Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 6
36 LÆKNABLAÐIÐ 3. Grade A Milk (kýrnar aöeins skoöaöar af dýralækni á 3. mánaöa fresti. Certified Milk svarar til „Börnemælk" hjá Dönum. Kýrnar allar laus- ar viö berkla, skoöaðar á 6 mánaða fresti, af dýralækni. Mjólkin sett á flöskur heima á búinu og mega aldrei vera i henni meira en 30.000 gerl- ar pr. ccm. og engar colibacillur í 0.01 ccm. Bændur keppast nú allir viö að framleiða sem besta mjólk, til þess að geta staðist þessar kröfur. Fara tíðum fram Milk competitions (samkepni í mjólkurframleiðslu) undir eftirliti l)úfræðmga og gerlafræðinga frá Ministry of Health. Fá þeir einkaleyfi til mjólkursölu, sem best geta fullnægt skilyrðunum. Með þessu móti er London á góðum vegi með að hafa nóga mjólk á boðstóluni, og nægilega heilnæma, aida eftirlitið orðið mjög nákvæmt. Mjólkur og matvælaskoðun öll er í höndum sérstakra eftirlitsmanna, sanitary inspectors. Undir handarjaðri hvers embættislæknis eru svo og svo margir san. inspectors, til að líta efftir opinberum heil- brigðismálum, — vatni, fráræslu, mjólk og mat, húsakynnum, verksmiðj- um, rottugangi o. s. frv. Þessir heilbrigðisfulltrúar sjá einnig um sótt- hreinsun og hafa eftirlit með byggingum. Þeir taka próf við Royal Sani- tary Institute eftir 3—4 ára nám, og þurfa að hafa býsna víðtæka ]iekk- ingu í heilbrigðisfræði o. fl. Við höfðum einstaklega gaman af að kynnast matvælaskoðuninni við fisk- og ostrumarkaðinn, og í vöruhúsum hafnarkvíanna i Austur-London. Fórum við þar í gegnum hvern vöruskálann á fætur öðrum, þar sem hinar fjölbreyttustu matvörur voru saman safnaðar. Þar voru hverskonar kornvörur, ávextir, nýir, þurkaðir og niðursoðnir, niðursoðið kjöt, fisk- ur o. fl. Kryddvörur allskonar. (Loftið var svo mengað af kryddinu, að við fengum hnerra og tár í augun). Á leiðinni gegnum alla þessa mat- vöruskála, gengum við gegnum eitt vöruhús þar sem voru samankomn- ar feiknabirgðir af filabeini, dýratönnum og öðru. Þar var fílabein frá Indlandi og Afríku, mammútsterinur grafnar upp úr ísnum í Síberíu. tennur úr fljótahestum, horn af nashyrningum og allskonar dýrahorn. Við fórum langa leið um einn skálann eftir annan, og horfðum á hvernig eftirlitsmennirir gripu sýnishorn hér og þar úr vöruhlöðunum, og könn- uðu vörurnar. Fanst okkur mikið til um að sjá öll þau auðæfi, sem þar voru saman komin. Búskapurinn Breta var að minsta kosti þarna mjög myndarlegur. VII. Einn daginn fórum við til E p s o m, til að sjá geðveikraspíta 1- a n n og hina miklu f á b j á n a s t o f n u n þar. Eru það stærstu stofn- anir af því tagi á Bretlandi. Við dáðumst aö hve allir aumingjarnir voru vel hirtir, og hve mikið frjálsræði þeim var veitt. Ennfremur var það eftirtektarvert þar, eins og raunar við flestar meiri háttar stofnanir á Bretlandi, að þar var stór samkomusalur með leiksviði og pípuorgeli. Þar var geðveikrasjúklingunum gefinn kostur á að skemta sér við gam- anleiki, dans, upplestur, söng, kvikmyndasýningar o. m. fl., a. m. k. einu sinni i viku. Þar fór fram leikfimiskensla á virkum dögum, handa öll- um, sem til þess voru færir, og var skift í flokka, eftir hæfileikum. Sama sáum við í tveim stórum skólum fvrir aumingja, daufdumba og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.