Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
5i
;tö draga aldursgleraugun frá viS korrektion á nærsýni við lestur eftir
45 ára aldur.
Eftir þennan útúrdúr sný eg mér aftur að öðrum varnarráðstöfunum,
sem ekki eru minna verðar, þegar um byrjandi nærsýni er að ræða. Að-
gæta þá lestrarfjarlægðina, hvort hún er hæfileg, spyrja um lestur, t. d.
skáldsagnalestur, o. s. frv. og heimta það þá takmarkað og lesa stutt í
einu, og horfa út í bláinn á milli.
í hærri skólum má reyna aö láta sjúkl. sofna og hvíla sig vel eftir
kenslustundir, en nægi það ekki, og haldi nærsýnin áfram að aukast, verð-
ur að takmarka lestur og vera þá t. d. 2 ár í sama bekk eða taka sér hvíld
frá námi. Ennfremur áminna um að lesa við gott ljós og varast bækur
með smáu letri. Lestrarfjarlægðin má ekki rninni vera en 25 ctm., verður
]iá að nota gleraugu. Yfir þessu verða kennarar að vaka með mestu
nákvæmni og láta lækni vita um hvern og einn. Skólalæknir þarf að að-
gæta og gefa ráð við anæmi. veiklun, blepharoconjunctivitis, ennfremur
gefa leiðbeiningar um framtíðarstarf, cf nærsýni reynist progressiv, og
sérstaklega hvernig sjúklingurinn yrði staddur með atvinnu sína, ef kom-
plikationir kæmu fyrir, sem eyðilegðu sjónina til muna.
Ekki er samt ástæða til þess að ráöa frá námi, með þeim varúðarregl-
um, sem nefndar liafa verið, ef sjúkl. seinna meir getur fengið það lífs-
starf, sem ekki reynir of mikið á sjónina og hann gæti stundað, þó að
sjónin depraðist til muna (sem altaf má gera ráð fyrir).
Það er engin von til að útrýma lestrarnærsýni, en þó mætti sennilega
draga mikið úr henni, ef alls þessa er gætt, er nú hefir verið sagt. Sama
má segja um progressiv myopi; líklega mætti varna því, að hún kæm-
ist á hátt stig í ýmsum tilfellum, og benda ýmsar rannsóknir i nágranna-
löndunum til þess. Dr. Ejler Holn hefir fundið 32% nærsýni i Höfn i
stærðfræðideildum mentaskólanna, en í máladeildum nokkru meira. í Sví-
þjóð voru í latinuskólunum 1S80 50% nærsýnir, en er nú komið nið-
nr í 20% (Ask og Widmark) ; álíta þeir að þetta stafi af aukinni gagn-
fræðakenslu og minni málakenslu, sem viðurkend er hættulegust i þessu
tilliti. Má sjá, að þar hefir mikið áunnist.
Guðm. Guðfinnsson.
Rittregn.
Guðm. Hannesson: Heilbrigðisskýrslur 1921—25.
íbúatala íslands er nú yfir 100000. Árlegur vöxtur hefir seinustu árin
verið um 1500. Aðstreymið að bæjunum er mikið. í sveitunum hefir fækk-
að um 2000 á árunum 1921—25 og litið vantar á, að helmingur ]ijóðarinn-
ar búi i verslunarstöðunum. Barnadauði er mjög lítill. Ai hverjum 1000
börnum dóu á árunum 1921—25 að eins 52,3 á 1. ári. Þetta mun vera
lægsta dánartala ungbarna i Evrópu, en benda má á það, að tilsvarandi
tala var enn]iá lægri i Færeyjum árið 1912—21, að eins 50.
Febris tyfoidea er enn mjög algeng, hér um bil 10 sinnum tíðari en í
Danmörku. Á timabilinu 1921—25 komu fyrir 3 faraldrar frá mjólk og 4,