Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1928, Page 5

Læknablaðið - 01.03.1928, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 35 aS í sinni röð, en kemst þó ekki í hálfkvisti viö safn Hunters. I hvert skifti sem eg hefi gengiö um anatomiska og kirurgiska hluta safnsins, hefi eg öfundað enska stúdenta og kollega af að eiga jafn hægan að- gang aö ágætri leiösögn i handlæknisfræðinni, eins og hér gefst ikost- ur á. Pathologiski hlutinn er einnig ágætur. T. d. eru húösjúkdómar sýndir þar svo vel á vaxmyndum, aö alt er eins og á lifapdi líkömum. Einna minnisstæöust er mér beinagrindin ,af írska risanum T h o m a s Parr, sem lifði um sama leyti og H unter. Hann slagaði talsvert upp í Golíat (var 4./ alin) og hlýtur aö liafa veriö ferlegur jötunn. Sagan segir, aö hann hafi selt Hunter skrokkinn af sér í lifanda lífi, en þegar hann dó, ætluðu ættingjarnir aö svíkjast undan og pretta Hunter. Með kænskubrögðum náði hann þó líkinu. setti pott á hlóöir, og sauö alt hold frá beinum. Þareð margir fyrirlestrar voru haldnir fyrir okkur um mjólkurfram- leiöslu og -sölu, og matvælaskoðun yfirleitt, var eðlilegt, að okkur væri sýnt ýmislegt þar að lútandi. Okkur voru t. d. sýnd tvö mjólkurbú, annað í Norður-London, en hitt i sveit, norður og austur af London. Hið fyrra var með nýtískusniði, afarvandað að öllu leyti, — likt og eg hafði best séð í Bandaríkjunum. Fjósiö mjög snyrtilegt, úr steinsteypu, þrifnaður framúrskarandi, og kýrn- ar mjólkaðar meö sogdælum. Kýrnar i því fjósi voru allar svartar, af sérstöku kyni, ættuðu frá írlandi. Er það frægt orðið fyrir hve ónæmt það er gegn berklaveiki. (The Kerry Cattle kallast þessir gripir). Síðara fjósið var í gömlum stil, — fornfálegur timburkumbaldi, en hárjáfraö- ur og loftgóður. Básarnir stráðir hálmi, og öllu þrifalega haldið, en á óbrotinn hátt. Kýrnar gátu verið úti í stórum garði, þegar þær vildu. Fjósið var haft opið allan sólarhringinn, svo að þar var engu hlýrra inni en úti. Gripirnir mjólkuðu vel, að sögn, þrátt íyrir kalt loft og hreint, og hefði margan íslenskan bónda furðað á slíku. En vissulega voru kýrn- ar hraustlegar að sjá, og júfrin sýndust jæssleg, að selja mikla mjólk. 1 Streatham, í suðvesturhorni borgarinnar sáum við stærstu gerilsneyð- ingarstofnun Englands, og er það hin myndarlegasta verksmiðja. Mjólk- in er hituð upp í 63—65° C. i hálftíma, og siðan kæld og sett á flöskur. Þar voru miklar gerlarannsóknarstofur, þar sem margir piltar og stúlkur rannsökuðu mjólkina, á undan og eftir hreinsun. En einkum þótti okkur tilkomumikið að sjá allan vélaútlmnaðinn. Það var t. d. gaman að fylgja allri flöskuhreinsuninni, og svo því, hvernig hver flaska fékk sinn ákveðna mjólkurskamt, og fór sína leið, hver af annari, eins og lifandi verur, og fengu ýmiskonar atlot í hverjum vélarhluta, uns þær lyftust upp hver eftir aðra, til aö fá tappa þrýstan i sig, og raðast síðan í réttri röð, 5— 10 í hvern kassa. Gekk þetta alt viturlega og skemtilega, eins og í æf- intýri. Okkur var á eftir boðin mjólk og te o. f 1., sem smakkaðist vel. Pasteurshituð mjólk er meira og meira aö ná útbreiðslu, þar eð verð- munur hennar og annarar góðrar mjólkur, er lítill eða enginn. Annars eru þrjár aðrar tegundir mjólkur, sem fullnægja þeim kröfum, er settar hafa verið með lögum (Milk Order 1923). 1. Certified Milk. 2 Grade A Milk (tuberculin tested).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.