Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 8
38 LÆKNABLAÐIÐ (Health Visitors), sem starfa við allar hjúkrunarstöðvar, ganga um og heimsækja fólk, ýmist boðnar eða óboðnar, til að leita uppi hverskonar eymd og sjúkdóma-bágindi,, í ])vi skyni að bæta úr því sjálfar eða gera lækni aðvart. Fanst mér fátt eftirbreytnisverðara fyrir okkur Islendinga, jafnt og aðrar þjóðir, en þetta víðtæka hjúkrunarkvennastarf til að kenna fólki heilbrigðisfræði og koma í veg fyrir sjúkdóma. IX. Okkur voru sýndir tveir stærstu Open Air Schools fyrir berklaveik eða p r e t u b e r c u 1 a r börn. Voru þar 150—250 börn. Kenslan fór fram undir þaki, sem reist var yfir pallgólfi, og var opið útsýni til allra hliða. Þegar ikalt var, eða hvast, voru börn og kennarar vafin ábreiðum eða í vetrarfötum, en máltíðir hafðar í gildaskála. Börn- unum var skömtuð kensla vissan tima á dag, eftir heilsu. Hjúkrunarkona mældi hita þeirra, sem veikari voru — tvisvar á dag. Milli kenslustunda var farið í ýmsa útileiki, eða börnin látin vinna við hitt og þetta, einkum garðvinnu og smíðar. Okkur furðaði fulteins mikið á, hve kennararnir undu útivistinni og þessum kuldakjörum, — því börn má venja á alt. En hér var augljóst, af viðtali við kennarana (og kenslukonurnar), að þeir voru fullir áhuga fyrir þessari aðferö við börnin, og sennilega sjálfir trúaðir á að útivistin væri einnig þeim sjálfum sérlega holl. Annars veitti eg því eftirtekt við ýms ensk sjúkrahús, en þó sérstak- lega á krypplingahælinu í Alton (nálægt Southampton), að sjúklingar þar í landi kippa sér ekki upp við gust inn um glugga, og kulda-aðbúð í herbergjum. 1 Alton lágu t. d. hópar af börnum við opna alla glugga, dag og nótt, og með þunnum ábreiðum í rúmunum. í það skifti, sem við vor- um þar, var kalsaveður við frostmark. Eg spurði mörg börnin hvort þeim þætti ekki kalt (sjálfir urðum við bláir af kulda við að heimsækja krakk- ana), en þau létu vel yfir líðan sinni, og var heldur ekki að finna, að þeim væri neitt kalt. X. Tvo daga í röð fórum við all-langa leiö út á landsbygðina í B e d f o r d- i h i r e til að kynna okkur heilbrigðisráðstafanir í sveitinni (R u r a 1 Ilygiene). Með okkur fór ágætur maður, prófessor Kenwood frá heilbrigðisráðuneytinu. Bedfordshire er með réttu kallað „The! Kitchen- garden of London“. „Þar drýpur smjör af hverju strái“, og alt landið er þakið aldingörðum eða matjurtagörðum, sem miðla Lundúnum feiknin öll af allskonar matvælum. Sáum við þar fyrirmyndarkúabú, en að vísu i gömlurn stíl — og þar fréttum við mikið af „kappframleiðslu góðrar mjólkur". Slík kepni er mjög að útbreiðast meðal ungra Itænda, og er það ntjög fyrir tilstuðlun heilbrigðisráðuneytisins, eins og fyr er sagt. í Bedfordshire hagar víða svo til, að drykkjarvatn ýmist næst ekki með brunngreftri, eða er svo lilandað kalki og járni, að það er ónothæft, nema með kostnaðarsömum hreinsunaraðferðum í dýrum vélasíum. Við sáum eina slíka hreinsunarstöð ])ar sem neysluvatnið til bæjarins Bedford cr losað við járnsora (FeC03) með því að dælast gegnum keröld fylt af

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.