Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 14
44
LÆKNABLAÐIÐ
fallinn. því, aö þær beri aö skoöa sem höfuöorsök, og allra síst til glau-
coma simplex."
Á öðrum stað get eg um, að reynsla mín hafi sannfært mig um:
— „að hér á landi er glaucoma simplex langt frá því aö vera tiltak-
anlega arfgengur sjúkdómur"
og meðal glaucom-sjúklinga minna:
— „voru aðeins fáir, sem voru af typiskum glaucom-ættum“.
Og í niðurlaginu kemst eg svo að orði:
„Eg get ekki fallis.t á, að erfðir og skyldmennagiftingar séu a ð a 1-
o r s ö k til glaucoma simplex hér á landi, og tæplega neinstaðar“.---
Eg get ekki annað séð, en að við Dr. Ask séum á sömu skoðun, eins
langft og ummæli hans ná. Skyldmennagiftingar minnist hann ekki á.
Mér hefir sem sé aldrei komið til hugar aö neita þvi, að glaucoma
díka gl. simplex) geti verið arfgengt, og heldur ekki því, að giftingar
skyldmenna geti átt þátt í tíðleika glaucoms. H i n u v a r e g e i n-
dregið mótfallinn, að skoða þessi at r i iðj i s e m a ð a 1-
o r s ö k þ e s s, h v e m i k i ð e r u m g 1 a u c o m a s i m p 1 ej x í
löndum eins og t. d. Færeyjum og Island,i. Benti eg á
nokkur atriði frá reynslu minni, til stuðnings máli mínu. — —
— Af ritgerðum Dr. R. má meðal annars sjá:
a) að blinda er mikil í Færeyjum, og svo að segja alveg jöfn hjá
körlum og konum, að tiltölu. Alls fundust i eyjunum iii blindir.
b) af þessum iii voru 29 rannsakaðir af augnlækni, og voru 12 þeirra
með glaucoma (simplex eða absolut).
c) Dr. R. hefir samið nákvæma skrá yfir alla í héraði sínu, sem blind-
ir eru á báðum augum eða öðru. í fyrra flokknum verða 20, en í hin-
um 18. Þess skal þó getið, að í fyrra flokknum eru 2—-3 sjúkl., sem töldu
fingur í 3 metra fjarlægð, og ættu því, eftir núverandi mælikvarða Dr.
R. ekki að teljast blindir, enda þótt Dr. R. auðsjáanlega ætlist til að
svo sé. En það skiftir ekki miklu máli.
Dr. R. telur liklegt, að ástandið sé líkt í héraði sínu og annarsstaðar
í eyjunum („meget tyder paa, at Ejde Lægedistrikt ikke indtager nogen
Særstilling").
Eg veit ekki hvað eg á að halda um þetta, en mikið þykir mér það
undarlegt, að af hinum 20 blindu skuli vera 14 karlmenn, en aðeins 6
konur (af hinum 18 eru 13 karlmenn, — að vísu blindaðir vegna trauma,
— en 5 konur), en yfir allar eyjarnar samtals er blindan jöfn hjá körl-
um og konum. Því það er ekki svo að skilja, að sjúklingarnir hafi allir
farið til Dr. R. af eigin hvötum, heldur hefir hann systematiskt leitað
uppi alla sjúklinga í héraði sínu, blinda á öðru auga eða báðum, rann-
sakað þá og skrásett. — Eina skýringin, sem eg get fundið á þessu er
sú, að karlmenn séu í stórkostlegum meiri hluta í héraði Dr. R. Ef það
er ekki, þá er eg hræddur um, að um einhverja „Særstilling" sé að ræða,
— því að þetta sé hrein tilviljun skil eg tæplega að komi til mála. —
En þetta var nú útúrdúr, og nú langar mig til að athuga ofudítið
nánar, hvað gekk aö þessum 38 sjúklingum. Hjá nokkrum sjúklinganna
var ekke:rt tilfært, sem og skiljanlegt er, því eins og Dr. R. réttilega
tekur fram, er alt annað en hlaupið að því, fyrir almenna lækna, að