Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1942, Side 16

Læknablaðið - 01.08.1942, Side 16
42 síðar tal vi'Ö þáverandi heilbrigö- ismálaráöherra og kvaðst hami vera þessu fylgjandi, en vegna þess, að þing haföi þá verið kallaö saman, teldi hann réttara að bera það, að minnsta kosti undir fjár- veitinganefnd. Hétum við nú á Helga kollega Jónasson alþingismann til fullting- is eins og við reyndar höfðum áð- ur gert og var það auösótt, og er mér sönn ánægja að geta þess, að hann hefir af miklum dugnaði stutt þetta mál og má þakka honum að verulegu leyti, að lausnin kom, þó seint og siðar væri. Fjárveitinganefnd haustþingsins afgreiddi málið, að því hún taldi með samþykki, en stjórnin taldi það ekki fullnægjandi og neitaði alveg að afgreiða málið. Enda hafði þá komið annað til skjal- anna, sem gerði ráðherrana dálítið myrkfælna, en það var að prest- arnir kornu með samskonar kröf- ur. og settu stjórnina með því i vanda nokkurn. Til einkis reyndist að itreka þetta við ríkisstjórnina og var það þó reynt alltaf öðru hvoru og það fram undir síðustu þinglok, en þá loks afgreiddi þá- verandi heilbrigðismálaráðherra, Hermann Jónasson, málið frá sér fyrir ítrekaða eftirgangsmuni Helga Jónassonar. Rétt á eftir lét hann áf i"áðherradómi og var máli- ið enn ekki afgreitt frá fjármála- ráðuneytinu. Fór eg þá enn til viö- tals við Jakob Möller fjármálaráð- herra og lofaði hann mér þá að afgreiða málið, en ekki fyrr en eftir þingslit. Hvað hann svo gerði. Eg hefi orðið svo margmáll um þetta atriði til þess aö gera mönn- um ljóst, að ekkert tómlæti írá hendi stjórnar L. í. hefir átt sök á þessum drætti, heldur fyrst og ■fremst hin upphaflega andstaða landlæknis gegn gjaldskrárhækk- LÆKNABLAÐIÐ un og síðan undandráttur ríkis- stjórnarinnar, þegar þetta var orð- ið fjárhagsatriði fyrir ríkissjóð. Þó þetta að vísu séu hvergi nærri fullar bætur, þá er þetta þó góð glaðning fyrir lækna úr því það var látið verka allt árið 1941 og svo er hitt, sem eg vil undir- strika, aö.með þessu er fengin op- inbér viöurkenning fyrir þvi, aö réttmætt hafi verið .og sé að gjakl- skráin hækki, þó ríkið tæki að sér að borga hækkunina. Mætti ætla, að það væri bending í þá átt, aö kröfur um kjarabætur héraöslækna ættu að stefna í þá átt, aö fá föstu launin hækkuð en ekki gjald- skrána. Enda virðist landlæknir hafa tekið svo miklu ástfóstri við hana, að ekki megi við henm hreyfa. Skömmu eftir áramótin 1941 sendi landlæknir félagsstjórninni frv. til laga um læknaráð og ósk- aði umsagnar um það. Samkvæmt því frumvarpi átti að stofna sjö manna ráð með þessum mönnum : 1. Landlækni sem formanni ráðs- ins, 2. Kennarinn í réttarlæknisfræði, 3. Kennarinn í lyfjafræði, 4. /Yfirlæknir lyflæknisdeildar Landspítalans. 5. Yfirlæknir handlæknisdeildar Landspítalans. 6. Yfirlæknir geðveikraspítalans, 7. Yfirlæknir Tryggingarstofnun- ar rikisins. Um þetta mál héldu stjórnir L. I. og L. R. sameiginlega fundi. Litu þær svo á, að starf þessa læknaráðs ætti aðallega að vera þriþætt: 1. Að gefa heilbrigðisstjórninni sérfræðilegar umsagnir. 2. Láta heilbrigðisstjórn í te umsagnir um tiltekna hegðun lækna, 3. Vera ráðunautur heilbrigðis

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.