Læknablaðið - 01.05.1929, Side 23
LÆICNABLAÐIÐ
77
mig því ca. 160—170 kr. á mán. frá því i nóv.-lok og þar til í maí, a'Ö eg
fékk húsnæÖi svo að eg sá mér fært að flytja fjölskylduna norður. Allan
þann tíma varð eg að kosta fjölskyldu mina í Reykjavik. Húsaleiga þar
var alt aö 100 kr. á mán., og allir vita livað dýrt er að lifa þar. Laun
mín og praxis hrukku ekki til.
Nú flutti eg fjölskyldu mina norður í maí 1927. Er eg þá búinn að flytja
þrisvar á þremur árum, milli Reykjavikur og Norðurlands, og búinn að
eyða i flutningskostnað alt að 2000 kr. Fékk eg þá sömu íbúð og Árni
læknir Helgason hafði. Húsið er lélegur timburhjallur, sem upprunalega
var verslunarhús. Því hefir aldrei verið haldið við nema rétt til mála-
mynda. Eg veit, að þeir læknar, sem kunnugir eru íslensku hirðuleysi til
sveita, geta ímyndað sér hvernig er að búa í slíkum húsum.
Tvö herbergin voru sæmilega rúmgóS, svo voru 3 önnur mjög lítil, eitt
þeirra raunar geymslukompa. I þessuin 5 herbergjum var 1 ofn, en sá galli
var á honum, að í austanátt reykti hann svo, að varla var lift í herbergjun-
um. Grunnur hússins var svo siginn, að gólf hölluðust svo i borðstofunni,
að láta varð alt að 8 cm. þykka trékubba undir borðfætur öðrumegin og
önnur húsgögn, til þess að þau stæðu rétt. Gluggar voru svo óþéttir, að ef
vindur stóð upp á ])á, blöktu ekki eingöngu gluggatjöld, heldur einnig dyra-
tjöld milli herbergja. Engin þægindi voru, nema ef nefna skyldi vatnsleiðslu
úr brunni, sem reyndar var þur alt sumarið, svo að sækja varS vatn i ann-
an brunn, en vatn úr honum var ekki hæft til drykkjar ósoðið. Eldhúsið
var mjög litið. Eldavélin var bráðónýt, öll brotin og spengd. Hringir voru
brotnir, og duttu við og við ofan í eldstóna. Bökunarofninn var brotinn, og
ef brauð eða kökur voru í honum, mátti ekki skara í eldinn. Ef það var
gert, sáldraðist aska og sót ofan i.
Þrir inngangar voru i íbúðina. Einn alveg sérstakur, en á vetrum oft
ógerandi að ganga um hann vegna kulda í íbúðinni. Svo var eldhúsinngang-
ur, er sameiginlegur var fvrir okkur, húsráðanda — og kýrnar!
ÞriSji inngangurinn lá að tveimur herbergjum í íbúð minni og sömu-
leiðis var gengið um hann upp á loft. Um þennan inngang bannaði hús-
ráðandi mér að ganga, án þess að taka hann undan, er hann leigði mér
íbúðina. En nú hafði eg apótek og móttökuherbergi í annari stofunni, sem
gengið varð inn i um þennan forboðna gang, svo að þetta varð mjög óþægi-
legt, að verða fyrir þessum prettum.
Sjúklingar urðu því aS ganga gegnum eldhús og inn í apótekið, eða
gegnum borðstofu og eldhús. Auk þess láku herbergin. Fyrir þessa íbúð
átti eg að greiða 800 kr., en fékk lækkað í 725 kr. Fyrir þessa sömu ibúð
borgaði húsráðandi áður 600 kr., en þá voru með talin 2 herbergi og eld-
hús og útgerðarpláss fyrir 1 mótorbát. Þetta var svo góð „spekulation“ fyr-
ir manninn, að hann þurfti sjálfur ekkert að greiða í leigu fyrir sína íbúð,
ásamt útgerðarplássi fyrir mótorbát og ca. tveggja kúa tún, kartöflugarð o. fl.
En þessi aðstaða var sök sér, ef svik og prettir hefðu ekki bætst við.
I þessari íbúð á Kljáströnd var eg i eitt ár, eða til vors 1928. Þá losnaði
Grenivík úr ábúð. Um jörðina sóttu 6 menn, þar á meðal oddviti Grýtu-
bakkahrepps, Björn nokkur Jóhannsson. Ekki var svo sem verið að hugsa
um læknisbústaðinn. En svo fór nú samt, að mér var bygður hluti jarðar-
innar til þriggja ára. Af túninu hefi eg tæpar 20 dagsláttur. Auk þess
tæpar 10 dagsláttur af landi, sem vel er fallið til ræktunar. JörSin var í