Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 34
64 LÆKNABLAÐIÐ þær sömu, sem hér læknast af sól og ljósböðum, en á hvorugttm staön- um sýnist sólin hafa nokkur veruleg áhrif á lungnaberkla. Ef til vill mætti ætla, aö hin svonefnda kirurgiska lærklaveiki stafaöi af of miklum klæön- aöi eða dimmum húsakynnum. G. Th. Fréttir. Embætti. Umsækjendur um Seyðisfjarðarhérað eru þessir: Árni Árna- son, Búðardal (til vara), Árni Vilhjálmsson, Vopnafirði, Egill Jónsson, Seyöisfiröi, Guöm. Ásmundsson, Noregi, Karl Jónsson, p. t. Danmörku, Kristján Arinbjarnar, Blönduósi, og Pétur Jónsson, Siglufiröi. Um Stykkishólmshérað sækja: Árni Árnason, Búöardal, Eiríkur Björns- son, Ólafsvík, Guöm. Ásmundsson, Noregi (til vara), Halldór Stefánsson, ísafiröi, Ólafur Ólafsson, Stykkishólmi, Pétur Jónsson, Siglufirði, og Sig- urmundur Sigurösson, Laugarási. Þórður Sveinsson, yfirlæknir á Kleppi, hefir veriö sæmdur p r ó f e s- s o r s - nafnbót. Helgi Tómasson, dr. med. er kominn til bæjarins og sestur hér að. Hann er sérfræöingur í tauga- og geðsjúkdómum og er ráðinn læknir viö Klepps- spítala, þegar nýja deildin veröur fullgerö. I ráöi er, aö hann taki við nýju deildinni, en Þórður prófessor Sveinsson stjórni gamla spitalanum. Læknar á ferð. Allmargir læknar hafa veriö hér á ferð undanfarið, og sumir eru hér enn staddir. Siguröúr Kvaran, Eskifiröi, er hér s'taddur, en Ólafur Thorlacius, Búlandsnesi, farinn heim fyrir nokkru. Bjarni Guö- mundsson, Brekku, hefir veriö um hriö á Vífilsstaðahæli, aö athuga Ijós- lækningar o. fl. Þá hafa þeir komið hingað: Guöm. Guðmundsson, Reyk- hólum, Ingólfur Gislason, Borgarnesi, Jón Bjarnason, Kleppjárnsreykj- um, og Steingrímur Eyfjörö, Siglufiröi. Ólafur læknir Jónsson brá sér norður til Húsavikur til þess aö vera viö jaröarför fööur síns, en er kominn heim aftur. Bjarni Bjarnason er nýkominn frá Noregi og flytur l>ráðlega til Ak- ureyrar. Lárus Einarson, sem lauk prófi i vetur, er nýfarinn til Kaupmanna- hafnar. Hann hefir í hyggju aö leggja aðallega stund á physiologi og anatomi. Berklasjúklingar. Stjórnarráöið hefir ákveöiö, aö framvegis veröi aö eins læknunum Guöm. Thoroddsen, Jóni Hj. Sigurðssyni og Magnúsi Péturssyni greidd læknishjálp, af opinberu fé, fyrir þá berklasjúklinga, sem hér liggja á spítölum i bænum. Útsending og innheimta Læknablaðsins hefir veriö falin Sverri Thor- oddsen, verslunarmanni, pósthólf 74, og eru kaupendur blaðsins beönir aö snúa sér til hans. Verð blaösins er nú 15 kr. Aðalfundur Læknafélags íslands veröur haldinn í Reykjavik laugardag- inn 30. júní og mánudaginn 2. júli. FÉLAGSPBENTSMIÐJAN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.