Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 45 þekkja ýmsa augnsjúkdóma, og jafnvel sérfrætSingar geta átt erfitt meS tæmandi diagnose, þegar um illa útleikin augu er aö ræöa. En þessir sjúkdómar voru tilfæröir (sumir af Dr. Holm augnl.) : Traumatisk blinda ............................ 6 sjúkl. Glaucoma (um 2 af sjúkl. segir dr. R. að diagnose sé ekki alveg viss, en í hæsta máta líkleg) .... 6 — Cataracta matura.............................. 2 — — immatura............................ I — — zonularis .......................... 2 — — congenit. & mikropthalm............. i — Chlorioidit. chron. fibrinosa (sjúkl. 3ja ára) .. i — Amblyopia congenita .......................... i — Retinitis pigmentosa ......................... I — Familiær maculabreytingar .................... 3 — Heterochromia iridis c. complic............... i — Myopia excessiva c. complic................... I — Cataract. complicata (sine glaucom.) ......... 6 — (í útdrætti úr sjúkdómslýsingu eins af síöustu sjúkl. meö cat. complicata (J. 29) stendur: „O. sin: %s. Cataracta incip. Emmetropi. Tension na- turlig.“ Eg get ekki skilið þetta ööruvisi, en aö sjúkl. sjái á v. auga %s án glerja. En hví er hann þá talinn með hinum 20 blindu?). — Þegar eg kom þar að í ritgerð dr. R. þar sem hann talar um, aö meðal sinna 38 augnsjúklinga meö verulega sjóndepru, séu að minsta kosti 4, en líkast til 6 glaucom-sjúklingar, varð mér ósjálfrátt að orði: Er það þá alt og sumt. Hvað getur gengið að öllum hinum? En það sem eg strax rak augun í, eftir að hafa lesið sömu ritgerð til enda, var það, að i þessum litla sjúklingahópi úir og grúir af tiltölulega fátíðum augnsjúkdómum, sem einmitt að allra augnlækna dómi eru við- urkendir ýmist mjög arfgengir, eða þá að standa i nánu sambandi við giftingu skyldra. Þessu eftirtektarverða, en þó skiljanlega atriði, virðist dr. R. ekki gefa mikinn gaum. Að mínu áliti leggur það upp í hendur hans skýringuna á þvi, hve mikið er af blindu í Færeyjum fram yfir önnur lönd með meira blönduðu fólki, en þar sem annars hagar líkt til, eins og t. d. Noreg, og ef til vill ísland. Eg skal gjarnan játa, að útkoman hjá ofangreindum sjúklingum getur eitthvað verið undir tilviljun komin. En ætti eg að segja óhlutdrægt álit mitt um lilinduna í Færeyjum, eftir upplýsingum þeim. sem fyrir liggja frá dr. R., þá myndi eg hiklaust oröa jiað jiannig: Blinda er mikil í Færeyjum. Sé farið í samanburð við nágrannalönd- in, jiar sem Jikast hagar til, verður ísland álika hátt, en Noregur miklu lægri. Glaucoma simplex er mjög algengt, en þó tæplega eins títt og á íslandi. í Færeyjum er óvenjulega mikið um meira eða minna arfgenga úrkynj- unarsjúkdóma í augum, og eiga þeir verulegan þátt í því hve blindratalan er há. Orsökina má óefað rekja til Jiess, að Færeyingar eru óvenjulega átthagaföst jijóð, sem öldum saman hafa rnikið til setið á sama blettin- um án jiess að blandast verulega út á við, og giftingar milli náskyldra því mjög algengar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.