Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 10
34 LÆKNABLAÐIÐ gen er þá amiaðlivort sem gufa, reykur, eða smáagnir i loftinu og sjúklingurinn þolir illa að vera i slíku lofti, þvi að slím- liúð lians verður þá fyrir áhrif- um þess antigens, sem hún er svo næm fyrir og svarar með útvikkun á æðum og jafnvel með því að hólgna. Þeir sjúkdómar, sem liér koma aðallega til greina, verða því augnbólga, þar sem mest ber á einkennunum i augun- um, ennfremur þroti í nefi, sem jafnaðarlega fylgir stífla og nefrennsli. Eitt af fyrstu ein- kennunum frá nefinu eru þá jafnaðarlega hnerrar, sem geta verið mjög miklir og það mikl- ir, að þeir haga sjúklinginn mjög mikið. Loks, ef meiri hrögð verða að þessu, þannig að sjúklingurinn geti andað miklu af antigeninu ofan í sig, verður afleiðingin asthma. I þessum flokki verða því að- allega þrír sjúkdómar fyrir okkur, nefnilega í fyrsta lagi conjunctivitis, í öðru lagi rhin- itis og í ])riðja lagi asthma hronchiale. Það er auðvitað margt, sem getur svifið um í loftinu, sem menn geta orðið næmir fyrir. Eitt af því þekktasta er frjó- duft grasa. Til skamms tíma munu menn hafa haldið, að lítið eða ekkert væri hér um lieyfeber, sem eg vil kalla graskvef á íslenzku. En sá sjúk- dómur er til, og ekki eins sjald- séður og talið liefir verið. A þessum stutta tíma liefi eg fundið 7 manns, sem næmir eru fyrir grasdufti, en af þeim var einn, sem ekki liafði fundið neitt til graskvefs, þótt hann sýndi greinilega mikla við- kvæmni i liörundi sínu fyrir frjóduftinu. Hinir 6 höfðu all- ir liðið meira og minna af gras- kvefi og leituðu til min vegna þess. Einkenni lijá þessum sjúk- lingum eru mjög sérkennileg og segja greinilega til sin: flest- ir hafa fiðring eða kláða i aug- unum, og fylgir þvi jafnaðar- lega meiri eða minni stífla nefi og nefrennsli, sem hvort- tveggja bagar sjúklinginn mjög mikið. Stundum getur maður séð sjúkdóminn á fólkinu, nefnilega þannig, að sjúkling- urinn er áberandi rauðevgður, vegna þrota í augnslimhúðinni. Venjulega er þetta þó ekki á- herandi, og auðvitað er ekki liægt að diagnostisera sjúk- dóminn á þessu einu, þvi að margt annað getur valdið augn- iiólgu. Flestir þcssara sjúklinga kvarta um nefstíflu og nef- rennsli, sem veldur þeim mik- illar vanlíðunar. Aðeins ein þessara sjúklinga hafði asth- ma. Það var lítil stúlka, 10 ára gömul, sem brá svo við, þegar iiún fór frá Revkjavík upp i sveit, að hún yfirþyrmdist af astluna og hafði stöðugt asth-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.