Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 12
42
LÆKNABLAÐIÐ
sýn. Einmitt þeir Englendingarnir, sem hversdagslega eru alvörugefnir
og luntalegir á svipinn, veröa oft aö nýjum og betri mönnum þegar í
veislusalinn er korniö, og þegar aÖ þeim Icemur að standa upp með bik-
ar í hönd og mæla yfir skál. Smátt og smátt birtir yfir þeim, og þeir
lauma út frá sér fyndni og gamanyrðum, sem fljúga dátt um salinn, og
vekja hlátur og gleöi. I þrjú skifti veittist mér sá heiður, aö tala fyrir
minnum. Fanst mér ánægjulegt aö þykja engu síður hlutgengur til slíkrar
þjónustu, en félagar mínir, t. d. Þjóðverjinn, Bandaríkja- eða Brasilíu-
kollega. Hér vorum við allir jafnir.
öllum var ætíð starsýnt á íslendinginn i fyrstu viðkynningu. En
þann árangur fann eg þó í þessi skifti, að frammistaða mín hafði, að nýtt
Ijós rann upp fyrir mörgum, um að hvítt kyn sæmilega siðaðra manna
væri til úti á íslandi, m. ö. o. ,,að hunda það væru ekki skrokkar“.
XIII.
Greinargerð þessi er nú orðin lengri en svo, að eg þori meira við hana
að auka. En seinna kann eg að greina nánar frá sumu sem mér finst
okkur hérlendis varða miklu.
Bið eg yður, kæri herra landlæknir, aö afsaka hve skrif mitt er orðið
langt, og vil eg með þeim ummælum herma eftir Mme de Sévigné, sem
beiddist vorkunnar fyrir hve bréfið var langt, þar eð timi var ekki til
að hafa það styttra.
Glaucom, arfgengi og skyldmennagiftingar.
(Svar til Dr. R. K. Rasmussen).
I sept.—okt.-blaði Lbl. þ. á.* birtist svar frá Dr. R. K. Rasmussen í
Færeyjum, við grein minni, i júníblaðinu sama ár. —
Dr. R. finnur mér aðallega til foráttu:
1. Að eg hafi ,,ráðist“ á greinar sínar um blindu í Færeyjum. eftir
aðeins að hafa lesið stuttan útdrátt úr þeim.
2. Að eg geri ekki mikið úr erfðum, sem undirrót glaucoms, — að
minsta kosti ekki gl. simplex.
3. Að eg virðist ekki gera annaö en hæðast að aðferð sinni til að
ákveða tölu blindra i Færeyjum.
Síðan gTein mín birtist í Lbl. hefir Dr. R. sent mér ritgerðir sínar um
blindu í Færeyjum, og kann eg honum bestu þakkir fyrir. —
,Vil eg nú leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir um þessi ofan-
greindu atriði.
a d 1.
Það getur auðvitað orkað tvímælis, hvort rétt sé eöa leyfilegt að gera
athugasemdir við ritgerðir, eftir að hafa lesiö stuttan útdrátt úr þeim,
* Fyrir óhapp glataðist ofanrituð grein hjá mér, og kom ekki í leitirnar fyr en
nú, — 11. mars 1928. — H. Sk.