyr. Sjúkl. sé nú gert ókleift að leita til þeirra lækna, sem þeir vilja, skurðlækna og annara specialista. Slíkum læknum væri algerlega ókleift að starfa íyrir taxta héraðslækna. Jón Kristjánsson benti á, aö landssjóður skaðaðist stórum á því, að reka alla sjúkl. inn á sjúkrahús. Stjórnin kynni ekki að rneta verk lækna og gæti ekki upp á eigin eindæmi ákveðið borgunina. Hér- aðslæknar gætu alls ekki gert allar operationir o. fl. Allir ættu að deyja, ef það kostaði meira en 20 kr. að bjarga lífi þeirra. Væri ástæða fyrir lækna að verða bolchevíkar með þessu háttalagi öllu. Landlæknir kvað þá ásökun algenga, að héraðsl. brjóti taxtann,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.