Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 53 suma gömlu spítalana töluvert. Þegar þetta bætist viö, hefir ísland fleiri sjúkrarúm en nokkurt annaö land á NorSurlöndum. Mörg héruö hafa hjúkrunarfélög og hjúkrunarkonur. Bólusetning er mestmegnis i höndum ljósmæöra og venjulega er endurbólusett á 12—13 ára aldri. Einstaka emhættislæknar kvarta yfir því, aö ekki fáist ljósmæöur í af- skekta, erfiöa hreppa. Einn læknir stingur upp á því, aö kenna karlmönn- um og setja þá í svona staöi. Þetta lætur ef til vill undarlega i ejyrum erlendra manna, en varla á íslandi. Áöur fyrrum gegndu karlmenn stund- um ljósmóöurstörfum á íslandi. Heilbrigðisskýrslurnar bera þess ljósan vott, hve mikið verk er unniö nú af islenskum læknum. Bókin er mjög mótuö af hinum sérkennilega höfundi, Guðm. próf. Hannessyni. Alstaðar er samanhuröur gerður viö önnur lönd. I lok hvers kafla um sóttnæma sjúkdóma er venjulega gerö grein fyrir þeirri meðferð, sem læknarnir hafa notað eftir því, sem séö veröur af skýrslum þeirra. í köflunum um tyfus, skarlatssótt, difteritis o. íl. sjúkdóma er rækilega hent á nýjustu framfarir í meðferö sjúkdóm- anna og læknar hvattir til þess að notfæra sér þær viö nýja faraldra. Prófessorinn, sem er kennari i anatomi víö Háskólann og stendur mjög framarlega sem mannfræðingur (antropolog), sýnir meö þessu kunnátitu, sem hlýtur að vekja mikla aðdáun, kunnáttu, sem fer ágætlega viö hag- kvæmni prófessorsins. R. K. Rasmussen, Ejde, Færeyjum. Læknaíélag Reykjavíkur. (Útdráttur úr fundagerðum). Mánud. 12. mars 1928 kl. 8)4 siðd., var fundur haldinn í L. R., á kenn- arastofu Háskólans. I. Próf. Guðm. Hannesson flutti erindi um berklaveiki. Jafnframt er- indinu, sem væntanlega veröur birt siðar, sýndi ræðum. meö skugga- myndum talnaskýrslur og linurit um gang veikinnar og manndauöa í ýmsum löndum, einkanlega á Noröurlöndum, Englandi og íslandi. Sýndi próf. G. H. fram á, að veikin, sem þjóðarsjúkdómur, gengur sinn gang, án þess að fundur berklasýkilsins, heilsuhæli eöa berklavarnir aörar, virt- ust hafa veruleg áhrif á útbeiðslu veikinnar. Umr. urðu nokkrar og tóku til máls próf. Sig. Magn., N. P. Dungal og G. Cl. II. Afgreiðsla og verð Læknablaðsins. Ritstj. og nefnd sú, sem kos- in var henni til aðstoðar, bar fram till. um að verð Lbl. frá nýári s.l. skyldi vera kr. 15.00 á ári, og var það samþ. Jafnframt var samþ. að fela sérstökum manni, sem ritstj. útvegaði til þess, aö annast afgreiðslu t)g innheimtu Lbl. gegn 10% greiðslu af því sem innheimtist. III. Forseti las upp bréf frá allmörgum læknum, er skorast undan að taka að sér næturvörð lengur en til 1. april þ. á., nema næturlækni veröi lagður til bíll.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.