Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 47 til nautnar. En þetta er ekki neitt læknisverk og gersamlega óviökomandi læknisstarfinu. Ættu allir aS geta fallist á þetta, hvort sem þeir eru bindindismenn eöa ekki. — Allur þessi ósómi, sem einstöku læknar hafa lent i, heföi aldrei orðiö, ef eftirlit heföi veriö meö receptagjöfunum. En því miöur hefir þetta ekki átt sér staö, fyrirfarandi ár. A læknaþinginu á Akurevri 1924 geröu læknar, út úr neyð, tilraun til aö sneiða hjá áfengis- farganinu, meö því aö samþykkja ósk um aö losna meö öllu viö rétt eöa skyldur til aö ávísa áfengi. En þessu hefir aldrei veriö sint af ríkis- stjórninni. Núverandi dómsmálaráöherra hefir nú látið hefja rannsókn á vínre- ceptum lækna, og eftirlit með sliku. Læknastéttin má fagna þessu, og óska að fyr heföi verið gert. Skýrslan um 1926—'27, sem nú er út kom- in, ber ljóslega meö sér, hve margt er botnlaust og vitlaust í þessu máli. Vinrecept eru afgreidd, þótt fari þau langt fram yfir hinn fyrirskipaöa ..hundaskamt" — 210 gr. spir. conc., — og jafnvel látnir úti margar konjaksflöskur i einu. Sumir læknar virðast fá ótakmarkaöan fjölda af eyðublöðum. Hvaðan? Recept eru afgreidd á ólögmæt eyðublöð. Yfir- leitt sýnist ekki farið eftir neinum reglugerðum né fyrirmælum, viö samn- ing og afgreiöslu vínrecepta. Engu skal spáð um, hvort nú muni renna upp öldin ný, og lag komast á þessa hluti. En full rannsókn er þó fyrsta skrefið. En á hitt er og að líta, hvernig rannsókn þessi hefir tekist. Ósagt skal látiö, hversvegna landlækni var ekki falið þetta starf, eöa einhverjum starfsmanni stjórnarráösins. Þaö eitt, að birta tölur recepta og hve mikið áfengi hefir verið af- greitt eftir þeim, opnar strax augu manna fyrir því, aö áfengið sé af vmsum læknum ávisað til nautnar, en eigi til lækninga. Ekki er heldur hægt með sanngirni að finna að því, þótt settir séu á „svartan ]ista“ nokkrir þeirra lækna, sem breyskir eru úr hófi fram. En skýrsluhöfundu'' hefir ætlað sér annað og meira, en aö taka sam- an skýrslu um áfengisútlát, skv. ósk dómsmálaráðuneytisins. í skýrsl- una er fléttað margtuggnum iDÍndindisræðum, sem ekki eiga heima á þess- um staö. Þaö er svo sem auðvitað, aö mannkostir læknanna eru metnir eftir því einu, hvort þeir gefa út recept eða ekki. Tilgangslítið virðist, aö prenta langar skýrslur um recepta-ávísanir lækna, sem hafa ávisað inn- an löglegra takmarka. Frágangi skýrslnanna er aö ýmsu leyti mjög ábótavant. Á titilblaðinu er j)ess að engu getið, að skýrslurnar séu gefnar út að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar. Piófarkir eru óvenju óvandvirknislega lesnar, og töflur illa úr garði gerðar. í fyrri skýrslunni er saklausum háskólastúdentum borið á brýn, að þeir hafi gefið út áfengisseðla, en J)ó beðiö afsökunar á j)ví, með smáum stíl, neöanmáls, í seinna heftinu. Einn stúdentinn er samt ekki hreinsaður með öllu, en þó ekki gerð ráðstöfun til aö rannsaka ])að mál nánar. Vandvirknin er á j)ví stigi, að áætluð er tala á lyfseðl- um, sem niisfórust með strönduðu skipi! Orðalag skýrsluhöfundar er yfirleitt æði langt frá þeim kröfum um prúðan stíl, sem ætti að mega ætlast til um opinberar skýrslur. Með ruddaskap í skýrslum hins opin- bera fæst ekki neinu góðu til vegar komið. Það má viðurkenna og þakka viðleitni dómsmálaráðherrans, til ])ess

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.