Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 22
52 LÆKNABLAÐIÐ sem hægt var að rekja til sýklabera, oftast voru þó upptökin ókunn. Skar- latssótt hefir geisað 3 sinnum yfir ísland á þessari öld og náði hámarki á árunum 1901, 1906 og 1920 meö 903, 283 og 704 skrásetta sjúklinga. A árunum 1924—25 eru samtals skrásettir að eins 32. Veikin er miklu vægari en áöur, en viö og viö sjást þó alvarlegir smáfaraldrar. Difteritis hefir, eins og skarlatssótt, veriö landlæg á íslandi í mörg ár og á seinustu 25 árum hafa komiö 2 stórir faraldrar, árin 1908 og 1921, meö 444 og 400 sjúklingum. Dánartalan var 1921—25 milli 4,2 og 9,8%. Pneumonia crouposa fengu 1036 áriö 1921, þ. e. io,8%0 af þjóðinni, næstu 3 ár sýktust um 6%0, en 1925 voru skrásettir sjúklingar aftur orðnir álika margir og fyrir 1921, nefnilega 2,7%«. Dánartalan sýnist hafa verið mjög há, oft deyr yfir þriðjungur af skrásettum sjúkl., en þar á meöal er ef til vill talinn einstaka lungnabólgudauði, sem orsakast ekki af pneurn. crouposa. 52,4% voru karlmenn á 15—65 ára aldri og 22% konur í sama aldursflokki, en 19,3% börn. Oft ko'mu smáfaraldrar með nokkrum sjúkl. samtímis á sama heimili. Til samanburöar má geta þess, aö pn. croup. er fyrst og fremst barnasjúkdómur á Færeyjum. í Ejde-læknishéraði hafa 64 sjúkl. verið skrásettir seinustu 8 árin, þar á rneðal 43 börn, og af þeim dóu 3. Þar að auki dóu 3 fullorðnir. Poliomyelitis ant. acuta gengur fyrst sém faraldur á íslandi 1903 og 1904 svo kunnugt sé. Árin 1903—1923 stingur hann sér niður einsitaka sinnum. 1 maí 1924 kemur einstaka tilfelli sem fyrirboði ógurlegs far- aldurs, sem herjaði um ísland næstu mánuðina. Fyrir árslok höfðu 463 verið skrásettir, þ. e. a. s. 4,7%r af íbbúunum og 89 dóu. Sjúkdómurinn byrjaði í Reykjavík og barst þaðan um land alt og var nær því um garð genginn eftir 4 mánuði. Þó voru 26 sjúklingar skrásettir árið 1925. Álitið er, að sjúkdómurinn háfi borist frá útlöndum. Hann gekk líka sem far- aldur árið 1924 í mörgum löndum, sem samgöngur eiga við ísland, en islenski faraldurinn braust út á ð u r e n sjúkd. varð að faraldri erlend- is, og faraldurinn var þar miklu vægari en á íslandi. Morbiditas en ekki mortalitas sýnist hafa verið meiri en þekst hefir annarssitaðar. Sóttin barst oft með heilbrigðum sýklaberum eða með fólki, sem hafði létt kvef. Meðgöngutíminn var 3—10 dagar. Lepra minkar óðum. Árið 1925 voru að eins 50 alls á landinu, þar af 38 á Holdsveikraspítalanum. 4 nýir sjúkl. bættust við á árunum 1921—25. Favus hefir verið töluvert tíður á íslandi. 1921—25 voru 70 sjúklingar til lækninga á Röntgenstofunni í Revkjavík og áætlað er, að 30 séu enn éftir ólæknaðir. Á íslandi eru 48 embættislæknar. Læknar voru 1925 alls 88, þar af 23 í Reykjavík. Embættislæknarnir eru og skólalæknar og ber skylda til þess að skoða skólabörn. Þó hafa þeir enga leiðsögn eða fyrirmæli um það, hvernig haga skuli skoðuninni, en er í sjálfsvald sett hve oft þeir skoða og hvernig. Samt sem áður er mikið gagn að skoðununum og árang- urinn er mikilsverður. Margir læknar hafa gert Pirquets-próf á börnun- um og á íslandi hafa nú líklega verið gerð fleiri Pirquets-próf í sveita- skólum en í nokkru öðru norrænu landi. Árið 1880 voru að eins 2 lítil sjúkrahús til á öllu íslandi. Árið 1925 voru aftur á móti 24 sjúkraskýli eða spítalar með 549 rúmum, þ. e. a. s. 5,5 fyrir hverja 1000 íbúa. Nú er verið að byggja nýja spítala og stækka

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.