Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
39
efnablöndu, sem kallast polarit (Fe304 + Si02 + C). Vi8 þaS sýr-
ist FeC03 og veröur aö Ferrihydroxyd, Fe203H20, sem síast frá meö
sandsíu, en C02 rýkur burt. En úti á landsbygöinni er algengt, aö bœnd-
ur noti regnvatn af húsum sínum, til neyslu og þvotta. Sáum viö mörg
þri&gia fjölskyldu-hús, ])ar sem öllu vatni af þökunum var safnað í sam-
eiginlegar pípur, er lágfu niöur í síuker (með möl og sandi), og þaðan
streymdi þaö niður í stóra neðanjarðargeyma og var svo aftur þaðan
dælt inn í húsin. Fanst okkur vatn þetta óaðfinnanlega gott. Reynslan
hafði sýnt, að hvert hús fékk um 50 litra á dag (regnmagnið í Bedford-
shire 21 þuml. á ári).
Landið er mjög slétt víða í þessu héraði, svo að fráræsla er afar erfið.
Eru því ýmist notaðar rotþrær (septic tanks), eða venjulegar, múraðar
hlandforir, með góðu steypuloki. Þegar þær fyllast eru þær tæmdar með
sogi upp í járnkassa. Járnkassinn er á mótorvagni og er sérstök mótor-
dæla sett í gang til að dæla loftið út úr kassanum. Þegar svo gúmmí-
slanga er sett niður í hlandforina og sett í samhand við lofttóma kass-
ann, sýgst upp í hann öll hlandforardrullan á svipstundu. Var þetta ein-
staklega þokkalegt og fyrirhafnarlítið.
Salernafyrirkomulagið vakti mjög eftirtekt okkar. Bændur nota flest-
ir kagga, og hlanda saurinn þurri mold. Nota hann síðan til áburðar. En í
barnaskólunum var þessu öðruvísi fyrir komið, eða i stuttu máli þannig,
að enginn úrgangur varö og saurinn hvarf á undursamlegan hátt, án þess
að nokkur óþrifnaður eða óhollusta kæmi til greina. Þetta skeði eins
og nú skal greina. — Mörg salerni stóðu í röð bak við skólagarðinn, en
fremst var hlandhús fvrir pilta og stúlkur. Hlandið rann niður i safnþró
á venjulegan hátt, og var sú þró tæmd á nokkurra vikna fresti líkt og
aðrar safnþrær, sem eg áður gat um. Og þetta hland var notað til áburð-
ar. En þess vegna voru hlandhúsin höfð fremst i röðinni, að börnunum
var gert að skyldu. eða vanin á, að byrja ætið með að fara þangað og
kasta þar fyrst af sér þvaginu í hvert skifti, er þau þurftu að hægja sér,
og var það gert til þess aö siður kæmi lykt og ýlda í saurinn í kömrun-
um. En kamrarnir voru með svipaðri gerð til að sjá eins og salerni i
skipum, þar sem maður notar dælu í setunni til að skola hurt saurnum, ai
hér kom ekkert vatn ])egar kipt var i dæluhandfangið, heldur spýttist i
þess stað talsvert af þurri rnold yfir saurinn. Og saurinn féll niður á
slétt steypugólf undir setunni. Safnaðist svo þannig moldugur saurhaug-
ur undir hverri setu, en moldinni var það að þakka að enginn daunn fylgdi.
Nú kom karl að kveldi tvisvar í viku, og mokaði hrúgunum fram und-
aiv setunum út á steypugólf í grindahjalli hak við kamrana, og hætti þar
nokkru af mold við hverja hrúgu um leið. Grindahjallurinn var allur
varinn þéttu virneti til að varna flugum aðgang.
Eftir nokkra daga þornaði hver hrúga að mestu leyti. Skaraði þá karl í
hrúgurnar með járnfork, og náði úr þeim öllum pappír, rakaði honum
saman og brendi. Ennfremur hrærði karl saman saurnum og moldinni, og
!ét enn þorna i nokkra daga. Að þeim loknum mokaði hann öllu góðgæt-
inu saman i hing út í horni. Smám saman rýrnaði hrúgan og var að nokkr-
um vikum (4—6) loknum orðin engu meiri fyrirferðar en moldin ein,
sem notuð hafði verið í blönduna. Saurinn var með öðrum orðum annað-