Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 16
46 LÆKNABLAÐIÐ ad. 3. Um þetta síöasta atriöi þarf eg ekki að vera langoröur, enda voru at- hugasemdir mínar viö blindratal Dr. R. hreint aukaatriöi. Mér þykir mjög leitt, að Dr. R. hefir þá skoöun, aö eg hafi verið aö hæöast að aðferð hans til að ákveöa tölu blindra, og vildi vinsamlega mælast til, aö hann gæfi skýringu á, hvaö það eiginlega er í grein minni, sem hann hefir hneykslast á. Eg skrifaöi grein mína i fullri alvöru, og get fullvissað hann um, að ekkert lá mér fjær, en aö draga aö nokkru leyti dár aö rannsóknum hans. Eg gat um að dugnaður hans í þessu rnáli væri viröingarveröar, og það var í fullri nreiningu sagt. Annað mál er þaö, að eg álit, aö rannsókn eins og þessi, framkvæmd af óvönum mönnum, hljóti að verða óábyggileg, þó svo aldrei nema allir sjúkl. sem um getur verið að ræða. komi fram. Benti eg á nokkur atriöi þessu til stuðnings. Dr. R. gerir engar athugasemdir við þau, en segir að eins, að rannsóknin sé svo einföld og blátt áfram, aö hún geti ekki valdið miklum erfiðleikum. Um þetta er því þýðingarlaust fyrir okkur að deila — við stöndum hér alveg á öndverðum meið. Akureyri i desember 1927. H. Skúlason. Skýrsla um áíeng-isútlát 1926—27. Nýlega er útkomin, að tilhlutun dómsmálaráðuneytisins, skýrsla um áfengi, sem ávísað var af læknum og dýralæknum '26 og '27. Adn-recepta- málið hefir frá öndverðu verið leiðinda- og hneykslismál. Það var auðvit- að, að ýmsir læknar myndu breyskir hér á landi, sem annarsstaðar, og ávísuðu meira áfengi, en þyrfti til lækninga. Tvent hefir komið ýmsum læknum til þessa. Einstöku læknar liafa vafalítið gefið út vínrecept til tekjuauka, en eigi allfáir af misskildu meinleysi og eftirlátssemi við kunn- ingja sína, eða aðra, sem nauðað hafa á þeim. Lyfseðlafjöldinn eykst fljótt hjá þeim læknum, sem á annað borð ternja sér að ávísa áfengi, til nautnar. Skýrsluhöf., síra Björn Þorláksson frá Dvergasteini, skilur lítið í þessu máli, þar sem hann talar um áfergju lækna til að „koma áfenginu út i fólkið“, eða ,,ausa“ því út. Þeir, sem kunnugir eru, vita, að læknar þurfa lítið fvrir því að hafa, að koma út vínreceptum. Sannleikurinn er sá, að læknar verða fyrir sifeldri ánauð af mönnum, sem vilja ná sér i recept. Þetta vita allir læknar, bæði þeir, sem oft ávísa áfengi, og hinir, sem gera það sjaldan eöa aldrei. Recepta-gjafir lækna hafa mikið til verið eftirlitslausar, og er því ekki að furða, þótt ýmsar syndir hafi hlaðist á bak læknanna i þessu máli. Vér trúum því vel, sein próf. G u ð m. H a n n e s s o n ritaði nýlega, að íslenskir læknar hafi síst reynst ver, en stéttarbræður þeirra í öðr- um bannlöndum. En þetta cr ekki nóg. íslenskir læknar hafa, margir hverjir, misnotað rétt sinn og hjálpað mönnum til að útvega sér áfengi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.