Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 20
50 LÆKNABLAÐIÐ eöa hrfir sjónskekfcju (astigmatismus), ng ber þá aö gera viö hvoru- tveggju; fjarsýn (hypermetropisk) börn sjá eölilega, ef þau hafa ekki sjónskekkju. Minna skal á, aö sjóndepran getur líka orsakast af blettum á kornea, eftir keratitis phlvctænulosa eöa cataracta congenita, og verð- ur aö útiloka þaö meö hliðarlýsing og gegnlýsing. Þeir, sem hafa meiri nærsýni en -í- i.o, veröa aö nota gleraugu úti, cinnig viö iestur og alla vinnu í nálægö, ef lestrarfjarlægð er minni en 25 ctm. Maður. sem heíir nærsýni ~ 4.0 í fjarlægö, getur eirinig lesiö Jæger 1 (smátt letur) í 25 ctm. fjarlægð, en þá notar hann ekki akkomodation viö lesturinn. Ef nærsýnin er mikil, færist fjarlægöarpunkturinn (p. remot.) nær, t. d. les maður meö -=- 8.0 í ca. 12 ctm., sá með -f- 10.0 í 10 ctm. og -r- 20.0 5 ctm. etc. Akkomodationin notast ekki, en mað- urinn veröur aö convergera því meir, sem lestrarfjarlægðin er minni, svo að akkomodations- og convergens-impuls fylgjast ekki að. Er þá hætt við, að hann noti aðeins annaö augaö, einkum ef sjón augnanna er misjöfn, og afleiðingin veröur strabismus divergens. Á börnumi og ung- lingum er fullkomin korrektion sjálfsögð, þá er augað í normal refrak- tions-ástandi (emmetropist), og verður þá aö nota hæfilega akkomodation, og convergens verður líka hæfilegur, þegar lestrarfjarlægðin er hæfileg (25—-30 ctm.) ; convergens-þreytan hverfur, og barnið þolir aö lesa eins og önnur börn, og fylgist betur með að öllu leyti. Ef börn og unglingar (upp að 20 ára) sjá eðlilega (%), með fullri korrektion, sem er 1 æ g s t a mínusgler, sem sjúkl. sér best með, þeg- ar hann notar bæði augu ( þ. e. sjúkl. þarf venjulega «-=- 0.5 lægra, þeg- ar hann notar bæði augu, en þegar prófað er aðeins annað augað, og gefur maöur því vesnjulega -r- 0.5 lægra, en prófun á hvoru auga um sig sýnir), þá er um hreina nærsýni að ræða. Sé það hinsvegar ekki. er sennilegast einnig sjónskekkja (astigmatismus). Vissast er að prófa börnin meö homatropini (I%), og helst skiaskopi. einkum ef sjónskékkja er, af því aö komiö getur það fyrir, að þau hafi svokallaöan akkomodationskrampa, eftir of mikinn lestur í of mikilli nálægð svo, að þau virðast í fljótu bragði vera nærsýn (lægri stig nær- sýni, og t. d. sjá allir yngri emmetropiskir og hypermetropiskir betur meö -r- 0.5 út frá sér), og getur þá komiö fyrir, að þau fái mínus-gler- augu, sem þau ekki þurfa, og hefi eg séö þess dæmi. Mæla skal einnig viö þessa gleraugnarannsókn nákvæmlega lestrarfjarlægð, að hún sé hæfi- leg (ekki minna en 25 ctm.). Þeir, sem byrja á því að nota nærsýnis- gleraugu áður en nærsýnin er orðin á háu stigi, yfir -f- 8.0, og eru þar að auki famir aö eldast, þola venjulega ekki fullkomna korrektion, sérstak- lega ekki viö lestur; er þá best að láta þá nota tvenn gleraugu, önnur veik, til að lesa meö, og önnur úti, sterkari; sumir nota einnig stangar- gleraugu til þess að bregða upp í viðlögum. Þessu fólki er venjulega ekki hægt að gefa svo sterk gleraugu, aö lestrarfjarlægö veröi hæfileg eöa Jieir ]ioli nógu sterk gleraugu til þess að fá þá sjón, sem þeir gætu feng- iö meö fullri korrektion, og verður maöur þvi aö láta sér nægja minna. Sjúkl. má ekki þreytast við lestur meö lestrargleraugum (stundum bæta iestrargleraugun ekki neitt, og skal þá sleppa þeim) og þá má ekki svima með útigleraugum, er þeir ganga um með þau). Ennfremur skal mint á.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.